Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1976, Page 51

Frjáls verslun - 01.01.1976, Page 51
gjörningur að spá því, hvort um aukningu yrði að ræða eða aðeins tilfærslu milli félag- anna, sem kæmi illa við Flug- leiðir. „Þegar á heildina er litið eigum við von á svipuðum flutningum til og frá íslandi og í fyrra“, sagði Martin, „en milli Evrópu og Ameríku gerum við ráð fyrir 10% aukningu og á leiðinni Luxemborg—Chicago gæti aukningin orðið 25% en á þeirri leið er líka bætt við einni ferð“. MISJAFNLEGA MIKIÐ BÓKAÐ Misjafnlega mikið liggur fyr- ir af bókunum í flug Flugleiða næsta sumar. Frá Kaupmanna- höfn er búið að panta um helm- ing sætaframboðs en miklu minna frá Bretlandi. Ekki er enn vitað hvernig flugið frá Diisseldorf verður notað, en þegar í byrjun desember sl. voru flestar Frankfurtar-ferð- irnar bókaðar. Þá er enn ekki að marka bókanir fyrir N-Atl- antshafsleiðina, því að þær ger- ast nú með mun styttri fyrir- vara en áður og farþegar vilja halda að sér höndum í bili, því að til umræðu hefur komið að leyfa sérstakar leiguferðir milli Bandaríkjanna og Evrópu með lágum fargjöldum en ólíklegt er að þau verði samþykkt af viðkomandi yfirvöldum. Góð staða dollarans út á við og fyr- irliggjandi upplýsingar um fjölda útgefinna vegabréfa í Bandaríkjunum gefa mönnum þó vonir um að Bandaríkja- menn muni ferðast mikið á ár- inu og gæti aukningin í fei’ða- lögum þeirra orðið einhvers staðar á bilinu 5—-14% sam- kvæmt bráðabirgðaspámbanda- rískra ferðamálasérfræðinga. 60—65 LEIGUFLUG TIL SÓLARLANDA Það eru aðallega erlendar ferðaskrifstofur, sem hafa bók- að sæti fyrir farþega sína. Einn- ig eru ákveðnar allmargar leiguferðir til íslands fyrir er- lendar ferðaskrifstofur, t.d. ein- ar 10 fyrir American Express. Lítið hefur enn verið bókað í áætlunarflugið frá íslandi en viðræður hafa staðið yfir milli Flugleiða og ferðaskrifstofanna Úrvals og Útsýnar um leigu- flug í sumar og verða þær ferðir sennilega milli 60 og 65, til sólarlanda og Norðurland- anna. Er það nokkru meiri ferðafjöldi en í fyrrasumar. í MÖRG HORN AÐ LÍTA í samtalinu við Martin Pet- ersen var vikið að brottfarar- tímum héðan af íslandi í áætl- unarflugi Flugleiða, en mörg- um þykir fullsnemma farið af stað þannig að af því hljótist bein óþægindi. Af þessu tilefni tók Martin fram, að margs væri að gæta við gerð áætlunar, svo sem nýt- ingar flugvéla, heppilegra komutíma erlendis miðað við framhaldsflug, góðra komu- tíma hingað til lands og síðast en ekki sízt þeirra tímamarka, sem flugmálayfirvöld erlendis setja. Morgunflug hefjast sam- kvæmt sumaráætlun klukkan 8.30 og 9.00. Ef ferðirnar til Kaupmannahafnar eru teknar sérstaklega til athugunar er heppilegasti komutími þar ytra milli kl. 12 og 12.30 ef farþeg- ar ætla í framhaldsflugi lengra áfram síðdegis sama dag, þegar flestar ferðir eru frá Kastrup- flugvelli. Reynslan hefur líka sýnt að frá Kaupmannahöfn er ákjósanlegast að fara aftur til íslands á tímabilinu kl. 14.00 til 15.00. Það hefur og komið í ljós, að þeir, sem fara í viðskiptaerind- um til Evrópu vilja gjarnan nýta daginn vel og geta það með þessari áætlun. Markaður- inn erlendis skiptir líka tölu- verðu máli. Þannig hefur tek- izt að fá fjölda fastra viðskipta- vina í ferðir Flugfélags íslands milli Kaupmannahafnar og Glasgow og ræður tímasetning- in áreiðanlega miklu um. Fast- ir og óbreyttir áætlunartímar árum saman hafa mikið gildi, sérstaklega af því að starfs- menn ferðaskrifstofa læra þá FLUGLEIÐIR HF smám saman að bóka í ferð- ir án fyrirhafnar við að fletta upp í flugáætlunum og leita. Þannig hefur daglegt flug Loftleiða frá Luxemborg til New York kl. 14.00 allan árs- ins hring áunnið sér fastan sess í vitund ferðaskrifstofu- fólks víða um lönd, sem selur í ferðirnar til Ameríku. AFSTAÐA FLUGVALLA- YFIRVALDA Enn eitt atriði er einnig þýð- ingarmikið í þessu sambandi, en það er afstaða yfirvalda á erlendum flugvöllum til áætl- ana, sem Flugleiðir setja upp. Flugáætlunin verður að vera tilbúin með 6—8 mánaða fyrir- vara og sumaráætlunin næsta var t.d. lögð fyrir fund í Genf Farþegaflutningur í millilandaflugi 1975 (þús.) FV 1 1976 51

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.