Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1976, Síða 20

Frjáls verslun - 01.11.1976, Síða 20
Ákvörðun Volkswagen var tekin að mjög vel athuguðu máli. Æðstu stjó.rnendur fyrir- tækisins endurskoðuðu áætlun- ina hvað eftir annað áður en lokaniðurstaða var fengin. En vafalaust hefur sú gífurlega breyting á kostnaðarsaman- burði milli Vestur-Þýzkalands og Bandaríkjanna, sem varð á tiltölulega skömmum tíma, veg- ið þyngst. Þetta átti sérstaklega við um launakostnaðinn. Á undanförnum árum hefur launakostnaður hækkað mun minna í Bandaríkjunum en öðr- um iðnríkjum heims, þar á meðal Vestur-Þýzkalandi. Launakostnaðurinn í einu landi getur í samanburði við launa- kostnað annarra landa ráðið úr- slitum um samkeppnishæfni viðkomandi lands á alþjóðleg- um mörkuðum. f skýrslu Bandaríkjaforseta um alþjóðleg efnahagsmál fyrr á þessu ári var tekið fram, að í fram- leiðsluiðnaði væri launaliður- inn stærsti kostnaðarliðurinn. í framleiðsluiðnaði Bandaríkj- anna nema laun um 75% af verðmætaau'kningunnd, 70% í Vestur-Evrópu og 50% í Japan. Með verðmætaaukningu er átt við mismuninn á sölu fyrirtæk- isins og innkaupum á hráefnum og öðrum nauðsynjum til fram- leiðslunnar. • Samanburður erfiður Samanburður á launakostn- aði milli landa getur verið harla erfiður. Þetta er vítt hug- tak, sem felur í sér brúttó kaupgreiðslur og framlög vinnuveitandans til sjóða og trygginga launþega. Bezta að- ferðin til að bera saman launa- kostnað í ýmsum löndum er að kanna taxtana yfir tímakaup starfsmanna. Meðfylgjandi tafla sýnir slík- an samanburð milli 10 forystu- þjóða í iðnaði og sýnir hverjar breytingar hafa orðið á tíma- kaupi miðað við dollaragengi frá 1970 til miðs árs 1975. Flest- ar þessar breytingar hafa styrkt samkeppnisaðstöðu Bandaríkjanna. TAFX.A 1. Tímakaup # Bandaríkin hafa ekki lengur yfirburði Mitt ár 1970 1974 1975 Belgía $2.08 $5.10 $6.46 Bretland 1.48 2.61 3.20 Kanada 3.46 5.50 6.20 Frakkland 1.74 3.41 4.57 Þýzkaland 2.32 5.31 6.19 Ítalía 1.75 3.48 4.52 Japan 0.99 2.70 3.10 Holland 1.99 4.96 5.98 Svíþjóð 2.93 5.48 7.12 Banda.ríkin 4.20 5.66 6.22 Árið 1970 var tímakaupið í Bandaríkjunum í algjörri sér- stöðu, miklu hærra en annars staðar. Kanadamenn voru í næsta sæti en bilið var samt mikið. En á miðju ári 1975 hafði kaup í Kanada og Vestur- Þýzkalandi hækkað svo, að það var orðið sambærilegt við það bandaríska. En í Belgíu var tímakaup o.rðið hærra en í þess- um þremur löndum og Svíþjóð var enn hærri en Ðelgía. Bilið milli Bandaríkjanna og hinna landanna fjögurra hafði sem sagt verið brúað og Bretland var eina undantekningin, sem skar sig áberandi úr. # IUinnst hækkun í Bandaríkjunum Á töflu númer 2 er nánar vi'kið að því, hvernig þessi um- skipti urðu. Hún sýnir, að frá 1970 fram á mitt ár 1975 hækk- uðu launagreiðslur til verka- fólks í framleiðsluiðnaði að meðaltali um 48% í Bandaríkj- unum. Hún sýnir ennfremur, að miðað við gengi þarlendra gjaldmiðla, var hækkunin miklu meiri í hinum löndunum níu. í sex af þessum níu löndum hækkaði gengi gjaldmiðla gagnvart dollarnum verulega á alþjóðagjaldeyrismörkuðum eins og fram kemur á töfl- unni. A'fleiðingin var sú, að þegar kauphækkanir í þess- um sex löndum voru yfirfærð- ar í dollara vógu þær miklu þyngra um leið og gengið breyttist. Hvað viðkemu.r þeim þremur löndum, sem eftir eru, Kanada, Bretlandi og Ítalíu, þá verða óverulegar breytingar á gengi gjaldmiðla þeirra miðað við dollarann á þessu tímabili. Gengismál höfðu lítil áhrif á dollaravirði tímakaups, þó að- eins til hækkunar í Kanada og lítillega til lækkunar í Bret- landi og á Ítalíu. Samanburður á meðaltali, sem tekið er af framleiðsluiðn- aði viðkomandi landa í 'heild, gefur aðeins gró'fa vísbendingu um mismun milli einstakra greina í iðnaði frá einu landi til annars. Nákvæmari upplýsing- a,r um launakostnað í tiltekinni iðngrein frá einu landi til ann- ars eru nauðsynleg forsenda fyrir þá framleiðendur, sem þurfa að taka ákvarðanir um staðsetningu vefksmiðja sinna. TAFLA 2. Gengisbreytingar og kauphækkanir # Hvernig breytingarnar voru frá 1970 til 1975 Hækk'un tímakaups Gengi miðað við Heima- Bandaríkja- bandaríkjadollar gjaldmiðill dollar Belgía +35% 130% 211% Bretland — 7 134 116 Kanada + 3 75 79 Frakkland +29 104 163 Þýzkaland +48 80 167 Ítalía — 4 168 158 Japan +21 159 213 Holland +43 110 200 Svíþjóð +25 94 143 Bandaríkin —. 48 48
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.