Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1974, Page 95

Frjáls verslun - 01.08.1974, Page 95
Ilm heima 03 seima — Það er kominn maður frá að kíkja á kjúklingasúpuna. Ef þér þurfið að halda ræðu, þá standið upp, svo að allir geti séð yður, talið hátt, svo að allir heyri til yðar og setj- izt fljótt aftur, svo að öllum líki vel við yður. Þegar Stjáni hafði verið kvæntur í þrjár vikur ákvað hann að bjóða eiginkonunni með sér á skemmtistað, sem hann hafði stundað mjög sem piparsveinn. Frúin varð anzi gröm, þegar konan í fata- geymslunni, stelpan á barnum og ein þjónustustúlkan höfðu allar heilsað Stjána mjög inni- lega. Verst var þó, þegar Ijós- hærð þjónustustúlka kom að borðin'u til þeirra, kyssti Stjána á kinnina og sagði: — Darling. Við sjáumst seinna, — þegar þú ert ekki svona upptekinn. Konan spratt upp, hljóp út af staðnum með manninn á hælunum eftir sér, og upp í næsta leigubíl, þar sem Stjáni náði henni loks. — Hlustaðu nú á, sagði Stjáni. — Nei. Ég vil það ekki. — Leyfðu mér að útskýra þetta. — Nei. Ég vil það ekki. Þá sneri leigubílstjórinn sér heilbrigðiseftirlitinu, sem vill fá við, leit aftur til þeirra og sagði: — Heyrðu Stjáni. Eigum við ekki að snúa við og húkka einhverja aðra. Þessi er alveg vonlaus. Stjörnuspádómar voru til umræðu á skólavellinum. — Undir hvaða merki ert þú fæddur? — Vinstri beygja bönnuð. — Hvað meinarðu? — Sjúkrabíllinn, sem flutti mömmu á fæðingardeildina, hafði ekki af að komast alla leið. Það var kominn nýr og glað- vær prestur í sóknina. Dag nokkurn knúði hann dyra hjá lækninum, en þar var kona læknisins ein heima og beið greinilega komu einhvers. — Ert það þú engillinn minn, spurði konan. — Nei. En ég er úr sömu deild, svaraði prestur. Skilti í hótelherbergi: ,,Við von'um að yður líði eins og þér væruð heima hjá yður. En vér ætlumst til að þér hagið yður eins og hjá ó- kunnugum.“ íslendingurinn ræddi við Ástralíubúann, sem var hér í heimsókn fyrir skömmu. íslendingurinn: — Það hafa nú allmargir fslendingar sezt að þarna suður í Ástralíu síð- ustu árin. Ástralíumaðurinn: — Já. En samt eru nú kanínurnar ennþá aðalplágan. (l ' I . II. — Það mætti ætla, að menn hafi verið hér áður á ferð með myndavélar. FV 8 1974 95

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.