Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1974, Side 59

Frjáls verslun - 01.08.1974, Side 59
Indriði Pálsson á fundi með tveim samstarfsmönnum sínum, þeim Böðvari Kvaran, sölustjóra og Ragnari Kjartanssyni, full- trúa forstjóra. 15 milljarðar á þessu ári. Ég tel, að verð á olíuvörum frá Sovétríkjunum hafi verið ís- lendingum hagstætt, þegar á heildina er litið í þau 22 ár, sem viðskiptin hafa átt sér stað. Verðáð er miðað við við- urkennda skráningu í Venezu- ela og þannig tengt heims- markaðsverði hverju sinni. Síðiari hluta árs 1973 og í byrj- un þessa árs þurftum við t. d. aldrei að greiða eins hátt verð fyrir olíur og Evrópu- löndin yfirleitt. Geysilegar hækkanir hafa ,þó orðið á olíuverðinu hjá Rúss- um, eða mjög í samræmi við þá þróun, sem hefir orðið á heimsmarkaðsverðinu. Árið 1972 voru keyptar frá Sovét- ríkjunum olíuvörur fyrir 1 milljarð króna c. i. f., en á þessu ári verður keypt fyrir 51/2-6 milljarða. Kaupverð á hverju tonni í dollurum er nú ailt að fjórfalt hærra en það var árið 1972. Hins vegar hef- ur fiskurinn, sem við seljum til Sovétríkjanna ekki hækkað á þessu tímabili nema um ca. 57%. Því hlýtur nú að koma til mat stjórnvalda á því, hvort nauðsyn sé fyrir þessi viðskipti í sama mæli og áður. Því er spáð að skuldirnar við Rússa verði um 2000 milljónir við næstu áramót. Þær hafa oft áður numið nokkur hundruð milljónum, en aldrei orðið jafnháar og nú. F.V.: — En hefur ekki reynzt vera nokkur trygging og öryggi í saniningnum við Rússa miðað við óvissuna og erfiðleikana, sem ýmsar Vest- ur-Evrópuþjóðir lentu í þegar „oIíukreppan“ svonefnda dundi yfir? Indriði: — Það má til sanns vegar færa en það hafa auð- vitað verið aðrir möguleikar fyrir hendi til olíukaupa. Til þess hefur líka ætíð verið ætlazt af olíufélögunum, að þau gætu með litlum sem eng- um fyrirvara útvegað olíu ann- ars staðar frá, ef misbrestur hefur orðið á afhendingu frá Rússum. Yfirleitt hafa þeir þó staðið vel við samninga og af- greitt á réttum tíma. í fyrra- vetur þurftu olíufélögin þó að leita til viðskiptasambanda sinna í Vestui'-Evrópu og Am- eríku vegna nokkurra af- greiðslueffiðleika frá Rúss- landi. Samningar við þá aðila koma að sjálfsögðu líka til greina varðandi framtíðar- samninga um kaup á þeim olíuvörum, sem við fáum nú frá Sovétríkjunum. í samningnum við Rússa eru „force majeure“ ákvæði þar sem þeir losna undan á- 'byrgð á að sjá okkur fyrir olí- um, ef til styrjaldar dregur eða annarra atvika, sem mann- legur máttur fær ekki við ráð- ið. Stríð milli Grikkja og Tyrkja gæti t. d. hindrað olíu- flutninga frá Sovétríkjunum, því skipin koma yfirleitt frá olíuhöfnunum við Svartahaf. F.V.: — íslcnzku olíufélög- in gera að staðaldri umtals- verð innkaup á olíuvörum frá Vesturlöndum. Hvers'u háar upphæðir er þar um að ræða og hvaða tegundir? Indriði: — Innkaup á öðr- um olíuvörum en þeim, sem við fáum frá Sovétríkjunum, eru gerð fyrir 3-4 milljarða í ár. Um 20% af gasolíu til húsa, skipa og véla, kemur frá Vesturlöndum. Sömuleiðis allt flugvélaeldsneyti, í fjórum mismunandi tegundum, og ennfremur allar smuroliur. Þá eru fluttar inn þaðan fjöl- margar kemiskar vörur til iðn- aðarframleiðslu, en reyndar geri ég ekki ráð fyrir að fólk átti sig almennt á, hve víða olían og innflutningsvörur ol- íufélaganna hérlendis koma við sögu í atvinnulífinu. Þann- ig seljum við ýmis kemisk efni til framleiðslu á plast- vörum og veiðarfærum, svo að dæmi séu tekin, asfalt til gatnagerðar og margs konar stjórntæki fyrir hitaveitu og kyndingartæki til heimila og annars húsakosts. F.V. — Við hverju mega ís- lendingar búast á næstunni um þróun olíuverðs, bæði með tilliti til ástandsins á heims- markaði og hags olíufélaganna íslenzku? Indriði: — Heimsmarkaður- inn er almennt mjög óviss um framleiðslu, sölu og notkun á olíuvörum. Arabar, sem fram- leiða 35-40% allrar olíu í heiminum, hafa hótað tak- mörkunum á framleiðslu og hækkunum á olíuverði og not- að sér hvort tveggja eftir því hvernig þeir hafa metið að- stæður. Þetta bitnar sérstak- lega á Vestur-Evrópuþjóðun- um, því um 70% allra olíu- þarfa sinna kaupa þær frá Mið-Austurlöndum. Innan O. P.E.C., samtaka olíufram- leiðsluríkja, eru nú skiptar skoðanir um verðlagningu. Fulltrúar Saudi-Arabíu telja verðið of hátt en önnur ríki eins og t. d. Venezuela vilja hækka enn. Gæta ber þess, að jarðolíu- verð hafði verið óbreytt í lang- an tíma. Því mátti búast við hækkunum, og eins hafa fram- leiðslulöndin ætlað sér ríflegri skerf af framleiðslumagninu. Þetta eru megin ástæðurnar fyrir hinum miklu verðhækk- unum. Jarðolíutunnan, sem áður kostaði um $1.90 kost- FV 8 1974 50

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.