Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1974, Page 75

Frjáls verslun - 01.08.1974, Page 75
50 ára afmæli hnattflugsins Þegar fyrstu flugvélarnar komu til Reykjavíkur — þyrptust menn upp á Arnarhól og horfðu ■ suðurátt í ágúst voru 50 ár liðin frá því Svíinn Eric Nelson lenti flugvél sinni í Hornafirði eftir rúmleg.a 8 klst. flug frá Kirkwall í Orkneyj- um, en það var einn af áföngunum í linatt- flugi Bandaríkjamanna árið 1924. Nelson hinn sænski braut blað í flugmálasögu íslendinga, því hann varð fyrstur m.anna til þess að koma Ioftvegu til íslands. Með því markaði hann eigi aðeins tímamót í sögu Islands, heldur einn- ig í sögu alþjóðaflugsamgangna. í eftirfar.andi grein, sem skrifuð var fyrir röskum 40 árum, segir prófessor Alexander Jóhannesson frá því, er Eric Nelson og félag- ar hans komu til Islands í hnattfluginu mikla 1924. Flugferðir allar tóku miklum framförum í heimsstyrjöldinni og eftir þann tíma keppast margar þjóðir um að koma á föstum flugferð- um milli landa og 'heimsálfa og fljúga yfir heimshöfin. Loks var stofnað til heimsflugs af Bandaríkjamönnum 1924. Skyldu fjórar flug- vélar taka þátt í þessu ferðalagi og voru þær merktar 1, 2, 3 og 4, en stjórn Bandaríkjanna lagði til herskip til þess að vera flugvélunum til aðstoðar ef eitthvert óhapp kynni að bera að, er flogið væri yfir heimshöfin. Flugvélarn- ar áttu að fljúga yfir 22 þjóðlönd og bera vitni um snilli og forystu Bandaríkjanna í flugmál- um um víða veröld. Var vænghaf hverrar flug- vélar 50 fet, hraðinn 175 enskar mílur á klukku- tíma og gat hver flugvél tekið 800 gallónur af bensíni og verið 20 tíma í einu í lofti. For- ingi fararinnar hét Martin og var major, en í hverri flugvél voru tveir menn og voru hin- ir flugmennirnir Nelson, Smith og Wade. Flug- ið hófst í Seattle í Washingtonfylki 6. apríl 1924 og allur heimurinn veitti ferðalagi þessu sér- staka athygli. Fyrst var flogið yfir Alaska, en þá heltist ein flugvélin úr lestinni, sú, er Martin majór stýrði. Eftir það flugu þrjár flug- vélarnar áfram yfir Japan, Siam, Vestur-Ind- land, Persíu, Mesopótamíu, Sýrland, Tyrkland, Rúmeníu, Síberíu, Austurríki, Þýzkaland, Frakkland og England, en þaðan skyldi flogið til íslands og síðan yfir Grænland og Labrador heim aftur. Frá Kirkwall í Orkneyjum var lagt af stað til íslands laugardaginn 2. ágúst, kl. 7,25 um morguninn. Fengu þeir félagar veðurskeyti frá öllum nálægum löndum áður en þeir lögðu af stað, einnig frá íslandi, en fjögur amerísk her- skip lögðu um líkt leyti af stað áleiðis til ís- lands til þess að vera til aðstoðar og fór eitt þeirra alla leið til Hornafjarðar og lá þai' skammt fyrir utan. Þegar þeir voru komnir skammt frá Orkneyjum, skall á þoka og treyst- ust tveir flugmanna ekki til að halda áfram og sneru aftur til Orkneyja. En flugvél nr. 4, sú, er Nelson stýrði hélt áfram og lenti í Hornafirði eftir 8V2 tíma flug klukkan 4 um eftirmiðdag- inn — fyrsta flugvélin, er kom svífandi yfir hafið til íslands. En Nelson var sænskur mað- ur eins og sá, er fyrstur sigldi kringum fsland rúmum 1000 árum á undan. Nelson fékk gott Tvennir tímar mætast í Reykjavík. Kerra með íslenzk- um vagnhestum fyrir og flug- vélin „New Orleans", fyrir frainan verzlunina Ellingscn við höfnina. FV 8 1974 75

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.