Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1976, Blaðsíða 59

Frjáls verslun - 01.05.1976, Blaðsíða 59
Um það leyti sem þetta viðtal var tekið vann Úlfar að því að gera bílana klára fyrir vertíðina. Hann vann sjálfur við þetta öllum stundum á bílaverkstæði með aðstoð góðra manna. ið þið ferðafólkinu og hvaða tækjakost á fyrirtækið til að hægt sé að reka þessa starf- semi? Úlfar: — Alla þá þjónustu, sem óskað er eftir. Við höfum á að skipa rútubílum með far- arstjórn, eldhúsbílum með öll- um eldhúsáhöldum sem matur í langferðum er framreiddur í. Við leggjum til tjöld, svefn- poka, vindsængur, allt sem að ferðalögum lýtur. Tjöldin eru íslenzk framleiðsla, sniðin eftir minni fyrirsögn og líka mjög vel. Fyrirtækið á líka þessi margfrægu fjallaeldhús á hjól- um, sem eru búin gaseldavélum, ísskápum og farangursgeymslu. í þessum eldhúsum er útbúnað- ur til að framreiða mat handa 100 manna hópum. FV.: — íslenzk veðrátta er rysjótt og oft verða slæm veður til að spilla ánægju af ferðalög- 'um hér innanlands. Er ekki svo um útilegur á hálendinu eins og ferðir á láglendinu? Úlfar; — Jú, það má segja að veðráttan geti verið erfið, sér- staklega ef rignir í marga daga. Annars kemur fólk ekki hingað í leit að góðu veðri. Það lendir hér oft í allskonar veðrum á þessum 13 dögum, allt frá 30° hita niður í 11 ° frost og stórhríð en hefur þess meiri ánægju eftir á, eftir því sem veðrið er fjölbreytilegra. Fólkið er búið undir svona snöggar umbreyt- ingar í veðráttunni og í kynn- ingarbæklingum fyrir ferðirnar er gerð grein fyrir klæðnaði, sem þátttakendur þurfa að hafa meðferðis. FV.: — Oft heyrast raddir umhverfisverndarsinna um að ferðamennska í óbyggðvm sé að spilla dýrmætum perlum ís- lenzkrar náttúru. Er slæm um- gengni ferðalanga á ykkar snærum alvarlegt vandamál, þannig að það þurfi beinlínis að hafa strangar gætur á fólki? Úlfar: — í mínum ferðum hefur þetta aldrei verið neitt vandamál. Farþegar mínir koma allir frá löndum, þar sem ferðamenning er á háu stigi og hafa eftirlitsmenn í óbyggðum látið í Ijós þakklæti fyrir góða umgengni ferðahópa minna. Eldhúsbílarnir koma yfirleitt tveim tímum á undan ferða- hópnum á tjaldstæði og starfs- mennirnir byrja á að hreinsa þau. Áður en hópurinn fer úr næturstað er lagað til og fólkið virðist njóta þess að vinna að slíkri tiltekt jafnvel eftir aðra. Það fyrirlítur sóðaskapinn. FV.: — Hvernig er aðstaðan á hálendinu og í byggð til að taka á móti svona ferðahópum, sem búa í tjöldum? Hvað finnst þér helzt skorta? Úlfar; — í byggð er aðstaðan víða mjög ákjósanleg. Hér í Reykjavík er stórmyndarlegt tjaldstæði, sem tveir úrvals- menn hafa haft umsjón með síð- ustu tvö eða þrjú árin og vilja þeir hvers manns vanda leysa. Þetta er til algjörrar fyrirmynd- ar hér í Reykjavík. Það er líka ágæt aðstaða í Skaftafelli, Hornafirði, Egilsstöðum og Húsavík og reyndar víðar, þar sem við tjöldum í byggð. Að- staðan á hálendinu hefur batn- að, en betur má ef duga skal og er það þá helst hreinlætisað- staðan sem skortir, betri tjald- stæði og víðar, og jafnvel fleiri fjallaskálar. Hins vegar vilja farþegar að sumu leyti hafa að- stæðurnar ólíkar því, sem þeir eiga að venjast, jafnvel nokkuð frumstæðar. FV.: — Gerast einhver ævin- týr í svona ferðum eða lenda menn kannski í hrakningum sem eru frásagnar virði? Úlfar: — Ævintýr gerast sjálfsagt mörg, en hrakningum höfum við aldrei lent í. Tækin eru sterkbyggð og útbúnaður allur miðaður við, að geta mætt hvaða vanda, sem að steðjar og valinn maður er í hverju rúmi. FV.: — Hvað átt þú von á mörgum útlendingum í sumar og hvað skila svona fyrirtæki eins og Ferðaskrifstofa Úlfars Jacobsen þjóðarhúinu í gjald- eyristekjur? Úlfar: — Þetta er nú stóra spurningin, sem aldrei er hægt að svara. Á síðastliðnu sumri var farþegafjöldinn milli 1200 og 1300. en mér sýnist hann verða minni í ár. Virðist kostn- aður við að komast til landsins orðinn það hár að það dragi úr komu ferðamanna hingað. Bein- ar gjaldeyristekjur ferðaskrif- stofunnar munu hafa verið milli 50-60 milljónir síðastliðið sum- ar og er þá ekki tekið með hvaf farþeginn greiðir fyrir flug tii landsins og ekki heldur hvað hann eyðir sjálfur á meða^ hann dvelst hér. FV 5 1976 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.