Frjáls verslun - 01.05.1976, Blaðsíða 38
Kjartan
Helgason
í Landsýn:
„Samstarf
við Úrval
mótast
fyrst og
fremst af
því að mjög
lítill
markaður
er fyrir
hendi hér
heima.
Nýting á
tækjunum
verður
betri, sam-
keppni
minnkar,
en er samt
ekki
útilokuð."
Popular Travel Organizations,
sem er samband norrænna
ferðaskrifstofa í eigu verka-
manna og samvinnuhreyfinga
og erum að verða ársgamlir í
þeim efnum. Svo erum við
einnig í alþjóðasamtökum sem
nefnast IFTO (International
Federation of Travel Org.). í
þeim eru tuttugu þjóðir og
gerðumst við þátttakendur þar
s.l. haust, þannig að vera okkar
í þeim samtökum og reynsla af
þeim er náttúrulega takmörkuð.
En ætlunin er að tengjast þess-
um samtökum á sem beztan
máta og njóta góðs af því sam-
starfi og jafnframt vera veit-
endur í því.
Ég er nú á förum á ráðstefnu
hjá samtökunum sem haldin er
í annað skipti og vonast til þess
að hafa af henni mikinn árang-
ur, kynna ísland og útvega ís-
lendingum hagkvæmari kjör í
þessum löndum.
Við hyggjum gott til sam-
starfs við aðila í alþjóðasam-
bandinu. Þeir eru að byggja or-
lofsbúðir og njótum við einnig
góðs af því, sérstaklega í Dan-
mörku og sumum hinna Norð-
urlandanna. Við vonumst til
þess að fá slíka aðstoð annars-
staðar, t.d. á Möltu og ítalíu.
Mikill vilji er fyrir hendi hjá
öllum aðilum til frekara sam-
starfs til þess að betri kjör fá-
ist en þau sem eru á hinum al-
menna markaði. Margar skrif-
stofur reka viðskipti sín á
venjulegum grundvelli og þá
eru kjörin eftir því. Öll mark-
aðsverð fara eftir eðli markað-
anna. Ef menn verzla í magni
fást betri verð.
Varðandi flugið, sem er ein-
asta leiðin sem við höfum á-
samt færeysku ferjunni, þá er-
um við háðir því verði sem
Flugleiðir selja og er á mark-
aðnum. Við höfum átt góð sam-
skipti við Flugleiðir, en þeir
hafa sína annmarka eins og gef-
ur að skilja.
— Er það ætlun Alþýðuorlofs
að byggja 'upp frekari ferða-
þjónustu hér innanlands eins
og samsvarandi ferðaskrifstof-
ur á hinum Norðurlöndunum
hafa lagt áherzlu á?
— Verkalýðsfélögin hafa gert
alltof lítið af því að skipuleggja
ferðir hér innanlands. Við höf-
um þó orlofsheimili víðsvegar
um landið og höfum skipulagt
orlofsdvalir á mjög hagkvæmu
verði sem er ekki meir en kr.
7000 á viku fyrir manninn.
Eins og ég tók fram áðan, þá er
þetta allt saman frekar nýtt, en
það er auðvitað ætlun okkar að
byggja upp frekari ferðaþjónr
ustu innanlands.
— Af hverju hófst samstarf
við ferðaskrifstofuna Úrval og
hversvegna starfar Landsýn
ekki sjálfstætt?
— Við stöndum náttúrulega á
eigin fótum en samstarf við
Úrval og aðrar ferðaskrifstofur
vekur kannski nokkra athygli
út í frá. Það mótast fyrst og
fremst af því, að mjög lítill
markaður er fyrir hendi hér
heima og til þess að ná hag-
kvæmu verði er slíkt samstarf
nauðsynlegt.
Það þarf að nýta þau tæki
sem fyrir hendi eru í þjóðfélag-
inu, hvort sem þau heita hótel,
langferðabifreiðar, eða flugvél-
ar. Hlutverk ferðaskrifstofu er
að stofna til viðskipta við þessa
aðila og enginn vafi er á því, að
Flugleiðir og aðrir sem við eig-
um samskipti við, hafa áhuga á
að efla þessi viðskiptatengsi.
Með því verður nýting á tækj-
unum betri, samkeppnin minnk-
ar, en er samt ekki útilokuð.
Það sem mestu skiptir í þessu
máli er að þjóðin sjái nauðsyn
á því að nýta þau tæki sem hún
á og þetta samstarf stefnir að
því.
í öðru lagi þá er með svona
samkeyrslu hægt að koma á
fjölbreyttari ferðum heldur en
annars væri, þ.e.a.s. fara á fleiri
staði. Núna hefjast ferðir til
tveggja nýrra staða, — Land-
sýn fer til Portoroz í Júgóslavíu
og Úrval til Ibiza. Áihættan er
minni þegar aðilarnir eru tveir
saman heldur en ef þeir væru
að kljást við sama viðskiptavin-
inn sitt í hvoru lagi. Árangur-
36
FV 5 1976