Frjáls verslun - 01.11.1976, Blaðsíða 51
Samtiéarmaðnr
Pálmi Jónsson, forstjóri í Hagkaup:
„Rýmri opnunartími myndi
stórlækka hlutfallslegan
fastakostnað stórmarkaða”
„Opnunartíminn er nú mjög óhagstæður bæöi neytendum og mörkuöum”
Stórmarkaðurinn er tiltölulega ungt fyrirbæri í verzlun hér á landi en er nú að ryðja sér til rúms
í auknum mæli og margt bendir til þess að þetta verði hið ríkjandi form í smásöluverzluninni á
komandi árum, eins og í mörgum nágrannalöndum okkar. Þegar stórmarkaður á íslandi er nefnd-
ur kemur verzlunin Hagkaup í Skeifunni í Reykjavík fljótlega upp í hugann. Eigandi Hagkaups er
Pálmi Jónsson, hæsti skattgreiðandi í höfuðborginni í ár. Við óttum viðtal við hann um ýmis mál,
sem lú'ta að rckstri stórmarkaðar.
F.V.: — Hver voru tildrög að
stofnun fyrirtækisins og hvern-
ig var uppvexti þess háttað?
Pálmi: — Hagkaup var stofn-
að 1960 og hafði aðsetur við
Miklatorg í fyrrverandi fjósi og
hlöðu Geirs bónda í Eskihlíð
og var þá einungis verslað með
fatnað. Það er sniðið sam-
kvæmt bandarískri fyrirmynd
sem kallast „discount“ verzl-
anir sem slógu í gegn á þeim
tíma sem Hagkaup var stofnað.
Saumastofa var stofnsett
1964 og sama ár var opnuð
verzlun í Lækjargötu 4. Á ár-
inu 1967 hófst sala á matvörum
og einnig var opnað útibú á
Akureyri það ár. 1970 flutti
verslunin frá Miklatorgi í nú-
verandi húsnæði í Skeifunni 15.
Ný verðlun var síðan opnuð í
Kjörgarði árið 1975, en versl-
unin í Lækjargötu 4 var breytt
í verslun fyrir ungt fólk. Það
nýjasta í starfseminn-i er kjöt-
vinnsla, sem fer fram í Kópa-
vogi og hófst sú vinnsla 1. mars
á þessu ári. Þar fer m.a. fram
Talið frá
hægri:
Pálmi
Jónsson,
Mr. Carter,
brezkur
sérfræð-
ingur í
verzlunar-
rekstri
og fram-
kvæmda-
stjórarnir
Magnús
Ólafsson,
G'unnar
Kjartans-
son og
Ragnar
Haraldsson.
FV 11 1976
4«)