Frjáls verslun - 01.02.1972, Side 41
anir eiga að vera fámennar stofn-
anir, sem safna áætlunum og
gögnum frá öðrum aðilum og
semja heildaráætlun á þeim
grundvelli. I öðru lagi er í öllum
þremur löndunum nú lögð mikil
áherzla á að semja fjárhagsáætl-
anir fyrir ríkið til nokkurra ára
og samræma þær þjóðhags- og
framkvæmdaáætlunum til langs
tíma. Þessar fjárhagsáætlanir eiga
ekki, frekar en þjóðhags- og fram-
kvæmdaáætlanirnar, að fela í sér
ákvarðanir um fjárveitingar, sem
eftir sem áður verða aðeins
ákveðnar í fjárlögum hvers árs
um sig. Á hinn bóginn er gert
ráð fyrir, að þessar áætlanir til
langs tíma hafi mikil og vaxandi
áhrif á hinar árlegu fjárlaga-
afgreiðslur. 1 öllum þremur lönd-
unum eru áætlanir um starfsemi
ríkisins og opinberra aðila taldar
hafa mikla þýðingu og geta stuðl-
að að þvi, að fullnægja á hag-
kvæman og fjárhagslega heilbrigð-
an hátt þeim miklu þörfum, sem
eru fyrir hendi á þessum vett-
vangi. 1 þriðja lagi er i öllum
löndunum i vaxandi mæli litið svo
á, að áætlanir um þann hluta
efnahagslífsins, sem liggur utan
ríkisgeirans, séu i eðli sínu könn-
un á þróunarstefnu og þeim
vandamálum, sem sú stefna kann
að valda, en eigi ekki að' fela í
sér eða leiða af sér sérstakar að-
gerðir af hálfu rikisvaldsins til
þess að framkvæma áætlunina. Á
þessu sviði er þó enn verulegur
mismunur á sjónarmiðum. Annars
vegar eru Danir, sem ekki vilja
gera neinar áætlanir fyrir at-
vinnulífið, nema til mjög langs
tíma, þannig að enginn vafi gæti
á því leikið, að aðeins sé um að
ræða könnun á þróunarstefnu.
Hins vegar eru Norðmenn, sem
hafa haft, og hafa að nokkru
leyti enn, tilhneigingu til þess að
lita svo á, að áætlanir jafnt utan
sem innan ríkisgeirans feli í sér
stefnu ríkisvaldsins, sem það eigi
að reyna að beita öllum tækjum,
sem það ræður yfir, til þess að
framkvæma. Siónarmiðin í þess-
um tveim löndum virðast á hinn
bóginn færast nær hvort öðru, og
þá iafnframt í áttina til þess sjón-
armiðs Svia, að áætlunargerð um
þróunina utan ríkisgeirans sé
gagnleg, enda bótt hún feli ekki
í sér fvrirætlanir um fram-
kvæmdaaðgerðir af hálfu ríkis-
valdsins".
ÁÆTI TTNawr.^RÐ A
fSLANHT
í siálfu sér er erfitt að segja
nákvæmlega til um, hvenær byrj-
að var að stunda áætlunargerð á
Islandi, einkum vegna þess, að
ingur er lagður í orðið „áætlunar-
gerð“. Það hlýtur einnig að skap-
ast viss hefð um verkaskiptingu
milli opinberra stofnana.
Minna má á, að lög um stofn-
un Hagstofu Islands gengu í gildi
1. janúar 1914, og er tekið fram
í 1. gr., að hún standi „beinlínis
undir ráðherranum". Um hlutverk
hennar segir i 3. gr„ að Hagstof-
an skuli „aðstoða landsstjórnina
með hagfræðis útreikningum og
skýringum, er hún óskar eftir, og
svarið fer eftir þvi, hvaða skiln-
gefa henni álit og yfirlýsingar,
þegar þess er leitað". I bréfi frá
forsætisráðuneytinu árið 1956 var
úr því skorið, að Hagstofan væri
sérstakt ráðuneyti.
Varðandi hefðbundna verka-
skiptingu má geta þess, að í Nor-
egi sér hagstofan um gerð þjóð-
hagsreikninga.
