Frjáls verslun - 01.11.1976, Page 11
Mörgum Alþýðubanda-
lagsmannin'um finnst
frami þeirra Olafs Ragn-
ars Grímssonar og Bald-
urs Óskarssonar vera
skjótur í flokknum þar
sem þeir voru þegar við
inngöngu í bandalagið
kosnir í miðstjórn þess.
En komrnar viðurkenna,
að hentistefna hafi oft áð-
ur ráðið skipan manna í
helztu áhrifastöður í
flokknum og á framboðs-
lista hans. Þannig er nú
reiknað með því að Ólaf-
ur Ragnar skili handalag-
inu einhverju af fylgis-
mönnum austur á fjörð-
um og þær vonir eru
b'undnar við Baldur, að
hans vegur fari vaxandi á
komandi tíð innan verka-
lýðshreyfingarinnar. Þeir,
sem bezt þekkja til í Al-
þýðubandalaginu segja,
að Ólafur Ragnar verði
sennilega felldur út úr
miðstjórninni næst þegar
kosið verður en Baldur sé
fastari í sessi þar. Hann
mun ætla sér stóra hluti í
Verzlunarmannaf élagi
Reykjavíkur og hver veit
nema hann gefi kost á sér
til formanns.
Markaður fyrir íslenzk-
ar ullarvörur er mjög
vaxandi og sjá útflutn-
ingsaðilar fram á veru-
lega söluaukningu á
næsta ári. Markaðurinn
skiptist þannig, að í
Baindaríkjunum er það
fyrirtækið Hilda hf., sem
mest selur af íslenzka ull-
arfatnaðinum, á V-Evr-
ópu markaði hefur Ála-
foss stærsta hlutdeild en
Sambandið selur mest til
A-Evrópu. Til marks um
bjartsýnisspár um sölu-
aukningu má nefna, að
eitt fyrirtækið, sem hef-
ur selt fyrir um 250 millj.
á þessu ári býst við 500
milljón króna sölu á því
næsta.
Bifreiðastöð íslands
hefur að undanförnu ver-
ið að búa sig undir sam-
keppni við íslenzkar
ferðaskrifstofur með því
að hjóða erlendum ferða-
þjónustufyrirtækjum
flutninga á erlendum
ferðamönnum hér innan-
lands. Hafa fulltrúar fyr-
irtækisins haft samband
við allmarga aðila í Evr-
ópu um þessi mál. Þá hef-
'ur spurzt, að BSÍ ætli
næsta sumar að hafa á
boðstólum kynnisferðir
um Reykjavík og ná-
grenni og hefja þar með
samkeppni við fyrirtækið
Kynnisferðir, sem er í
eigu Flugleiða og ferða-
skrifstofanna.
Forráðamenn vöru-
flutningafélagsins Cargo-
lux, sem Flugleiðir eru
aðili að, hafa af því
inokkrar áhyggjur, að
þýzka flugfélagið Luft-
hansa hyggst setja á
stofn dótturfyrirtæki, sem
á að annast vöruflutninga.
Hinu nýja féagi mun ætl-
að að hasla sér völl í
flutningum milli fjar-
lægari Austurlanda og
Evrópu en á þeim hefur
rekstur Cargolux fyrst og
fremst byggzt. Þessi á-
form leggjast þungt í
Cargoluxmenn ekki sízt
fyrir það, að um 65%
allra flutninga félagsins
á áðurnefndri leið eru
með ákvörðunarstað í
Þýzkalandi.
Cargol'ux mun leigja
eina af þotum sínum til
farþegaflutninga á vegum
Flugleiða næsta sumar og
lána með þeim allmarga
flugliða, sem búsettir eru
í Luxemburg. Allar horf-
ur eru á góðum árangri
Flugleiða við uppbygg-
ingu nýrra markaða.
Þannig hefur pílagríma-
flugið milli Nfgeríu og
Arabí'u gengið vel og
einnig eru talsverðar von-
ir hundnar við væntan-
legt áætlunarflug til Ba-
hrain við Persaflóa. Flug-
félag í Hong Kong, sem
undirbýður hin alþjóð-
legu IATA-fargjöId, ætl-
ar að haga áætlun sinni
til Bahrain þannig, að far-
þegar geti farið beint úr
Loftleiðavél áfram til
Austur-Asíu og Ástralíu
eða öfugt.
Það mun hafa vakið at-
hygli og umtal ekki sízt
innan veggja Alþingis að
einn skeleggasti bindind-
isfrömuður landsins,
Steinar Guðmundsson,
birti nýlega í blaði sínu
Snepli áskorun til þing-
manna og annarra framá-
manna í þjóðfélaginu um
að þeir tækju höndum
saman í baráttunni gegn
áfengisbölinu. f grein
sinni gat Steinar þess að
han.n byggist við sérstak-
lega góðum undirtektum
og liðsinni frá „alkóhól-
istunum á Alþingi“.
FV 11 1976
9