Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1976, Side 35

Frjáls verslun - 01.11.1976, Side 35
Orkugrautur hins opinbera Grein eftir Leó ML Jónsson, rekstrartæknifræðing Orkukreppan víðfræga kom við okkur íslendinga engu síður en aðra. En í engu höfum við breytt í Iíkingu við aðrar þjóðir. Um tíma leit út fyrir að einhverjar skipulagðar aðgerðir færu fam í því skyni að draga úr hinni geipilegu orkusóun þjóðarinnar sem er henni til háborinnar skammar. En ekkert markvert gerðist utan það að einhver nefndarkvöl á vegum Orkustofnunar hrökk upp af 9 ára svefni og gaf út doðrant með venjulegum/ opinberum vaðli. Eitt af því markverðasta sem um- ræður um orkumál leiddu í ljós var það að íslenzkt rafmagn sé ein dýrasta orkumynd sem um get- ur í veröldinni. í þessu samhengi er til lítils að nefna tölur nema til saman- burðar. Til þess að sjá svart á hvítu 'hvílíkt glæpaverð er á rafmagni hérlendis er auðveld- ast að bera verð þess saman við verð á inmifluttri olíu, sem allir vita að er dýr — hvað dýr hún er vita aftur á móti færri þegar öllu er á botninn hvolft. Við skulum taka eitt lítið dæmi í því skyni að sýna hvað hér er um að ræða: Húseigandi sem hitar hús sitt með olíu í algeng- ustu gerð kynditækja greiðir rétt rúmar 4 kr. fyrir hverja kílówattstund miðað við að nýtni kynditækjanna sé um 65%, sem mun vera algengast. Ef þessi sami húseigandi hit- aði t.d. eitt herbergi hússins með rafmagnsþilofni sem stungið væri í samband við veggtengil þarf hann að greiða 11,97 kr. fyrir hverja kílówatt- stund, en það er um 200% dýrari upphitun en með olíu. Af þessum 11,97 kr. eru 2,97 söluskattur og verðjöfnunar- gjald. ÓGÖNGUR Fyrir ári síðan hefði ekki þýtt að birta svona tölur því það hefði enginn trúað þeim. Því hefur verið logið að þjóð- inni á skipulagðan hátt í meira en áratug, að íslenzk raf- orka sé ódýr og hagkvæm. Hvað sem um Kröflu má segja þá hefur hún þó alla vega átt stærsta þáttinn í því að svifta blekkingarhulunni af raforkumálum þjóðarinnar. Fólki er nú ljóst að þeir sem stjórnað hafa raforkumálum undanfarinn áratug hafa al- gjörlega brugðist hlutverki sínu. Það verður án efa eitt af framtíðarrannsóknarefnum hve mikið tjón þjóðin hefur þurft að þola af því að alþingismenn og aðrir pólitískir gasprarar hafa gripið fram fyrir hendur sérfróðra manna í raforkumál- um og kákað í verkefni sem þeir hafa ekki haft hundsvit á. Einstakir menn hafa eytt miklu púðri í að kasta skít í Magnús Kjartansson fyrrver- andi iðnaðarráðherra vegna hugmynda hans um skipulag raforkumála. Þegar fram líða stundir spái ég því að menn verði almennt sammála þeim hugmyndum sem ’hann hafði á þessum málum og þótt ég sé á öndverðum meiði við Magnús Kjartansson í pólitík þá tel ég Magnús engu að síður mesta sjálfstæðismann sem gegnt hef- ur embætti iðnaðarráðherra fram að þessu. ORKA OG ÞJÓÐARHAGUR Þegar orkumál hafa verið í brennidepli hefur fyrst og fremst verið rætt um virkjanir og misjafna óhagkvæmni þeirra ásamt þeim klyfjum sem skatt- greiðendur skuli bera til þess að hægt sé að gefa erlendum auðhringum rafmagn til að auka mengun á íslandi. Og þótt slík umræða sé þörf þá er það fi'emur sjaldgæft að rætt sé um þá orkusióun sem á sér stað í landinu á degi hverjum og rak- in verður til skipulagsleysis og hringlandaháttar. Við flytjum árlega til lands- ins um 200 þúsund tonn af gas- olíu til húshitunar. CIF verð- mæti þessa innflutnings er um 4 milljarðar króna á núgildandi verðlagi. Orkan sem bundin er í þessu magni olíu mxxn vera ná- lægt 400 Megawött. Til saman- burðar þá er Búnfellsvirkjun einungis skitin 210 Megawött. Eins og áður var sagt er greitt í gjaldeyri fyrir innflutta olíu til húshitunar um 4000 milljónir á hverju ári, en þeg- ar ríkissjóður og aðrir millilið- FV 11 1976 33
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.