Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1976, Síða 57

Frjáls verslun - 01.05.1976, Síða 57
hitti ég af tilviljun vin minn Helga Filippusson og frú, sem ég þekkti úr sviffluginu. Þau ætluðu að keyra í eigin bíl til Hamborgar og buðu mér að verða samferða. Var nú mikið rætt um ferðamál og hver á- setningur minn væri, sem sagt að afla mér sambanda við er- lendar ferðaskrifstofur. Þá var það að Helgi býður mér að kynna mig fyrir einum mesta ferðamálafrömuði í Ham- borg, sem var Waldemar Fast. Farið var til fundar við hann og tók hann við þvi, sem ég hafði að bjóða, sem voru þrjár skipu- lagðar hálendisferðir næsta sumar á eftir. Hann lofaði að senda mér 5 farþega en þeir urðu óvart 14 þetta fyrsta sum- ar. Seinna kom Waldemar Fast mér svo inn í mikla samsteypu ferðaskrifstofa í Þýzkalandi sem síðan hafa verið mínir stærstu viðskiptavinir. Ég heimsótti líka söluskrif- stofur flugfélaganna bæði í Hamborg og London í þessari ferð og gréiddu umboðsmenn þeirra götu mína bæði þá og alla tíð síðan og á ég þar marga vini, sem alltaf taka vel á móti mér þegar ég heimsæki þá á ferðum mínum erlendis og veita mér stuðning við öflun nýrra sambanda. FV.: — Hvaðan koma við- skiptavinirnir aðallega? Úlfar: — Viðskiptavinir mín- ir koma aðallega frá Þýzka- landi. Næst stærsti hópurinn eru Hollendingar. í Hollandi á ég góðan vin, sem rekur ferða- skrifstofuna Scanialux og í fyrra sendi hann mér t.d yfir 200 farþega. Á eftir Hollendin?- unum koma svo Norðurlandabú- ar. Frakkar og Svisslendinear. Annars kemur fólkið alls staðar að og í sumum ferðunum hef ég verið með farþega af níu þióðernum saman. Fyrir milligöngu Jóhanns Sigurðssonar, forstjóra Flugfé- lags íslands í London og Bob Miller, sem starfar með honum, komst ég á sínum tíma í sam- band við Ramblers Association og upp úr því urðu til tvær til þrjár 20 manna ferðir fyrir þeirra félagsmenn á hverju ári. Þetta voru enskir göngugarpar og má segja að þeir hafi verið kjarninn í útlendingahópunum, sem ég byrjaði að flytja. Þessi samskipti við Ramblers gengu ágætlega þar til þorskastríðið slkal á 1973. Þá töldu Ramblers- menn ekki óhætt að senda fé- lagsmenn sína hingað til lands. Síðan hefur mér ekki tekizt að byggja upp neinn teljandi markað í Bretlandi. FV.: — Hvað vinna margir á þínum vegum hér innanlands? Úlfar: — Um háannatímann vinna á mínum vegum milli 40 —50 manns, en allt árið um kring eru á skrifstofu 5 manns og á bílaverkstæði tveir. FV.: — Eru bessar ferðir svo dýrar að íslendingar hafi ekki efni á að ferðast með þér? Úlfar: — Nei, ég held að ferð- irnar séu ekki svo dýrar en aft- ur á móti tel ég að íslendingar séu bara svo vel búnir farar- tækjum sjálfir, að þeir kjósi að ferðast upp á eigin spýtur, ó- háðir öðrum og viiji sem minnst hafa af útlendingum að segja á ferðalögum sínum. FV.: — Hvernig er ferðaáætl- un yfirleitt á þess'um ferðum? Úlfar: — Ég er með þrenns- konar skipulagðar hópferðir, um byggð og óbyggðir, 12 daga hringferðir um landið og tvenns konar 13 daga ferðir sem ég nefni „Highland-Safari“ og „South-East Safari“. Spanna þessar ferðir alla helztu ferða- mannastaði í byggð og óbyggð og er samtals 21 ferð yfir sum- arið. ,,Highland-Safari“ fer í Þórsmörk, Landmannalaugar, Sprengisand til Húsavíkur, það- an suður til Mývatns og Öskju og svo til Akureyrar og þaðan suður Kjöl. Eins og nafnið bend- ir til fer „South East-Safari“ um SA-horn landsins. FV.: — Hvaða þjónustu veit- ULFAR JAC0BSEN 1976 Úr kynningarbæklingi yfir ferðir Úlfars Jacobsen. Bíllinn öslar yfir fljótið og ferðalangar slaka á í Landmannalaugum. FV 5 1976 51
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.