Frjáls verslun - 01.05.1976, Blaðsíða 77
Fyrirtaeki, íramlciðsla
Ljosmyndaþjónustan sf.:
Býður Colour Arl Photo - lit-
myndir í samstarfi við erlend
Ijósmyndafyrirtæki
Rætt við IVlats Wibe Lund, Ijósmyndara
Mats Wibe Lund hefur víða farið í sambandi við Ijósmyndatökur
sínar. Flugvélina hefur hann óspart notað til að fljúga um landið
þvert og endilangt að afla mynda fyrir Ljósmyndaþjónustuna.
— Við megum ekki gleyrna
að besta trygging fyrir góða út-
komu mynda er að verkefnið
sé áætlað á hæfilegum tíma. Ef
verkefni er þrýst í gegn á met-
tíma, gefst sjaldan tækifæri til
natni og dekurs, sem skilur
góðu myndirnar frá hinum
venjulegu. Ekki má skilja þetta
svo, að við séum lengur að en
þörf krefur. Afgreiðslutíminn
verður að standa, það er mikil-
vægt markmið í nútíma við-
skiptum.
Þetta voru upphafsorð Mats
Wibe Lund, ljósmyndara í við-
tali við F.V. en fyrirtæki hans
Ljósmyndaþjónustan sf. er 10
ára um þessar mundir. Hjá
Ljósmyndaþjónustunni starfa
auk Mats þau Ingimundur
Magnússon, Guðmundur Pét-
ursson og Arndís Ellertsdóttir.
— Hvaða ástæð'ur lágu að
baki því að þú fluttist til ís-
lands frá Noregi og hófst störf
hér?
— Við fyrstu komu mína
hingað árið 1954 tók ég þegar
miklu ástfóstri við land og þjóð.
Á næstu 12 árum kom ég hing-
að til lengri eða skemmri dval-
ar u.þ.b. 25 sinnum. Starfaði ég
þá að ljósmyndun, aðallega fyr-
ir erlenda aðila.
Að lokum voru verkefni mín
á íslandi orðin svo yfirgrips-
mikil, að það kom ekki annað
til greina en að flytja hingað
fyrir fullt og allt. Þannig gat
ég veitt fullkomna þjónustu frá
íslandi allt árið um kring.
— Hvernig var að hefja
rekstur hér á landi?
— Þar sem að ég átti marga
góða vini og góð sambönd hér
tókst allt með prýði. Ég hef
aldrei séð eftir því að hafa
flutst búferlum til íslands, jafn-
vel þó að óstöðugt veðurfar
spilli og seinki æði mörgum
ljósmyndaverkefnum.
— Hvers konar þjónustu veit-
ir fyrirtækið?
— í studiomyndatökum og
einnig úti við, bjóðum við hinar
vönduðu Colour Art Photo lit-
myndir. Ljósmyndaþjónustan
er með í alþjóðlegu samstarfi á
þessu sviði og ljósmyndarar
okkar njóta stöðugrar fræðslu
og taka þátt í námskeiðum er-
lendis til þess að við getum
alltaf verið með eitthvað nýtt.
Á sviði alhliða ljósmynda-
þjónustu er starf okkar fyrst og
fremst fólgið í auglýsinga-
FV 5 1976
71