Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1974, Page 17

Frjáls verslun - 01.08.1974, Page 17
ísaf jörður: Undirbúningur hafinn að byggingu Nýtt hlutafclag, Hótel ísa- fjörður hf. hyggst gangast fyrir byggingu nýs hótels á ísafirði og stendur hlutafjár- söfnun í því sambandi yfir um þessar mundir. Bygging- unni hef'ur verið ætlaður stað- ur á uppfyllingu sunnanvert við Hafnarstræti á ísafirði. Á ísafirði hefur gistiaðstaða verið mjög takmörkuð til þessa og eins hefur tilfinnanlega skort gott húsnæði til sam- komuhalds. Þessari nýju bygg- ingu er ætlað að ráða bót á hvoru tveggja þessu og í bréfi til ísfirðinga segja forráðamenn hlutafélagsins m. a.: „tilkoma þessa nýja hótels hlýtur að vera einn þáttur í framfara- sókn ísafjarðar og ein af for- sendum þess, að fólk vilji búa hér og starfa. Blómlegt at- vinnulíf er engan veginn full- nægjandi, ef góð aðstaða til félagslífs er ekki einnig fyrir hendi.“ Teikningar að hótelbygging- unni liggja fyrir og er gert ráð fyrir, að grunnflöturinn verði 900 fermetrar. Þrjár hæðiir verða fyrir gistiher- bergi, alls 42 að tölu. VEITINGAR, SAMKOMUR, FLUGAFGREIÐSLA. Neðsta hæð hússins mun hótels skiptast í þrjá hluta. í fyrsta lagi anddyri og gestamóttöku hótelsins, skrifstofu og eldhús og veitingabúð. í öðru lagi verður þar samkomusalur fyr- ir dansleiki og samkomuhald. Hann mun rúma 250 manns og verður hægt að ihólfa hann niður til fundarhalda fyrir klúbba og félagsstarfsemi á ísafirði. Þá verður í þriðja lagi aðstaða fyrir starfsemi Flugfélags íslands, þ. e. flug- afgreiðsla, skrifstofur og pakkageymsla. Öll gistiherbergi verða af sömu stærð og geta ýmist ver- ið fyrir einn gest eða tvo. Hvert herbergi verður með baði, en allur aðbúnaður mun miðast við að þau verði vist- leg en án alls íburðar. Áætlað er, að framkvæmd- ir við nýju hótelbygginguna geti hafizt á næsta ári, en framkvæmdahraðinn mun eðli- lega takmarkast af því, hversu mikið fjármagn félagið hefur til umráða. Hlutafé er nú um fimm milljónir en það verður að teljast lágmark að sú upp- hæð verði tvöfölduð til þess að hægt sé að afla fram- kvæmdalána, sem gera kleift að koma byggingunni upp. RAFVAL & CO HF. AKUREYRI Raflagnir og raflagnaefni. • Heimilistæki. Brauðristar. Hrærivélar. Straujárn. Loftljós. Borðljós. Veggljós. • Ennfremur NILFISK ryksugur og vara- hlutir. SÍMI 96-21178. RAFVAL & CO HF. AKUREYRI M1 XL iiiiio ni np 9i niiiui n siiiiip ii ®w ii mmm nrai[ □ n iiimn ii m ii iiiim mmm n m mmiHii np !» □iiiiHnma n i Þannig mun nýja hótelbyggingin á ísafirði líta út. FV 8 1974 17

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.