Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1974, Page 98

Frjáls verslun - 01.08.1974, Page 98
Frá riistjórn Sjónvarpsmálin Starfræksla sjónvarpsstöövar á Keflavík- urflugvelli, og tækifæri íslendinga til aS horfa á dagskrárefni þaSan, ætla enn sem fyrr aS reynast drjúgt umtalsefni og deilu- mál 1 skammdeginu framundan. Miklar framfarir hafa orSiS síSan 1961, þegar KeflavíkursjónvarpiS náSist fyrst sæmilega á ReykjavíkursvæSinu en þá var einmitt bent á, aS slík sendiorka væri nauSsynleg til aS bandarískir varnarliSs- menn og fjölskyldur þeirra gætu notiS sjónvarpsins til fulls. Sjálfsagt var aS gera þessu fólki kleift aS horfa á sjónvarp viS sitt hæfi og um leiS eSlilegt, aS íslending- ar notuSu sér möguleikana í því sambandi. En alltaf hafa menn mátt búast viS breyt- ingum á þessu fyrirkomulagi, og aS tæknin leyfSi mun takmarkaSra sviS fyrir sjón- varpsgeislann eSa þá aS sjónvarpssending- arnar færu fram á jarSlínu innan flugvall- arsvæSisins. MeS því aS varnarliSsmenn eiga allir aS búa innan vallargiröingar verSur sá háttur nú tekinn upp. Dvöl varnarliSsins á íslandi og ólíkir þættir í samskiptum íslendinga og Banda- ríkjamanna, sem af henni leiSa, hafa aldrei veriS túlkaSir öSru vísi en sem bráSabirgSaástand. Þess vegna væri mjög miSur, ef allur sjónvarpsáhugi íslendinga og umræSan um sjónvarpsmál snerist ein- vörSungu um þetta svokallaSa kanasjón- varp. Nær væri, aS íslendingar gæfu gaum aS framvindu mála hjá íslenzka sjón- varpinu, tækju ákvarSanir um sjónvarps- sendingar í litum, sem gætu fyrst um sinn náS til hálfrar þjóSarinnar á SuS-vestur- landi. Fullyrt er, aS nauSsynlegur viSbótar- búnaSur í bækistöSvum íslenzka sjónvarps- ins myndi kosta um 5 millj. króna. Sjónvarpsefni er nú hægt aS fá á mynd- segulböndum eSa plötum til heimabrúks, ef svo mætti segja. íbúar fjölbýlishúsa gætu rekiS sameiginlega litla sjónvarpsstöS meS þess konar tækni. Þar meS skapaSist nýr valkostur þó aS staSbundinn yrSi. ForráSamönnum íslenzka sjónvarpsins er legiS á hálsi fyrir aS velja átakanlega leiSinlegt dagskrárefni til flutnings. Und- ir þá gagnrýni skal tekiS hér. Mjög annar- leg sjónarmiS hafa ráSiS hjá meirihluta útvarpsráSs, sem nú situr, þegar dagskrár- gerSin hefur veriS annars vegar. AkvarS- anir í þeim efnum hafa æ meir færzt úr höndum dagskrárstarfsmanna til meiri- hlutans í útvarpsráSi. Og þaö er vissulega tími til kominn aS skipt sé um útvarpsráS. Til viSbótar öllu þessu eiga íslendingar eftir aS taka afstöSu til grundvallarspurn- ingarinnar um þaS, hvort aflétt skuli rík- iseinokun í rekstri útvarps- og sjónvarps. Fjörtíu ára gömul sjónarmiS, sem grund- vallast á forsendum liSins tíma, eiga ekki aS vera allsráSandi um viShorf okkar til málsins nú. Frjáls samkeppni í öllum teg- undum fjölmiSlunar er sjálfsögö. Að passa sig á ríkinu Mikil blaöaskrif hafa orSiS í tilefni lítill- ar fréttar, sem birtist í síSasta tölublaSi Frjálsrar verzlunar. Þar var sagt frá því hvernig mismunandi túlkun embættis- manna ríkisins á ákvæSum um greiSslu verSuppbótar á skyldusparnaS hefur orSiS þess valdandi, aS ríkissjóSur skuldar spari- fjáreigendum 400 millj. króna nokkur ár aftur í tímann. Frjálsri verzlun er kunnugt um, aS þessi ,,uppgötvun“ sem gerS var ífjármála- ráSuneytinu í sumar, hefur komiS nokkru róti á kerfiS og þá einkanlega vegna orSa- lags 1 skýrslu ráSuneytisins um þetta at- riSi. Þar var sem sé skýrt tekiS fram, aS ríkissjóSur þyrfti aS vera undir verSupp- bótagi’eiSslur búinn „þegar aSilar gera sér grein fyrir, hvern rétt þeir eiga.“ Af þessu verSur ekki annaS skiliS en aS hiS háa ráSuneyti hafi ætlaS aS hafa þess- ar upplýsingar fyrir sig og sína nánustu og bíSa bara þangaS til einhver ungur spari- fjáreigandi hefSi uppurS í sér til aS segja ríkiskerfinu stríS á hendur. Óvíst er þó meS öllu, aS ,,aSilar“ hefSu nokkurn tíma getaS reiknaS þetta dæmi svo langt aftur aS þeir áttuSu sig á öllum rétti sínum. Þetta er mjög alvarlegt mál og glöggt dæmi um vélræna og ógeSfellda meSferS persónulegra hagsmunamála einstakling- anna inni í ríkisbákninu. ÞaS er ekki aS ástæSulausu aS borgararnir hafa til- hneigingu til aS ætla, aS embættismanna- valdiS sé sett til höfuSs sér. Dæmin sýna, aS aSgát skal höfS og öllum er hollt aS passa sig á ríkinu. 98 FV 8 1974

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.