Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1976, Side 41

Frjáls verslun - 01.11.1976, Side 41
öllum kjötvinnsluvörum. Dag- lega eru tekin sýni, sem rann- sökuð eru. Gerladeild rann- sóknarstofunnar hefur daglegt eftirlit með hreinlæti í vinnslu- sölum og fylgist með geymslu- þoli. Rannsóknarstofan hefur einnig eftirlit með verkun af- urða frá sláturhúsum kaupfé- laganna. Forstöðumaður rannsóknar- stofunnar er Guðrún Hall- grímsdóttir matvælaverkfræð- ingur. 12 MATARPYLSUTEGUNDIR OG 26 TEGUNDIR AF ÁLEGGI FRAMLEIDDAR Á síðasta ári var unnið úr 350 tonnum af kindakjöti, 200 tonnum af nautakjöti og 180 tonnum af svínakjöti hjá kjöt- iðnaðarstöð Sambandsins. Þar eru framleiddar allar unnar kjötvörur sem eru á markaði hér, 12 matarpylsutegundir, s.s. vínarpylsur, medisterpyls- ur, óðalspylsur, kindabjúgu, kjötbúðingur og búrpytlsur. Auk þess eru framleiddar 26 tegundir af áleggi. Á þessu ári var bætt við nýjum tegund- um af áleggi og er það Mada- gaskar salami, búlgörsk spægi- pylsa, Mílanó salami og lamba- spægipylsa. Framleitt er kjötfars og salt- kjötfars, kinda- og nautahakk, sem fryst er strax að lokinni framleiðslu og halda vörurnar þannig öllum ferskleika sínum. TILBÚNIR FRYSTIR RÉTTIR — NÝJUNG í júní s.l. hóf kjötiðnaðarstöð Sambandsins sölu á tilbúnum frystum réttum. Yfir 20 réttir eru á boðstólum og er matur- inn allur lagaður í stóreldhúsi stöðvarinnar, hraðfrystur og seldur í öskjum 6-10 skammta, sem skammtað er upp úr í mötuneytum eða matsölustöð- um. Samvinnubankinn í Banka- stræti varð fyrsti viðskiptavin- ur stóreldhússins. í stóreldhúsinu eru einnig framleiddir eins manns skammtar, sem eru sérstaklega ætlaðir fyrir söluskála og sum- arveitingastaði. M.a. er hægt að hita réttina upp í örbylgjuofn- um. Undanfarið hefur kjötiðnað- arstöðin boðið upp á Goða vörukynningar, en þá fer hús- mæðrakennari á vegum Sam- bandsins í verslanir og kynnir nýjungar frá kjötiðnaðarstöð- inni og matreiðslu á þessum vörum. Hafa vörukynningar þessar gefist mjög vel. Daglega eru Goða vörur seldar í 120— 130 verslunum út um allt land svo og í hótel, mötuineyti og skip. ORA NIÐURSUÐUVERK- SMIÐJAN FRAMLEIÐIR 14 VÖRUTEGUNDIR Þó nýtt grænmeti sé ekki ávallt á boðstólum má fá niður- soðið grænmeti allt árið um kring. Ora niðursuðuverksmiðj- an hf. hefur frá því árið 1952 soðið niður grænmeti, fiskiboll- ur og fiskbúðinga ásamt öðrum niðursuðuvörum. Hér á landi eru nokkur fyrirtæki sem sjóða niður grænmeti auk Ora m.a. K. Jónsson og KEA á Akureyri, Sambandið og ennfremur fyrir- tæki á ísafirði og í Keflavík. Framleiðslutegundir Ora eru 14, en mest hefur verið soðið niður af grænum baunum og fiskibollum, en auk þessara framleiðsluvara eru einnig aðr- ar tegundir grænmetis niður- soðnar s.s. gulrætur og bland- að grænmeti, rauðbeður, rauð- kál, asíur og agúrkusalar. Nú er einnig verið að hefja ndðursuðu á maískornum, sem seld verða í Va og Vi dósum. Verður maískornið í nýjum gerðum af dósum, sem ekki þarf að nota upptakara við. Lifrarkæfa, hrognakæfa, murta og kryddsíldarflök eru einnig framleidd en murtan hefur verið flutt út um langt árabil, aðallega til Bandaríkj- anna og líkar mjög vel þar. TILRAUNAFRAMLEIÐSLA Á FISKIBOLLUM f SÓSU TIL ÚTFLUTNINGS Nú fyrir áramót verður hafin tilraunaframleiðsla á fiskiboll- um í sósu til útflutnings. Verða bollurnar heldur minni en þær, sem nú eru framleiddar, og einnig verða 'lagaðar ýrnsar gerðir af sósum. Fyrirhugað er að flytja þessa framleiðslu út til Svíþjóðar, en einnig verður fslendingum gefinn kostur á að kynnast þessari framleiðslu. Ein vinsælasta framleiðslutegund Ora eru grænar baunir. Vélar geta Iokað allt að 10.000 V2 dósum á klst. FV 11 1976 39
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.