Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1976, Síða 37

Frjáls verslun - 01.11.1976, Síða 37
ir hafa fengið sitt hafa húseig- endur mátt punga út með 6440 milljónir fyrir þetta sarna magn olíu. Það munu vera um það bil 102 þúsund manns sem búa við olíukyndingu og er kostnaður á hvern einstakling um 63 þúsund krónur á ári hverju. Það er nauðsynlegt að fólk geri sér grein fyrir þeim stærð- um sem eru að baki þessarar skuggahliðar orkumálanna. Og þótt bögubósum okkar hafi tekist með heimagerðum tækj- um að dulbúa skattpíningu þessarar þjóðar með brjálæðis- legri verðlagningu á raforku megum við ekki missa sjónar á þeirri bo.rgaralegu skyldu okkar að spara gjaldeyri með því að minnka notkun á inn- fluttri olíu. Þær aðgerðir sem gætu minnkað olíunotkun og um leið innflutning á olíu til hús- hitunar eru í sjálfu sér virkj- un. HVAÐ ER TIL BRAGÐS AÐ TAKA? Olíustyrkur er út af fyrir sig nauðsynleg ráðstöfun í ákveð- inn tíma í því skyni að jafna aðstöðu fólks. Sú ráðstöfun getur þó aldrei haft nema tímabundið gildi, að öðru leyti er hún ekkert annað en að míga í skó sinn. Sama má segja um nýjar út- gáfur kynditækja svo lengi sem þau nota olíu verður að líta á þau sem tímabundna lausn mála. Það hlítur að eiga að stefna að því, að annað hvort verði upp á teningnum hita- veita eða rafhitun á öllu land- inu og olíuhitun verði hætt. Til þess að svo megi verða þarf að koma skipulagi á orku- málin með það fyrir augum að nýta betur þá orku sem þegar er framleidd í landinu. Þar á ég við að rafveitum verði al- mennt gert skylt með lögum að selja afgangsorku utan á- lagstíma á lágu verði (t.d. 1,36 kr./kWh eins og nú er gert í Hafnarfirði) eða hreinlega að þær verði skikkaðar til að gefa hana ef það mætti verða til að hvetja húseigendur til að leggja niður olíukyndingu. Það geng- ur ekki lengur að beðið sé eftir að einhverjir smákóngar í ríki sínu komi sér saman um taxta fyrir afgangsorku það hefur ekki teKist fram að þessu og mun ekki takast. Það þarf að taka í hnakkadrambið á þess- um labbakútum og skikka þá með lögum til að vinna saman. Á hinn bóginn er það svo sannarlega tímanna tákn og gott dæmi um þá dusilmennsku sem tröllríður stjórnai'fari þessa arma lands, að i stað þess að hvetja fólk til raunhæfra að- gerða gegn hækkandi olíuverði er það eitt til ráða að greiða fólki styrk fyrir að halda kjafti og sóa orku i stað þess að spara hana. VONLAUS ÞJÓÐ? Það eru til aðrar hliðar á orkumálum þessarar þjóðar. Þær hliðar eru með þeim end- emum að varla er hægt að minnast á þær nema brosandi. Á tíma vinstri stjórnarinnar sálugu var almennt rætt um Hótel ísland planið. Nú er hægri stjórn í landinu og því er ekki nema von að talað sé um hallærisplan og þær flösku- fórnir sem hótelgestir þessa þjóðfélags færa þar á hverju kvöldi sér til afþreyingar. Raunsæisstjórnin sem nú er við völd og menn eru almennt sam- mála um að sé einhver léleg- asta og aumasta ríkisstjórn sem lafað hefur við völd fram til þessa er í vandræðum með fúl- egg fyrri stjórnar, svo sem orku- og hráefnislausa þang- verksmiðju við Breiðafjörð, en reynir að krafla sig upp úr sig- öldunni með því að bardúsa við hugmyndir um að senda rafgeisla í hausinn á svertingj- um niðri í Afríku um gervi- tungl. Á Litla Hrauni er aðalvanda- málið hvernig megi vernda fangana fyrir hinum stórhættu- lega hluta þjóðarinnar sem enn gengur laus. Verður ekki betur séð en að gefa verði hverjum íslendingi uppgjöf allra saka, stúdents- próf og lögfræðipróf til þess að komast hjá alvarlegum ráð- herraskorti í náinni framtíð. Skáldið Esra Pound mun hafa komist þannig að orði á McCarty-timanum að í Banda- ríkjunum væri ekki búandi nema á geðveikrahæli með ein- hverju öryggi. Á þessari stundu virðist enginn óhultur á íslandi nema hann sé annaðhvort á Letigarðinum eða Kleppi og eru þó áhöld um hvort dugi. Og er nú von að fólk spyrji hvort stjórn sé í landinu? Það mun helst til bjargar þangverksmiðjunni víðfrægu að bændur á hættusvæði henn- ar fari unnvörpum um fjörur á öllum fjórum og bíti þang og verði borgað eftir kjaftstærð en konur og börn verði fengin til að sitja á þinginu í vaktavinnu og halda á því hita þar til fyrsti farmurinn af Hellesens batteríum kemur frá Dan- mörku, en það mun vera eina hugsanlega lausnin á orku- skorti stassjónarinnar. Síðan mun þurfa að reka fyrirtækið í ein 5 til 6 ár með þessu lagi áður en það öðlast friðhelgi innan Tapiðju ríkis- ins, sem nú mun vera umsvifa- mesti rekstur í landinu. Nú er mikil örtröð við glugg- ana í Arnarhvoli því allir eru að skoða himininn og reyna að koma auga á heppilegasta spor- baug blikkdósar til að senda hina „ódýru“ íslenzku orku, sem ekki er til, í hausinn á svertingjum niðri í Afríku svo hægt sé að halda áfram að kaupa olíu frá rússum til að kynda upp íslenzk sveitabýli. Hér er um athyglisverða hug- mynd að ræða að því leyti að nú er loksins komin fram að- ferð til að leysa þann vanda sem íslenskur iðnaður á við að stríða. Með því að selja svert- ingjum íslenska raforku um blikkdós má afla fjár til að borga íslenskum iðnrekendum fyrir að hætta þessu þjóðhags- lega óhagkvæma fikti og láta þjóðina í friði. Þeir gætu þá pakkað saman eins og hinir og búið á Spáni í praktugleikum megnið af árinu ásamt þorra þjóðarinnar á meðan Nató plægir fyrir köplum um landið þvert og endilagt. Og væri þá óbyggðastefnan orðin alls ráð- andi í landinu. FV 11 1976 35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.