Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1972, Qupperneq 41

Frjáls verslun - 01.02.1972, Qupperneq 41
anir eiga að vera fámennar stofn- anir, sem safna áætlunum og gögnum frá öðrum aðilum og semja heildaráætlun á þeim grundvelli. I öðru lagi er í öllum þremur löndunum nú lögð mikil áherzla á að semja fjárhagsáætl- anir fyrir ríkið til nokkurra ára og samræma þær þjóðhags- og framkvæmdaáætlunum til langs tíma. Þessar fjárhagsáætlanir eiga ekki, frekar en þjóðhags- og fram- kvæmdaáætlanirnar, að fela í sér ákvarðanir um fjárveitingar, sem eftir sem áður verða aðeins ákveðnar í fjárlögum hvers árs um sig. Á hinn bóginn er gert ráð fyrir, að þessar áætlanir til langs tíma hafi mikil og vaxandi áhrif á hinar árlegu fjárlaga- afgreiðslur. 1 öllum þremur lönd- unum eru áætlanir um starfsemi ríkisins og opinberra aðila taldar hafa mikla þýðingu og geta stuðl- að að þvi, að fullnægja á hag- kvæman og fjárhagslega heilbrigð- an hátt þeim miklu þörfum, sem eru fyrir hendi á þessum vett- vangi. 1 þriðja lagi er i öllum löndunum i vaxandi mæli litið svo á, að áætlanir um þann hluta efnahagslífsins, sem liggur utan ríkisgeirans, séu i eðli sínu könn- un á þróunarstefnu og þeim vandamálum, sem sú stefna kann að valda, en eigi ekki að' fela í sér eða leiða af sér sérstakar að- gerðir af hálfu rikisvaldsins til þess að framkvæma áætlunina. Á þessu sviði er þó enn verulegur mismunur á sjónarmiðum. Annars vegar eru Danir, sem ekki vilja gera neinar áætlanir fyrir at- vinnulífið, nema til mjög langs tíma, þannig að enginn vafi gæti á því leikið, að aðeins sé um að ræða könnun á þróunarstefnu. Hins vegar eru Norðmenn, sem hafa haft, og hafa að nokkru leyti enn, tilhneigingu til þess að lita svo á, að áætlanir jafnt utan sem innan ríkisgeirans feli í sér stefnu ríkisvaldsins, sem það eigi að reyna að beita öllum tækjum, sem það ræður yfir, til þess að framkvæma. Siónarmiðin í þess- um tveim löndum virðast á hinn bóginn færast nær hvort öðru, og þá iafnframt í áttina til þess sjón- armiðs Svia, að áætlunargerð um þróunina utan ríkisgeirans sé gagnleg, enda bótt hún feli ekki í sér fvrirætlanir um fram- kvæmdaaðgerðir af hálfu ríkis- valdsins". ÁÆTI TTNawr.^RÐ A fSLANHT í siálfu sér er erfitt að segja nákvæmlega til um, hvenær byrj- að var að stunda áætlunargerð á Islandi, einkum vegna þess, að ingur er lagður í orðið „áætlunar- gerð“. Það hlýtur einnig að skap- ast viss hefð um verkaskiptingu milli opinberra stofnana. Minna má á, að lög um stofn- un Hagstofu Islands gengu í gildi 1. janúar 1914, og er tekið fram í 1. gr., að hún standi „beinlínis undir ráðherranum". Um hlutverk hennar segir i 3. gr„ að Hagstof- an skuli „aðstoða landsstjórnina með hagfræðis útreikningum og skýringum, er hún óskar eftir, og svarið fer eftir þvi, hvaða skiln- gefa henni álit og yfirlýsingar, þegar þess er leitað". I bréfi frá forsætisráðuneytinu árið 1956 var úr því skorið, að Hagstofan væri sérstakt ráðuneyti. Varðandi hefðbundna verka- skiptingu má geta þess, að í Nor- egi sér hagstofan um gerð þjóð- hagsreikninga. SKIPULAGSNEFND ATVINNUMÁLA Ef tekið er stórt stökk í sög- unni, til Skipulagsnefndar at- vinnumála, sem skipuð var árið 1934, þá segir í skipunarbréfi nefndarinnar, „aö (hún eigi) að hafa með höndum rannsókn á fjár- málum