Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1974, Page 55

Frjáls verslun - 01.08.1974, Page 55
Plast og stálgluggar Dalvík s Framleiða gluggakarma úr plasti Á Dalvík er starfrækt fyrir- tæki sem nefnist Plast- og stálgluggar og er systurfyrir- tæki Plast- og stálglugga á Selfossi. Starfsemin á Dalvík hófst í október 1973, og er samvinna á milli Selfoss og Dalvíkur að því leyti til, að fyrirtækin skipta markaðssvæðunum á milli sín. Selfoss annar Suður- landi og höfuðborgarsvæðinu, en Dalvík Norður- og Austur- landi. Einnig hafa fyrirtækin tvö sameiginlegan einkarétt á framleiðsluvöru sinni. Eigendur Plast- og stál- glugga á Dalvík eru Birgir Jónsson, Hclgi Jónsson, Krist- inn Jónsson og Sveinn Jóns- son. í viðtali við F.V. sagði Sveinn Jónsson, að hér væri um að ræða framleiðslu á glugga- og hurðarkörmum úr plasti og einnig álklæddum hurðum og hurðarkörmum. „Framleiðslunni er þannig háttað, að við kaupum frá Þýzkalandi óunna plastprófíla, skerum þá niður og sjóðum saman, í stærð samkvæmt ósk- um kaupenda," sagði Sveinn. Þegar karmarnir eiga að vera í stóra glugga, sem standast þurfa storma eða annað álag, eru þeir mótað- ir úr hálfhörðu plasti og styrktir með stálkjarna. Minni gluggakarmar eru úr hörðu plasti. Þessa karma er hægt að nota í allar gerðir bygginga, en þeir fara aðallega í vöru- hús, skóla, verkstæði, verzlun- arhúsnæði, frystihús og vinnslustöðvar. Einnig henta þeir vel í sund- laugar og aðrar byggingar, þar sem raki og hitabreyting- ar verða, því þá hluti þolir plast betur en timbur, sem vill fúna. Plastkarmar eru viðhaldsfríir. Má geta þess, að það stend- ur til að skipta um alla gluggakarma í Sundlaug Ak- ureyrar, og setja plastkarma frá Plast- og stálgluggum í staðinn. Karmana má lika nota í milliveggi í byggingum, þar sem er raki og gufa. Prófílarn- ir eru þá notaðir sem uppi- stöður í innveggi, og á milli þeirra er sett gler eða harð- plast. „Þá framleiðum við hurðir, veggeiningar, ramma og gluggakarma úr álklæddum stálkjarna og er mikil eftir- spurn eftir þeim. Úr álklædd- um römmum er hægt að byggja heilar hliðar í húsum og er haft gler eða litaðar plötur á milli en trefjaplast í þakið. Hentar þetta byggingarfyrir- komulag mjög vel fyrir sölu- skála og sjoppur", sagði Sveinn. 8-10 ÞÚSUND LENGD ARMETRAR. Plast og stálgluggar hafa selt 8-10 þúsund lengdarmetra af prófílum það sem af er þessu ári. Efnið er mjög dýrt í innflutningi og 60-65% af kostnaði gluggakarma er hrá- efniskostnaður í innflutningi. Einingarverð gluggakarm- anna er reiknað ákveðið á fermetrann, og reynt er að gefa föst tilboð og ekki fjarri lagi að lengdarmetrinn á glugga kosti 1000 krónur, en er þó breytilegt eftir því í hvaða formi karmarnir eru. MÖGULEIKI AÐ AUKA FRAMLEIÐSLUNA. \ Að lokum sagði Sveinn að fyrirtækið væri starfrækt í 420 fermetra húsnæði og við það ynnu 5 menn. ,,Með áframhaldandi bygg- ingarframkvæmdum á Norður- landi er möguleiki að auka framleiðsluna, en skilyrði væri að fjölga starfsmönnum, því eins og starfsmannafjöldi er nú önnum við varla eftir- spurn,“ sagði Sveinn Jónsson að lokum. Dalvík Við bjóðum ykkur velkomin til Dalvíkur Dalvíkur- kaupstaður simi 61257 FV 8 1974

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.