Frjáls verslun - 01.05.1976, Blaðsíða 67
SJÁVARFRÉTTIR
Hafnarsvæðið á Siglufirði er ekki nema svipur hjá sjón miðað við
athafnatíma síldaráranna. Koma loðnuveiðar í stað síldveiða við
Norðurland?
ustu vertíð var hann þó ánægð-
ur með nýtinguna. — Við vor-
um með 17% nýtingu, sem
verður að teljast mjög gott,
sagði hann. Hins vegar er þetta
kostnaðarsöm vinnsla og ég get
nefnt það sem dæmi, að olíu-
eyðslan var 50—70 tonn á sól-
arhring o’g kostnaðurinn við
olíu því um milljón á sólar-
hring.
VÉLSMIÐJA S.R.
Á vegum S.R. á Siglufirði er
rekin vélsmiðja og er hún starf-
rækt allt árið þótt loðnubræðsl-
an standi ekki lengur en áður
sagði. Vélsmiðjan sér um þjón-
ustu við byggðarlagið, og mörg
verkefna hennar eru við báta-
flotann. Flestu og stærstu verk-
efnin eru þó fyrir verksmiðjuna
sjálfa og aðrar verksmiðjur
S.R. — Þetta er eina vélsmiðjan
sem S.R. rekur, sagði Markús,
— og sér hún um margs konar
þjónustu við hinar verksmiðj-
urnar. Bæði er þar um nýsmíði
að ræða og viðgerðir. Stærstu
verkefnin núna eru endurbæt-
ur á loðnumóttökunni hjá okk-
ur, og uppsetning á sjálfvirkum
útbúnaði sem jafnar úr loðnu-
haugunum á planinu þar sem
loðnan er geymd. Frá því að
verksmiðjan var tekin í notkun
á ný 1973, en hún stóð ónotuð
frá 1968, hefur loðnunni verið
dælt upp í síur og síðan sett á
bíla sem keyra hana á planið.
Hérna eru aftur á móti löndun-
arbryggjur við verksmiðjuna.
Þar er sjálfvirkur viktunarbún-
aður, sem við ætlum að reyna
að koma í lag á ný. Þá verður
loðnunni dælt upp í viktarnar
og fer þaðan á færiböndum að
verksmiðjunni. Útbúnaðurinn
sem dreifir loðnunni á planinu
hefur verið til hérna og þarf
bara að koma honum upp.
Loðnan rennur svo illa, sér-
staklega seinni hluta vertiðar
þegar litið lýsi er orðið í henni
og þá hrúgast hún bara upp þar
sem sturtað er á planið. Þess
vegna þarf að hafa útbúnað til
að dreifa henni, því annars nýt-
ist plássið svo illa.
BÝST EKKI VIÐ SÍLDAR-
BRÆÐSLU FRAMAR
— Það er kannski happdrætti
að vera að eyða milljónum í
svona útbúnað á stað sem er út
úr og loðna kemur á með höpp-
um og glöppum, sagði Markús.
— En þetta horfir öðru vísi við
ef loðnan fer að veiðast fyrir
Norðurlandi. Ég býst ekki við
að síld verði brædd í þessari
verksmiðju framar. Ef hún fer
að veiðast hér í einhverjum
mæli verður henni aldrei mok-
að upp til bræðslu, heldur verð-
ur að nýta hana á þann hátt
sem gefur meira af sér, sagði
Markús Kristinsson að lokum.
koma nú út í hverjum
mánuði frá og með
janúarmánuði
1976.
Upplag
SJÁVARFRÉTTA
er nú á sjöunda
þúsund cintök.
Fjórfalt stærra blað en
nokkuð annað
á sviði
sjávarútvegsins.
SJÁVARFRÉTTIR
er lesið af þcim, seni
starfa við
sjávarútveginn og
taka ákvarðanir
um innkaup vöru og
þjónustu fyrir
útgcrð, fiskiðnað, skipa-
smíðastöðvar, vél-
smiðjur og aðra aðila á
sviði sjávarútvegs
og þjónustu-
greina hans.
Eflið viðskiptin við
sjávarútveginn
og kynnið vörur
og þjónustu í
SJÁVARFRÉTTUM.
SJÁVARFRÉTTIR
LAUGAVEGI 178.
SÍMAR 82300 OG 82302.
FV 5 1976
61