Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1976, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.05.1976, Blaðsíða 43
Lax- og silungsveiði: Veiðitíminn að hefjast - 73.500 laxar veiddust á sl. ári sambandi. Þjóðgarður yrði þó aðeins opnaður í landi í ríkis- eign og við núverandi aðstæður væri ekki um landakaup að ræða vegna nýrra þjóðgarða. Af öðrum verkefnum ráðsins má svo nefna eftirlit með sex friðlýstum svæðum í óbyggð- um. Um það er höfð samvinna við samgönguráðuneytið og ferðafélögin. Markmiðið er að búa svo um hnútana að vin- sældir ferðamannastaða í ó- byggðum þýði ekki endalok þeirra. Gæzlumenn eru þar til eftirlits og komið hefur verið upp hreinlætisaðstöðu. Það er ekki ætlunin að loka þessum svæðum fyrir umferð en þó er nú svo komið á nokkrum stöð- um eins og í Landmannalaug- um og Herðubreiðarlindum að þeir þola tæpast meiri átroðn- ing en orðið er. Sagði Árni að erfitt væri að leggja hömlur á ferðir íslendinga í ein'kabílum sínum en hins vegar hefðu komið upp hugmyndir um að takmarka eitthvað sölu á ferð- um fyrir útlendinga á þessar slóðir. Annars taldi Árni, að breyta mætti ferðatilhögun fyrir þessa útlendu gesti þann- ig að í stað þess að þeysast milli fagurra staða í óbyggðum yrði meiri áherzla lögð á hægari yf- irferð og þá nær byggð. # Gönguferðir Það eru hjólför og sá varn- ingur, sem ferðalangar hafa með sér í bílum, sem reynzt hafa helzti spillingarvaldur í ó- byggðum. Því hefðu náttúru- verndarmenn og forystumenn ferðamála athugað möguleika á að skapa aukin tækifæri til gönguferða á hálendinu, því gangandi fólk veldur ekki þeirri röskun, sem hinir akandi gera. í þessu sambandi þyrfti að setja vörður eða stikur við ákveðnar gönguleiðir, gera ör- ugg kort og leiðbeiningar um þær og byggja litla skála, sem leita mætti skjóls í ef veður gerðust válynd. Minntist Árni sérstaklega á leiðina frá Þórs- mörk í Landmannalaugar, sem þannig gæti orðið skemmtileg gönguleið og líkleg til að auka áhuga almennings á göngu- ferðum sem íþrótt. Lax- og silungsveiði getur verið ákaflega skemmtileg í- þrótt, að ekki sé talað um cf maður fær einn stóran. Þessi íþrótt og þó sérstaklega lax- veiðin hefur aukist mikið und- anfarin ár, og færist það nú í vöxt að fjölskyldan fari saman, tjaldi við fallegt stöðuvatn eða á, njóti umhverfisins og reyni að veiða upp úr ánni eða vatn- inu fallegan fisk í matinn. Hákon Jóhannsson er formað- ur Landssambands stangveiði- félaga og hjá honum fékk F.V. upplýsingar um lax- og silungs- veiði í sumar. Silungsveiðitíminn hefst al- mennt 1. apríl og endar í lok september. Misjafnt verð er á veiðileyfum, en meðalverð á eina stöng á dag er um 1000 kr. í góðu vatni. Sagði Hákon, að best væri fyrir einhvern með- lim fjölskyldunnar að vera í stangveiðifélagi, en með því móti er hægt að kaupa veiði- kort á 500 kr. og gegn fram- vísun þeirra er svo hægt að kaupa lausa veiðidaga hjá stangveiðifélögum innan land- sambandsins. Heimilt er að veiða lax í 90 daga eða 3 mánuði á ári í hverri á. Laxveiðitíminn stendur yfir frá 20. maí til 20. september, eða í fjóra mánuði, þannig að vaikostir eru fyrir hendi hve- nær þessi þriggja mánaða veiði- tími hefst. Almennast er að byrja laxveiðitímann fyrst í júní og enda í byrjun septem- ber. Laxveiðileyfi eru ákaflega mismunandi eftir veiðitíma og ám, en almennt kostar veiði- leyfi á sæmilega góðum tíma í góðri á um 11—14 þúsund krón- ur á dag. Heimilt er að veiða Ætl‘ann ké að fá ‘ann? 12 tíma á dag venjulega með hvíldum um miðjan dag. Bestu veiðiárnar á landinu sl. ár miðað við stangafjölda sam- kvæmt upplýsingum Veiðimála- stofnunarinnar eru Elliðaárnar með 2071 lax, en aðrar ár sem eru miklar laxveiðiár eru: Norðurá, Grímsá, Laxá í Kjós og Laxá i Aðaldal. Laxveiði hefur aukist gífur- lega siðustu 20 árin og til gam- ans má geta þess, að árið 1950 veiddust 17 þúsund laxar hér á landi en á síðasta ári voru þeir 73.500 samkvæmt upplýsingum Veiðimálastofnunarinnar. Þessi veiðiaukning er fyrst og fremst fiskræktun: að þakka og sagði Hákon, að stangveiðifélög og stangveiðimenn hefðu haft þar forgöngu, þó hann vildi á engan hátt gera lítið úr störfum ann- arra. Nú er Stangveiðifélag Reykjavíkur með miklar fram- kvæmdir á Tungufljótssvæðinu og er nú verið að rækta þar upp fyrir lax. Einnig hafa fiskirækt- arframkvæmdir verið miklar á Lagarfljótssvæðinu á vegum Stangveiðifélags Reykjavíkur. FV 5 1976 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.