Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1976, Qupperneq 17

Frjáls verslun - 01.11.1976, Qupperneq 17
byggingu. Umhverfið í mið- bænum breytist þó hratt þessa dagana, t.d. er búið að taka í notkun félagsmiðstöð á vegum bæjarins að Hamraborg 1, og ennfremur verzlanir og þjón- ustufyrirtæki. Þá er verið að innrétta heilsugæzlustöð, Út- vegsbankinn er kominn í eigið húsnæði og stór kjörbúð tekur til starfa um áramótin. Þá er búið að taka hluta af bílastæð- unum í notkun t.d. 300 lokuð stæði. Þá er Öryrkjabandalagið að byggja yfir starfsemi sína m.a. 4 íbúðir og ég held að miðbæjarkjarninn muni mótast að mestu á næstu tveimur ár- unum. í næsta áfanga miðbæjar- kjarnans er meðal annars gert ráð fyrir menntaskólabyggingu og menningarstarfsemi verður þar meiri en í þeim áfanga, sem nú er í byggingu, t.d. leikhús o.fl. — Nú hefur fjöldi iðnfyrir- tækja byggt yfir sig í norðan- verð'um Kónavogshálsinum. Er úthlutun Ióða þar að fullu lok- ið? — Með makaskintum við Reykjavíkurborg eignuðumst við 30 hektara land á þessu svæði og var það skipulagt sem iðnaðarsvæði. Búið er að út- hluta öllum lóðunum og fram- kvæmdir alls staðar hafnar, og heildargólfrými þeirra fyrir- tækja, sem byggja þarna er um 120 þúsund fermetrar. Nú þeg- ar hafa nokkur stór fyrirtæki tekið húsnæði sitt í notkun eins og t.d. Víðir og Skeifan. — Atvinnustarfsemi í Kópa- vogi hefur vaxið ákaflega mik- ið undanfarin ár og með til- komu nýja iðnaðarhverfisins fer að styttast í að Kópavogur verði svipaður og Hafnarfjörð- ur þannig að atvinnutækifæri verði næg. Nú er verið að gera úttekt á því hve margir Kópa- vogsbúar sæki vinnu til Reykjavíkur og hve margir Reykvíkingar til Kópavogs, en það hefur aldrei verið gert áð- ur. En eitt er víst; svefnbæjar- einkenni Kópavogs hurfu fyrir nokkrum árum. — Hver er ástæðan fyrir hinni miklu ásókn í iðnaðar- lóðirnar? — Iðnaðarsvæðið liggur mjög vel við öllum samgöng- um, ekki síst þegar lokið verð- ur við lagningu Reykjanes- brautarinnar. Þá er stórt og nýtt ibúðarhverfi í KÓDavogi skammt undan og Breiðholtið einnig, en þar er lítið um at- vinnutækifæri. Þá má geta þess að skammt frá iðnaðarsvæðinu á að rísa þjónustukjarni og eru fyrstu aðilarnir búnir að fá út- hlutað lcð þar. — Er enn mikil cftirspurn eflir lóðum í Kónavogi? — Eftirspurnin er enn tölu- verð og mun alltaf verða. Það sem stendur í veginum fyrir frekari úthlutunum í bili, er fyrst og fremst fjármagnsskort- ur og hins vegar erfðalegir samningar á bújörðum, sem þarf að kaupa með tilheyrandi samningum. Það er okkur held- ur ekkert sérstakt keppikefli, að þenja bæinn út á sem styst- um tíma en líka slæmt að geta ekki orðið við óskum allra um lóðir. Nú er fyrsta kynslóð inn- fæddra Kópavogsbúa að vaxa úr grasi og það er stefna bæj- aryfirvalda, að þessu fólki verði að sjá fyrir lóðum. — Hvað má búast við að íbúar Kópavogs geti orðið margir í framtíðinni? — Það er gert ráð fyrir 40— 50 þúsund manna byggð hér og þá á byggðin að ná upp í Vatns- enda og Rjúpnahæð. Kópavog- ur á líka mikið land í Lækjar- botnum, en það er ekki vitað hvort eitthvað verður byggt þar af ýmsum ástæðum t.d. vegna mengunarhættu vatns. — Hvað hafið þið hugsað ykkur um framtíð Fossvogsdals. — Ákveðið er að gera sam- eiginlega áætlun Reykjavikur og Kópavogs vegna hraðbraut- arinnar eftir dalnum sem er á skipulagi Reykjavíkur frá gam- alli tíð. Við í Kópavogi erum andvíg lagningu þessarar hraðbrautar. Við teljum að dalurinn með sínu gróðurríki og legu, bjóði upp á skemmtilega möguleika, sem útivistarsvæði. Þetta er okkar skoðun og við munum berjast fyrir henni. Og ekki síst þar sem að dalnum liggja stór íbúðahverfi á báða vegu. MÓNA BAKKAHRAUNI 1 — SÍMI 50300 qott FV 11 1976 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.