Frjáls verslun - 01.05.1976, Blaðsíða 57
hitti ég af tilviljun vin minn
Helga Filippusson og frú, sem
ég þekkti úr sviffluginu. Þau
ætluðu að keyra í eigin bíl til
Hamborgar og buðu mér að
verða samferða. Var nú mikið
rætt um ferðamál og hver á-
setningur minn væri, sem sagt
að afla mér sambanda við er-
lendar ferðaskrifstofur.
Þá var það að Helgi býður
mér að kynna mig fyrir einum
mesta ferðamálafrömuði í Ham-
borg, sem var Waldemar Fast.
Farið var til fundar við hann og
tók hann við þvi, sem ég hafði
að bjóða, sem voru þrjár skipu-
lagðar hálendisferðir næsta
sumar á eftir. Hann lofaði að
senda mér 5 farþega en þeir
urðu óvart 14 þetta fyrsta sum-
ar.
Seinna kom Waldemar Fast
mér svo inn í mikla samsteypu
ferðaskrifstofa í Þýzkalandi
sem síðan hafa verið mínir
stærstu viðskiptavinir.
Ég heimsótti líka söluskrif-
stofur flugfélaganna bæði í
Hamborg og London í þessari
ferð og gréiddu umboðsmenn
þeirra götu mína bæði þá og
alla tíð síðan og á ég þar marga
vini, sem alltaf taka vel á móti
mér þegar ég heimsæki þá á
ferðum mínum erlendis og veita
mér stuðning við öflun nýrra
sambanda.
FV.: — Hvaðan koma við-
skiptavinirnir aðallega?
Úlfar: — Viðskiptavinir mín-
ir koma aðallega frá Þýzka-
landi. Næst stærsti hópurinn
eru Hollendingar. í Hollandi á
ég góðan vin, sem rekur ferða-
skrifstofuna Scanialux og í
fyrra sendi hann mér t.d yfir
200 farþega. Á eftir Hollendin?-
unum koma svo Norðurlandabú-
ar. Frakkar og Svisslendinear.
Annars kemur fólkið alls staðar
að og í sumum ferðunum hef
ég verið með farþega af níu
þióðernum saman.
Fyrir milligöngu Jóhanns
Sigurðssonar, forstjóra Flugfé-
lags íslands í London og Bob
Miller, sem starfar með honum,
komst ég á sínum tíma í sam-
band við Ramblers Association
og upp úr því urðu til tvær til
þrjár 20 manna ferðir fyrir
þeirra félagsmenn á hverju ári.
Þetta voru enskir göngugarpar
og má segja að þeir hafi verið
kjarninn í útlendingahópunum,
sem ég byrjaði að flytja. Þessi
samskipti við Ramblers gengu
ágætlega þar til þorskastríðið
slkal á 1973. Þá töldu Ramblers-
menn ekki óhætt að senda fé-
lagsmenn sína hingað til lands.
Síðan hefur mér ekki tekizt
að byggja upp neinn teljandi
markað í Bretlandi.
FV.: — Hvað vinna margir á
þínum vegum hér innanlands?
Úlfar: — Um háannatímann
vinna á mínum vegum milli 40
—50 manns, en allt árið um
kring eru á skrifstofu 5 manns
og á bílaverkstæði tveir.
FV.: — Eru bessar ferðir svo
dýrar að íslendingar hafi ekki
efni á að ferðast með þér?
Úlfar: — Nei, ég held að ferð-
irnar séu ekki svo dýrar en aft-
ur á móti tel ég að íslendingar
séu bara svo vel búnir farar-
tækjum sjálfir, að þeir kjósi að
ferðast upp á eigin spýtur, ó-
háðir öðrum og viiji sem minnst
hafa af útlendingum að segja á
ferðalögum sínum.
FV.: — Hvernig er ferðaáætl-
un yfirleitt á þess'um ferðum?
Úlfar: — Ég er með þrenns-
konar skipulagðar hópferðir,
um byggð og óbyggðir, 12 daga
hringferðir um landið og tvenns
konar 13 daga ferðir sem ég
nefni „Highland-Safari“ og
„South-East Safari“. Spanna
þessar ferðir alla helztu ferða-
mannastaði í byggð og óbyggð
og er samtals 21 ferð yfir sum-
arið. ,,Highland-Safari“ fer í
Þórsmörk, Landmannalaugar,
Sprengisand til Húsavíkur, það-
an suður til Mývatns og Öskju
og svo til Akureyrar og þaðan
suður Kjöl. Eins og nafnið bend-
ir til fer „South East-Safari“
um SA-horn landsins.
FV.: — Hvaða þjónustu veit-
ULFAR JAC0BSEN
1976
Úr kynningarbæklingi yfir ferðir Úlfars Jacobsen. Bíllinn öslar
yfir fljótið og ferðalangar slaka á í Landmannalaugum.
FV 5 1976
51