Frjáls verslun - 01.11.1976, Page 18
Höf uöborgarsvæðið:
Hvar verður lóðum úthlutað
á næsta ári?
Frjáls verzlun leitaöi upplýsinga um lóðaframboð hjá sveitarfélögum
Engar úthlutanir í Kópavogi
Það hefur verið hefð hjá
borgaryfirvöld'um í Reykjavík
að úthluta Ióðum í Reykjavík
í janúar ár hvert. Nýverið sendi
borgarverkfræðingur í Reykja-
vík frá sér áætlun um úthlutun
íbúða 1977 og kemur þar fram
að áætlað er að úthluta milli
506—516 íbúðum, fjölbýlishús-
um, einbýlishúsum og raðhúsa-
týpum.
Skilyrði fyrir lóðaúthlutun í
Reykjavík er m.a. 5 ára búseta
í borginni, fjárforræði, að 'hafa
ekki fengið úthlutað lóð undir
einbýlishús í 10 ár og lóð undir
annars konar íbúðir s.s. fjöl-
býlishús eða raðhús í 5 ár.
Einnig er það skilyrði að skatt-
ar hafi verið gerðir upp. Lóða-
og gatnagerðargjöld fyrir vænt-
anlegar lóðaúthlutanir hafa
ekki verið endanlega ákveðin.
f Seljahverfi í Breiðholti
verður úthlutað milli 50—60
raðhúsalóðum á svæði sem
kallað hefur verið tilraunareit-
ur, þar sem borgaryfirvöld
setja fram ákveðnar kröfur um
hámarksnýtingu og húsahæðir
m.a. en tilvonandi íbúar sjá
sjálfir um skipulag. Annars
staðar í Seljahverfi verður út-
hlutað 35 raðhúsalóðum sam-
kvæmt hefðbundmum hætti og
fyrirfram ákveðnu skipulagi.
í Hólahverfi í Breiðholti
verður mikið um úthlutanir að-
allega til stjórnar verkamanna-
bústaða og framkvæmdanefnd-
ar byggingaráætlunar, sem á-
ætlað er að fái lóð undir 30 rað-
húsatvpur. Stjórn verkamanna-
bústaða fær einnig úthlutað
216 íbúðum í fjölbvlishú'um.
•Tafnframt verður úthlutað í
Hólahverfi 29 lóðum undir ein-
býlishús.
f svokallaðri Mjódd í Breið-
holti er áætlað að úthluta 40
-'K-'ð'-m í fjölbýlishúsum, en þar
hefur jafnframt verið úthlutað
lóðum undir verslunarhúsnæði.
í Árbæjarhverfi verður úthlut-
að 15 íbúðum í fjölbýlishúsum
og á Hofsvallagötu lóðum und-
ir 5 einbýlishús.
Nýverið úthlutaði Reykja-
vikurborg iðnaðarlóðum í
feiknastórri úthlutun í Borgar-
mýri, í Vatnagörðum og við
Elliðavog. Ekki er endanlega
ákveðið, hvenær úthlutanir á
verslunarlóðum í nýja mið-
bænum frara fram.
Bæjarstjórn Hafnarf jarðar
úthluíar lóðum þar í hæ nú
fyrir jól eða í janúar. Þegar
hafa verið auglýstar lóðir til
umsóknar fyrir einstaklinga og
er áætlað að úthluta um 35
lóðum undir einbýlishús og rað-
hús.
F.V. fékk þær upplýsingar
hjá bæjarverkfræðingi, að á-
ætlað væri að úthluta 25 ein-
býlishúsalóðum í Norðurbæn-
um og 8—10 íbúðum í raðhús-
um í vesturbænum í Hafnar-
firði. Sagði hann jafnframt, að
engin ákvörðun hefði verið tek-
in um úthlutun lóða undir fjöl-
bvlishús. Á síðasta ári var lóða-
og gatnagerðargjald fyrir ein-
býlishúsalóð í Hafnarfirði um
1 milljón króna, en búast má
við um 30% hækkun í ár.
Nú er verið að skipuleggja
rvtt jðnaðarhverfi fyrir ofan
Re.vkjanesbraut og má reikna
með að úthlutun þar fari fram
á næsta ári, en óvíst hvenær.
Skilyrði til lóðaúthlutana í
Hafnarfirði er m.a. að vera bú-
settur i bænum, vera skuldlaus
við bæiarsjóð og hafa ekki
fengið lóðaúthlutun nýlega.
f Garðabæ verður úthlutað
milli 20 og 30 einbýlishúsalóð-
um á næsta ári, að sögn bæjar-
stjórans þar, Garðars Sigur-
geirssonar. Það hefur verið
hefð hjá bæjarstjórninni að út-
hluta lóðum á haustin, og fara
því engar lóðaúthlutanir fram
fyrr en næsta haust.
Einbýlishúsalóðirnar, sem út-
hlutað verður eru við Ásbúð, en
þar var einnig reist nokkuð af
Viðlagasjóðshúsum á sínum
tíma. Engin sérstök skilyrði eru
fyrir lóðaúthlutun í Garðabæ,
en áætlað er að lóða- og gatna-
gerðagjald verði um 1800 þús-
und.
Fyrirhugað er að koma upp
iðnaði inni í bænum, og þá ein-
göngu þrifalegum iðnaði. Einn-
ig sér Garðabær um gatnagerð
á Arnarnesinu, en þar eru ein-
göngu byggðar upp eignarlóðir.
Hreppsnefnd Mosfellshrepps
hefur engar ákvarðanir tekið
'um úthlutanir lóða á næsta ári.
Nú eru á fjórða hundrað íbúð-
arhús í byggingu í Mosfells-
sveit, og hefur það verið stefna
hreppsnefndar að draga úr
lóðaúthlutunum í bili, sam-
kvæmt upplýsingum sem blað-
ið aflaði sér hjá sveitarstjóran-
um Jóni Baldvinssyni.
I sumar var innan við 20 ein-
býlishúsalóðum úthlutað í Mos-
fellssveit og hefur lóða- og
gatnagerðargjald verið um 1,5
milljónir. Innansveitarmenn
sitia fyrir um lóðaúthlutanir.
Nú stendur til að úthluta um
20 iðnaðarlóðum snemma á
næsta ári við Hlíðartúnshverfið
undir Hamrahlíð. Er þetta aðal-
lega hugsað fyrir léttan og
þrifalegan iðnað.
Miklar lóðaúthlutanir hafa
átt sér stað í Mosfellssveit á
undanförnum árum og frá því
1973 hefur íbúatala hreppsins
tvöfaldast, en íbúarnir eru nú á
3. þúsund.
16
FV 11 1976