Frjáls verslun - 01.05.1976, Blaðsíða 27
vatnsorkuverum og orkan seld
verksmiðjunum á sama verði
og hún var boðin til Union
Carbide. Það er hætt við að
þær niðurstöður gæfu töluvert
frábrugðna mynd af arðsemi
virkjana en nú er haldið að
þjóðinni.
Það sem hugsandi menn hafa
einkum haft á móti stóriðju á
borð við málmblendiverk-
smiðju er einmitt þessi vafa-
sama gefna forsenda, að hún
verði löðuð hingað með gylli-
boðum um ódýra orku, sem
ekki er fyrir hendi nema nið-
urgreidd af þrautpíndum skatt-
borgurum þessa lands. Við höf-
um enga ódýra orku upp á að
bjóða, og það or ógeðfelld póli-
tík þegar stóriðja á að rísa
með því að láta heimilin í
landinu greiða niður rándýra
orku, svo hægt sé að gefa hana
erlendum spekúlöntum.
"'T
Stóriðja gæti tvímælalaust
orðið stoð og stytta í því ein-
hæfa atvinnulífi, sem nú virð-
ist ætla að verða hengingaról
þjóðarinnar. Það er hins vegar
hreint glapræði að ætla að
setja upp stóriðju og reka hana
á meðgjöf. Ef hún getur ekki
greitt það verð sem henni ber
þá er einfaldlega ekki um
neinn rekstursgrundvöll að
ræða og hún getur aldrei orð-
ið annað en baggi á þjóðinni.
Maður skyldi ætla að þetta
væri nú öllum Ijóst eftir þær
umræður sem undanfarið hafa
staðið um íslenskan landbún-
að, þar sem virðisaukinn er
svo lítill, að réttmæti þessa at-
vinnuvegar í núverandi mynd
orkar beinlínis tvímælis.
Ef þannig væri að stóriðju-
málum staðið, að erlendum
fjármagnsaðilum væri sjálfum
gert að kosta þær virkjanir
sem nauðsynlegar reyndust fyr-
ir stóriðjurekstur þeirra, en
ríkið eignaðist þær virkjanir
svo smám saman með árunum,
þá fyrst kæmi í ljós hvað
„ódýr“ íslensk orka er í raun
oe veru. Rísi einhver stóriðja
á þeirri forsendu er ekki loku
fyrir það skotið að hún reynd-
ist þjóðhagslega hagkvæm.
# Alíslenzlt stóriðja
framtíðarinnar
Ég er þeirrar skoðunar að
sú stóriðja sem okkur er hag-
kvæmust og um leið viðráðan-
leg án erlendrar eignaríhlut-
unar sé stórfelld ræktun nytja-
fiska. Viða á íslandi svo sem
á Vestfjörðum eru svo stór-
kostlega hagkvæm skilyrði frá
náttúrunnar hendi til þess að
stunda sjávarbúskap, að ekk-
ert er þvi til fyrirstöðu að við
gætum á nokkrum áratugum
orðið ein ríkasta þjóð veraldar,
ef einungis fyndust eftir í land-
inu svo sem 10—20 einstakl-
ingar, sem þyrðu að hugsa í
stærri einingum en kerfið
skammtar nú á tímum.
í erlendum blöðum má lesa
að lax og silungur sé nú næst-
um horfinn úr ám víðast hvar í
Evrópu vegna mengunar, og
veiði í ám og vötnum í Noregi
og Svíþjóð fari minnkandi með
hverju ári. Á Íslandi eru enn
algjörlega ómenguð svæði þar
sem jarðvarmi og sjávarföll
skapa ákjósanlegustu skilyrði
til fiskiræktar og sjávarbúskap-
ar í stórum stíl.
9 Hlutverk íslands í
fæðuöflun veraldar
FAO og UNESCO hafa gefið
út rit þar sem gerð er grein
fyrir þýðingu sjávarbúskapar í
framtíðarfæðuöflun veraldar.
Því er spáð að fólksfjöldi á
jörðinni muni aukast svo ört
að hann hafi tvöfaldast árið
2000. Núverandi magn fiskjar
sem unnið er í heiminum er
árlega um 75 milljón tonn. Sér-
fræðingar FAO áætla að strax
árið 1985 verði þörf heimsins
fyrir fiskmeti orðin 100 milljón
tonn, og þar sem sýnt þykir að
það magn verði ekki veitt á út-
höfum vegna þverrandi fisk-
stofna og verndaraðgerða, sé
sjávarbúskapur ein af fáum
leiðum sem mannkynið á völ
á til að komast hjá alvarlegri
hungursneyð í stórum hlutum
heimsins.
Á næstkomandi áratugum
mun fæðubúskapur taka stökk-
breytingum í veröldinni og
fæðutegundir svo sem vatna-
fiskur mun hækka gífurlega í
verði á heimsmarkaði. Nú þeg-
ar eru ræktuð um 5 milljón
tonn af fiski árlega aðallega í
Asíu, og þar af eru um 3,7
milljón tonn ferskvatnsfiskur.
Má benda á að verðmæti þess
fisks sem ræktaður er t.d. á
Filipseyjum var 500 þúsund
dollarar árið 1950 en er nú 21
milljón dollarar á ári og fá
filipseyingar um 400 kg af
fiski af hverjum hektara á ári.
# IJtilokum
mengunariðju
Við eigum að stefna að því
af miskunnarlausri hörku, að
útiloka alla mengunariðju frá
Islandi og beita okkur af al-
efli fyrir því að fyrirbyggja
hugsanlega mengun, sem hlot-
ist gæti af meðferð efna og
sorps í landinu.
Takist okkur að halda þessu
landi hreinu þá þurfum við
ekki að kvíða framtíðinni, þótt
efnahagur þjóðarinnar sé í rúst
þessa stundina. Fyrst af öllu
þurfum við að hreinsa til í
stjórnarkerfi landsins, losa
okkur við alþingismenn, sem
hvorki hafa ábyrgðartilfinn-
ingu eða nægilega greind til
þess að fara með umboð kjós-
enda, sem sagt u. þ. b. 30 nýja
þingmenn.
Síðan ætti að stefna mark-
visst að því að byggja upp
stórfellda fiskirækt, og þar er
óhætt að mæla fjárfestingu í
milljörðum, því arðsemin er
meiri en af nokkrum þeim
iðnaði sem nú nefnist iðnaðar-
tækifæri og er úthlutað sem
hreppsómögum af ríkinu, Með
sjávarbúskap verður fjárhags-
leg afkoma tryggð og sá iðnað-
ur gæti orðið undirstaða efna-
hags og framfara á fslandi —-
íslensk stóriðja, sú eina sem
ekki mengar umhverfi sitt.
Þetta er sú „orkumynd“ sem
reynast mun ódýrust þegar
fram líða stundir.
FV 5 1976
25