ríkis og þjóðar á hvers konar atvinnurekstri í landinu, framkvæmdum og framleiðslu, svo og sölu og dreifingu afurða innanlands og utan og verzlun með aðfluttar vörur. Rannsókn þessi skal jafnt ná til atvinnu- reksturs rikis og bæja sem ein- stakra manna og félagsfyrirtækja, aö koma fram með, að rann- sókn lokinni, rökstuddar tillögur og sem nákvæmastar áætlanir um aukinn atvinnurekstur, fram- kvæmdir og framleiðslu i landinu, þar á meðal stofnun nýrra at- vinnugreina, svo og það, hvernig komið verði á föstu skipulagi á allan þjóðarbúskapinn, jafnt opin- berar framkvæmdir og fyrirtæki sem atvinnurekstur einstaklinga, þannig að þau verði sem hag- kvæmast rekin með hag almenn- ings fyrir augum", o. s. frv. Áhrifamesti maðurinn í nefnd- inni var Héðinn Valdimarsson, en nefndarstörfin munu aðallega hafa verið unnin af Arnóri Sigurjóns- syni. Nefndin skilaði frá sér skýrslu, sem er fróðleg að mörgu leyti, því að þar er bryddað unp á ýms- um nvmælum, sem fróðlegt væri að skoða í ljósi sögunnar. Hingað var feneinn sænski hagfræðingur- inn Erik Lundberg til að starfa með nefndinni um skeið. Lét hann henni í té skýrslur, sem aldrei voru birtar, en sumt af því mun vera til í norrænu tímariti. Einn- ig munu fleiri erlendir sérfræð- ingar hafa komið við sögu, á meðan Skipulagsnefnd atvinnu- mála starfaði. Það liggur í hlut- arins eðli, að hver rikisstjórn hlýt- ur að finna þörf fyrir upplýsinga- söfnun og gagnavinnslu til þess að geta tekið skynsamlegri ákvarð- anir en ella, ekki sizt þegar illa horfir í efnahagsmálum. Þvi hljótum við að vorkenna þeim mönnum, sem þá sátu í ráðherra- stólum, vegna þess, að þeir höfðu miklu lélegri undirstöðu til að byggja ákvarðanir sínar í efna- hagsmálum á, en nú er. Á þess- um tímum, og lengi vel, voru brýnustu málin leyst með þvi að leita til einstakra sérfræðinga eða nefnda. Þannig var starfandi nefnd á stríðsárunum, sem al- mennt var kölluð Rauðka. Is- lendingum safnaðist nokkur auð- ur á stríðsárunum, og var Ný- byggingarráð stofnað til að „eyða" honum. Árið 1947 hafði það lokið ætlunarverki sínu og þá var Fjárhagsráð stofnað, en Nýbyggingarráð lagt niður. Flest- ir munu þekkja til Fjárhagsráðs af afspurn, a. m. k. hafa heyrt um skömmtunarhlutverk þess. Á fyrstu árunum eftir stríðið mun reyndar ekki fjarri lagi, að ein nefnd sérfræðinga í efnahags- málum hafi verið stofnuð á hverju ári. STOFNTJN EFTÍAHAGS- RÁÐUNEYTIS Árið 1953 var Framkvæmda- banki Islands stofnaður og m. a. falin varzla „Mótvirðissjóðs", en í hann rann Marshall-aðstoðin við Island. Nokkrar sérfræðinganefndir voru starfandi milli 1950 og 1960. Árið 1957 kom Jónas Haralz heim frá Bandaríkjunum að ósk þáverandi ríkisstjórnar. Árið 1959, fjórum dögum fyrir stjórnar- stjórnarskiptin, eða hinn 16. nóv- ember, gaf ríkisstiórn Emils Jóns- sonar út svohljóðandi fréttatil- kynningu, eins og um er getið í Sögu stjórnarráðsins eftir Agnar Klemenz Jónsson, og ég leyfi mér að vitna til: „Ríkisstiórnin hefur ákveðið að koma á fót efnahapsráöuneyti, er framkvæmi athuganir á efnahags- málum og sé rikisstjórninni til ráðuneytis I þeim málum. Er ætl- unin að koma með þessu móti í fastara og hagkvæmara horf þeim athugunum um efnahagsmál, sem um undanfarin ár hafa verið unn- FV 2 1972 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.