Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1974, Side 91

Frjáls verslun - 01.08.1974, Side 91
Snyrtivörur hf. er stærsta umboðssalan fyrir snyrtivörur hérlendis, og selur vöru sína í snyrtistofur og smásöluverzl- anir um allt land. Meðal fyrirtækja sem Snyrtivörur hafa umboð fyrir eru German Montail, Orlane, Clairol háralitur, Kiku, Xan- adu, Juvena, Lanolin Pluss „4711“ og fyrir karlmenn má nefna Brut, Tabac, West, Gran Valor, Sir og Dr. Dralle. í viðtali við Ágúst Krist- manns kom fram að 60-70% af snyrtivörum, sem fyrirtæk- ið flytur inn, kemur í dúnkum og er áfyllt á smærri glös og dósir hjá Atlas hf. Snyrtivörur hf. er starfrækt í 300 fermetra lager- og skrif- stofuhúsnæði og starfsmenn fyrirtækisins eru alls 5. SVEINN HELGASON HF. Sveinn Helgason stofnaði fyrirtækið árið 1942, en núver- andi framkvæmdastjóri þess er Árni B. Sveinsson. Framan af hafði heildverzl- unin umboð fyrir vefnaðar- vöru og búsáhöld, en er nú nær eingöngu með skófatnað og flytur inn leðurskó frá ítal- íu, Englandi, Frakklandi og Asíu. Árni Sveinsson. í viðtali við F. V. sagði Árni B. Sveinsson, að hann færi innkaupsferðir tvisvar til þrisvar á ári, og að fyrirtæki, sem heildsalan verzlar við, krefðust þess að viðskiptavin- ir sæktu vörusýningar, sem eru haldnar á þeirra vegum. Viggó Jónsson, forstjóri Freyju. SÆLGÆTISGERÐIN FREYJA Sælgætisgerðin Freyja leig- ir 100 fermetra lagerhúsnæði að Klettagörðum, en var áð- ur til húsa að Síðumúla 18. VOGUE HF. Vogue hf. var stofnsett árið 1952 af Hólmfríði Eyjólfsdótt- Magnús Jónsson ir, sem er jafnframt aðaleig- andi fyrirtækisins, en fram- kvæmdastjórar eru Guðmund- ur S. Guðmundsson og Magn- ús Jónsson. Vogue hf. starfrækir 4 smá- söluverzlanir á Reykjavíkur- svæðinu og annast innflutning á vefnaðarvöru (metravöru) sængurfatnaði, smávöru til saumaskapar og margvíslegum vefnaðarvörum til heimilis- prýðd. G. S. JÚLÍUSSON. Fyrirtækið stofnaði Guð- mundur Júlíusson árið 1963, og er hann jafnframt fram- kvæmdastjóri. Heildverzlunin verzlar með byggingarvörur, og má þar nefna Vymura-veggfóður, Dafa Guðbergur Finnbogason, sölumaður. og Lozarno þéttilista, Handi- Gard þéttiefni og Kenney gluggatjöld og stengur. Hús- næðið, sem G. S. Júlíusson hefur til umráða er 300 fer- metrar að stærð og 3 menn starfa hjá fyrirtækinu. FLUGFRAGT. Heiid hf. leigir Flugleiðum 1000 fermetra húsnæði að Klettagörðum, og eru þar geymdar vörur, sem koma með flugfragt erlendis frá. Flugfragt var stofnuð árið 1967, og var stofnun hennar fyrsta stóra átakið í sam vinnuátt á vegum Flugfélags- ins og Loftleiða. Upphaflega starfsemin var til húsa að Sölvhólsgötu, og hluti hennar er þar reyndar enn. 3 afgreiðslumenn vinna hjá Flugfragt að Klettagörðum.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.