Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1976, Side 18

Frjáls verslun - 01.11.1976, Side 18
Höf uöborgarsvæðið: Hvar verður lóðum úthlutað á næsta ári? Frjáls verzlun leitaöi upplýsinga um lóðaframboð hjá sveitarfélögum Engar úthlutanir í Kópavogi Það hefur verið hefð hjá borgaryfirvöld'um í Reykjavík að úthluta Ióðum í Reykjavík í janúar ár hvert. Nýverið sendi borgarverkfræðingur í Reykja- vík frá sér áætlun um úthlutun íbúða 1977 og kemur þar fram að áætlað er að úthluta milli 506—516 íbúðum, fjölbýlishús- um, einbýlishúsum og raðhúsa- týpum. Skilyrði fyrir lóðaúthlutun í Reykjavík er m.a. 5 ára búseta í borginni, fjárforræði, að 'hafa ekki fengið úthlutað lóð undir einbýlishús í 10 ár og lóð undir annars konar íbúðir s.s. fjöl- býlishús eða raðhús í 5 ár. Einnig er það skilyrði að skatt- ar hafi verið gerðir upp. Lóða- og gatnagerðargjöld fyrir vænt- anlegar lóðaúthlutanir hafa ekki verið endanlega ákveðin. f Seljahverfi í Breiðholti verður úthlutað milli 50—60 raðhúsalóðum á svæði sem kallað hefur verið tilraunareit- ur, þar sem borgaryfirvöld setja fram ákveðnar kröfur um hámarksnýtingu og húsahæðir m.a. en tilvonandi íbúar sjá sjálfir um skipulag. Annars staðar í Seljahverfi verður út- hlutað 35 raðhúsalóðum sam- kvæmt hefðbundmum hætti og fyrirfram ákveðnu skipulagi. í Hólahverfi í Breiðholti verður mikið um úthlutanir að- allega til stjórnar verkamanna- bústaða og framkvæmdanefnd- ar byggingaráætlunar, sem á- ætlað er að fái lóð undir 30 rað- húsatvpur. Stjórn verkamanna- bústaða fær einnig úthlutað 216 íbúðum í fjölbvlishú'um. •Tafnframt verður úthlutað í Hólahverfi 29 lóðum undir ein- býlishús. f svokallaðri Mjódd í Breið- holti er áætlað að úthluta 40 -'K-'ð'-m í fjölbýlishúsum, en þar hefur jafnframt verið úthlutað lóðum undir verslunarhúsnæði. í Árbæjarhverfi verður úthlut- að 15 íbúðum í fjölbýlishúsum og á Hofsvallagötu lóðum und- ir 5 einbýlishús. Nýverið úthlutaði Reykja- vikurborg iðnaðarlóðum í feiknastórri úthlutun í Borgar- mýri, í Vatnagörðum og við Elliðavog. Ekki er endanlega ákveðið, hvenær úthlutanir á verslunarlóðum í nýja mið- bænum frara fram. Bæjarstjórn Hafnarf jarðar úthluíar lóðum þar í hæ nú fyrir jól eða í janúar. Þegar hafa verið auglýstar lóðir til umsóknar fyrir einstaklinga og er áætlað að úthluta um 35 lóðum undir einbýlishús og rað- hús. F.V. fékk þær upplýsingar hjá bæjarverkfræðingi, að á- ætlað væri að úthluta 25 ein- býlishúsalóðum í Norðurbæn- um og 8—10 íbúðum í raðhús- um í vesturbænum í Hafnar- firði. Sagði hann jafnframt, að engin ákvörðun hefði verið tek- in um úthlutun lóða undir fjöl- bvlishús. Á síðasta ári var lóða- og gatnagerðargjald fyrir ein- býlishúsalóð í Hafnarfirði um 1 milljón króna, en búast má við um 30% hækkun í ár. Nú er verið að skipuleggja rvtt jðnaðarhverfi fyrir ofan Re.vkjanesbraut og má reikna með að úthlutun þar fari fram á næsta ári, en óvíst hvenær. Skilyrði til lóðaúthlutana í Hafnarfirði er m.a. að vera bú- settur i bænum, vera skuldlaus við bæiarsjóð og hafa ekki fengið lóðaúthlutun nýlega. f Garðabæ verður úthlutað milli 20 og 30 einbýlishúsalóð- um á næsta ári, að sögn bæjar- stjórans þar, Garðars Sigur- geirssonar. Það hefur verið hefð hjá bæjarstjórninni að út- hluta lóðum á haustin, og fara því engar lóðaúthlutanir fram fyrr en næsta haust. Einbýlishúsalóðirnar, sem út- hlutað verður eru við Ásbúð, en þar var einnig reist nokkuð af Viðlagasjóðshúsum á sínum tíma. Engin sérstök skilyrði eru fyrir lóðaúthlutun í Garðabæ, en áætlað er að lóða- og gatna- gerðagjald verði um 1800 þús- und. Fyrirhugað er að koma upp iðnaði inni í bænum, og þá ein- göngu þrifalegum iðnaði. Einn- ig sér Garðabær um gatnagerð á Arnarnesinu, en þar eru ein- göngu byggðar upp eignarlóðir. Hreppsnefnd Mosfellshrepps hefur engar ákvarðanir tekið 'um úthlutanir lóða á næsta ári. Nú eru á fjórða hundrað íbúð- arhús í byggingu í Mosfells- sveit, og hefur það verið stefna hreppsnefndar að draga úr lóðaúthlutunum í bili, sam- kvæmt upplýsingum sem blað- ið aflaði sér hjá sveitarstjóran- um Jóni Baldvinssyni. I sumar var innan við 20 ein- býlishúsalóðum úthlutað í Mos- fellssveit og hefur lóða- og gatnagerðargjald verið um 1,5 milljónir. Innansveitarmenn sitia fyrir um lóðaúthlutanir. Nú stendur til að úthluta um 20 iðnaðarlóðum snemma á næsta ári við Hlíðartúnshverfið undir Hamrahlíð. Er þetta aðal- lega hugsað fyrir léttan og þrifalegan iðnað. Miklar lóðaúthlutanir hafa átt sér stað í Mosfellssveit á undanförnum árum og frá því 1973 hefur íbúatala hreppsins tvöfaldast, en íbúarnir eru nú á 3. þúsund. 16 FV 11 1976
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.