Frjáls verslun - 01.11.1976, Blaðsíða 14
4
H/lilliþinganefnd Alþingis:
Fallið verði frá hugmynd um
verðjöfnun vöruflutninga
Milliþinganefnd um verðjöfnun vöruflutninga hefur nú skilað tillögum og álitsgjörð til Alþingis,
en, samkvæmt þingsályktun Alþingis í apríl 1973 var ákveðið að skipa þessa nefnd og fela henni m.a.
að kanna þátt flutningskostnaðar í mismunandi vöruverði í iandinu, skila áliti um hvort tiltækt væri
að jafna kostnað við vöruflutninga með stofnun og starfrækslu verðjöfnunarsjóðs og gera tillögur
um bætt skipulag vöruflutninga á sjó og landi og í lofti.
Tillögur sem nefndin hefur
látið frá sér fara, eru eftirfar-
andi:
1. Fallið verði frá hugmynd um
verðjöfnun allra vöruflutn-
inga með stofnun sérstaks
verðjöfnunarsjóðs.
2. Skattkerfinu verði breytt í
því skyni að jafna aðstöðu-
mun mismunandi fram-
færslukostnaðar. Hagstof-
unni verði jafnframt falið að
gera könnun á framfærslu-
kostnaði á mismunandi stöð-
um á landinu.
3. Framkvæmdastofnun ríkis-
ins verði falið:
a. að gera áætlun um að-
gerðir, þ.á,m. með styrk-
veitingum, til að tryggja
viðunandi verslunarþjón-
ustu í dreifbýli og flutn-
ingaþjónustu út frá versl-
unarmiðstöðvum sem
þjóna viðkomandi byggð-
arlögum;
b. að kanna möguleika á
endurskipulagningu sam-
gangna til einstakra
svæða í því skyni að ná
sem ódýrastri tilhögun
flutninga fyrir samfélagið
í heild, með opinberum
styrkjum ef til þarf. End-
Áhrif flutningskostnaðar á vöruverð svara til þess að framfærslu-
kostnaður sé 0,5-1% meiri í dreifbýli en í Reykjavík. Á Vestfjörð-
wm yrðu samsvarandi áhrif 0,7-1,7%, á Norðurlandi 0,8-1,6%, á
Austurlandi u. þ. b. 1-1,8% og á Suðurlandi og Vesturlandi á bil-
inu 0,5-1%. Athugun þessi miðaðist við flutning með bílum, en
á Vestfjörðum og Austfjörðum er verulegur hluti vöruflutninga
með skipium og flugvélum, en fullyrða má þó að umrædd áhrif
séu á umræddu bili.
urskoðaðar verði reglur
um styrki til flóabáta,
m.a. með almenna sam-
ræmingu á flutningastarf-
semi í huga.
4. Þjónusta Skipaútgerðar rík-
isins verði stórbætt og þann-
. ig stuðlað að lækkun flutn-
ingskostnaðar.
a. Komið verði upp aðstöðu
12
FV 11 1976