Frjáls verslun - 01.05.1976, Blaðsíða 39
inn af þessu samstarfi hefir
gefið góða raun.
í þriðja lagi nýtum við ekki
einungis innlend tæki heldur
einnig erlend og getum þar af
leiðandi útvegað viðskiptavin-
um hagstæðari tilboð en við
myndum geta undir öðrum
kringumstæðum. í Danmörku
t.d. er mikið um það að ferða-
skrifstofur vinni saman á sömu
kornrækt, sérstaklega þó í Slo-
venija. Svo er Júgóslavía eitt
mesta vatnaland í Evrópu og
sjórinn hreinn og tær, því haf-
straumar liggja með norður-
strönd landsins og margar ár
renna til sjávar. Hann er mun
hreinni en Miðjarðarhafið.
Við höfum í fimm ár verið
með áætlunarferðir til Júgó-
slavíu og orðið varir við á-
Frá
Portoroz í
Júgóslavíu.
Þangað
munu
Landsýn
og Úrval
flytja
íslendinga
til orlofs-
dvalar í
suniar.
lönd, með tilliti til nýtingar
tækjanna og til þess að fá verð-
ið niður.
Skýrslur sýna nú að ferða-
mannastraumurinn er minni en
áður hér á íslandi, bæði út og
inn. Ferðaskrifstofurnar vinna
að þessum málum og reyna eft-
ir megni að finna lausn á þeim.
Og lausnin er meira samstarf.
Það er okkar aðal mottó.
— Af hverju er Júgóslavía
vinsælt ferðamannaland?
— í Júgóslaviu er mikil veð-
ursæld við strendur. Þar eru
löng sumur og stuttir vetur,
hagstætt veðurfar og Miðjarð-
arhafsloftslag. Við strendurnar
er ekki um stóra ferðamanna-
staði að ræða heldur marga
litla. Maturinn er mjög góður
þar í landi, því þeir hafa of-
framleiðslu í landbúnaði og
nægju manna með þetta ferða-
mannaland. Verðlag er þar
stöðugt, nær engin verðbólga og
framleiðsluhættir þeirra standa
mjög hátt og þá sérstaklega í
Slovenija.
Portoroz „Höfn rósanna“ í
Slovenija býður upp á fallegt
umhverfi og gróðursæld eins og
nafnið ber með sér, góða sand-
strönd og heitan sjó. Svo hafa
ibúar Slovenija gert myndar-
legt átak í ferðamálum, m.a.
hafa þeir byggt upp fjölda hót-
ela og búið sig undir það að
geta tekið á móti ferðamönnum
á skipulagðan hátt og það er
ekki síst þessvegna að við völd-
um Slovenija. Svo er Slovenija
meira tengd V-Evrópu og bilið
milli okkar og þeirra minna
hvað snertir lifnaðarhætti og
menningu en hinna ríkjanna,
sem mynda Júgóslavíuríki. Síð-
ast en ekki síst tekur það
nokkru skemmri tíma að fljúga
til Lubljana, sem er höfuðborg
Slovenija, en til Mallorca.
— Hvers konar hótel og sýn-
ingarferðir býður Landsýn upp
á í Slovenija?
— Við bjóðum Grand Palace,
sem er A-klassa hótel með öll-
um kostum sem geta prýtt gott
hótel og svo erum við með tvö
hótel sem eru systubhótel Grand
Palais en eru meiri svefnhótel,
þ.e.a.s. miðdegis- og kvöldverð-
ur er ekki á boðstólum. Þau eru
þó rekin á svipuðum grund-
velli og Grand Palais og við-
skiptavinir njóta allrar sömu
fyrirgreiðslu og á A-klassa hót-
eli.
Skoðunarferðir eru bæði á sjó
og landi. Við skiptum við stórt
fyrirtæki sem heitir SAP Tour-
bus og starfar í mörgum deild-
um. T.d. rekur það bílaleigu og
eiga því gestir okkar kost á
að taka bíl á leigu og aka um
nágrennið, eða taka þátt í
skipulögðum skoðunarferðum
undir leiðsögn þriggja starfs-
manna okkar, en þeir eru
Helena Dejac, sem hefir starfað
í fimmtán ár við ferðaskrif-
stofu og er öllum hnútum kunn-
ug, Vilhjálmur Ingi Árnason,
menntaskólakennari eiginmað-
ur Helenu, svo og Sigrún
Sveinsdóttir sem hefur búið í
Lubljana í tólf ár og er gagn-
kunnug staðháttum.
Umfram þetta höfum við á
prjónunum að skipuleggja skoð-
unarferðir til FeneyjaogTrieste
einnig til Postojna sem er fræg
fyrir Adelsberg hellana, sem
eru meðal stærstu og falleg-
ustu í Evrópu, svo og til Lipica
sem liggur við landamæri ítalíu
og Júgóslavíu og er fræg fyrir
hrossarækt. þar að auki verða
hringferðir um Instriaskagahn
Pula, Prec og Patia á boðstól-
um.
Þá getur Portoroz einnig boð-
ið upp á leirböð, nudd og ljós
og mætti ætla að þeir sem fara
í Júgóslavíuferð komi 'heim
hressir og endurnærðir, ságði
Kjartan Helgason að lokum.
FV 5 1976
37