SKIPULAGSNEFND
ATVINNUMÁLA
Ef tekið er stórt stökk í sög-
unni, til Skipulagsnefndar at-
vinnumála, sem skipuð var árið
1934, þá segir í skipunarbréfi
nefndarinnar, „aö (hún eigi) að
hafa með höndum rannsókn á fjár-
málum ríkis og þjóðar á hvers
konar atvinnurekstri í landinu,
framkvæmdum og framleiðslu,
svo og sölu og dreifingu afurða
innanlands og utan og verzlun
með aðfluttar vörur. Rannsókn
þessi skal jafnt ná til atvinnu-
reksturs rikis og bæja sem ein-
stakra manna og félagsfyrirtækja,
aö koma fram með, að rann-
sókn lokinni, rökstuddar tillögur
og sem nákvæmastar áætlanir
um aukinn atvinnurekstur, fram-
kvæmdir og framleiðslu i landinu,
þar á meðal stofnun nýrra at-
vinnugreina, svo og það, hvernig
komið verði á föstu skipulagi á
allan þjóðarbúskapinn, jafnt opin-
berar framkvæmdir og fyrirtæki
sem atvinnurekstur einstaklinga,
þannig að þau verði sem hag-
kvæmast rekin með hag almenn-
ings fyrir augum", o. s. frv.
Áhrifamesti maðurinn í nefnd-
inni var Héðinn Valdimarsson, en
nefndarstörfin munu aðallega hafa
verið unnin af Arnóri Sigurjóns-
syni.
Nefndin skilaði frá sér skýrslu,
sem er fróðleg að mörgu leyti,
því að þar er bryddað unp á ýms-
um nvmælum, sem fróðlegt væri
að skoða í ljósi sögunnar. Hingað
var feneinn sænski hagfræðingur-
inn Erik Lundberg til að starfa
með nefndinni um skeið. Lét hann
henni í té skýrslur, sem aldrei
voru birtar, en sumt af því mun
vera til í norrænu tímariti. Einn-
ig munu fleiri erlendir sérfræð-
ingar hafa komið við sögu, á
meðan Skipulagsnefnd atvinnu-
mála starfaði. Það liggur í hlut-
arins eðli, að hver rikisstjórn hlýt-
ur að finna þörf fyrir upplýsinga-
söfnun og gagnavinnslu til þess
að geta tekið skynsamlegri ákvarð-
anir en ella, ekki sizt þegar illa
horfir í efnahagsmálum. Þvi
hljótum við að vorkenna þeim
mönnum, sem þá sátu í ráðherra-
stólum, vegna þess, að þeir höfðu
miklu lélegri undirstöðu til að
byggja ákvarðanir sínar í efna-
hagsmálum á, en nú er. Á þess-
um tímum, og lengi vel, voru
brýnustu málin leyst með þvi að
leita til einstakra sérfræðinga
eða nefnda. Þannig var starfandi
nefnd á stríðsárunum, sem al-
mennt var kölluð Rauðka. Is-
lendingum safnaðist nokkur auð-
ur á stríðsárunum, og var Ný-
byggingarráð stofnað til að
„eyða" honum. Árið 1947 hafði
það lokið ætlunarverki sínu og
þá var Fjárhagsráð stofnað, en
Nýbyggingarráð lagt niður. Flest-
ir munu þekkja til Fjárhagsráðs
af afspurn, a. m. k. hafa heyrt
um skömmtunarhlutverk þess.
Á fyrstu árunum eftir stríðið
mun reyndar ekki fjarri lagi, að
ein nefnd sérfræðinga í efnahags-
málum hafi verið stofnuð á hverju
ári.
STOFNTJN EFTÍAHAGS-
RÁÐUNEYTIS
Árið 1953 var Framkvæmda-
banki Islands stofnaður og m. a.
falin varzla „Mótvirðissjóðs", en
í hann rann Marshall-aðstoðin
við Island.
Nokkrar sérfræðinganefndir
voru starfandi milli 1950 og 1960.
Árið 1957 kom Jónas Haralz
heim frá Bandaríkjunum að ósk
þáverandi ríkisstjórnar. Árið 1959,
fjórum dögum fyrir stjórnar-
stjórnarskiptin, eða hinn 16. nóv-
ember, gaf ríkisstiórn Emils Jóns-
sonar út svohljóðandi fréttatil-
kynningu, eins og um er getið í
Sögu stjórnarráðsins eftir Agnar
Klemenz Jónsson, og ég leyfi mér
að vitna til:
„Ríkisstiórnin hefur ákveðið að
koma á fót efnahapsráöuneyti, er
framkvæmi athuganir á efnahags-
málum og sé rikisstjórninni til
ráðuneytis I þeim málum. Er ætl-
unin að koma með þessu móti í
fastara og hagkvæmara horf þeim
athugunum um efnahagsmál, sem
um undanfarin ár hafa verið unn-
FV 2 1972
37