Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1976, Blaðsíða 61

Frjáls verslun - 01.11.1976, Blaðsíða 61
— Það er einkum matvara, en svolítið af vefnaðarvöru og byggingarvörum sem við höf- um á boðstólunum hérna, sagði Ingunsni. — En við höfum eng- an veginn nóg af vörum, svo við verðum að panta ýmislegt fyrir fólk, bæði frá Kópa- skeri og lengra að. Að vísu verður samkeppnin milli 'þess- ara tveggja verslana til þess að reynt er að hafa vöruúrvalið sem mest, en fólk verður þó alltaf að leita annað eftir tísku- fatnaði og fl. MEIRIHLUTI VÖRU FRÁ REYKJAVÍK Ingunn sér um öll innkaup fyrir útibúið á Raufarhöfn og pantar mest af vörunum frá Reykjavík og Akureyri. — Ég fæ t.d. mikið af vörum frá SÍS verksmiðjunum á Akureyri og Kjötiðnaðarstöð KEA, sagði Ingunn, en líklega kemur meiri hlutinn af vörunum samt frá Reykjavík. Mest af aðdráttum til verslunarinnar fer fram með vöruflutningabílum og oft tek- ur það hálfan mánuð frá því varan er pöntuð þar til hún er komin til okkar. Þetta verður til þess að maður verður alltaf að hafa góða yfirsýn yfir lag- erinn og alltaf verður að liggja með töluverðan lager, en það kostar auðvitað sitt. ERFITT STARF EN OFT SKEMMTILEGT Fyrir utan innkaupin þarf Ingunn að stjórna störfum fjögurra starfsmanna, færa sjóðbók, innkaupaskýrslu og söluskýrslu, en allt fé sem inn kemur fyrir verslunina leggur hún inn á banka og sér kaup- félagið á Kópaskeri um að greiða alla reikninga. Aðspurð sagði Ingunn að sér fyndist starfið stundum erfitt, en oftast væri það skemmtilegt. — Ég hitti margt fólk sagði 'hún, — og starfið er fjölbreytt. Það sem ég hef kunnað verst við í starfinu eru reikningsviðskipti fólks við búðina. Mikið af vinnu minni hefur farið í að taka saman reikninga og rukka fólk. Það endaði með því að ég tók fyrir þessi viðskipti fyrir nokkrum dögum, svo nú fá að- eins fyrirtæki vörur út á reikn- ing. — Ég hef ekki ennþá orð- ið vö.r við að fólk væri óánægt með þetta, sagði Ingunn. Það sem fólk er virkilega óánægt með í sambandi við verslun hér og yfirskyggir sennilega alla óánægju eru mjólkursölumálin. Við höfum ekkert mjólkursam- lag á staðnum og verðum að fá alla mjólk og mjólkurvörur frá Húsavík. Yfir sumartímann er mjólkin flutt hingað tvisvar í viku, en að vetrinum aðeins einu sinni í viku. Þetta fyrir- komulag hefur valdið mér einna mestum vanda í mínu starfi, því mjög erfitt er að meta hversu mikið á að panta af mjólk. Ferðafólk kaupir allt- af ta'lsvert af mjólkinni yfir sumartímanni, en ekki er gott að vita fyrirfram hvað það verður mikið. Það verður helst að áætla það eftir veðurspánni. Svo nota Raufarhafnarbúar á- kaflega mismunandi mikið af mjólk og mjólkurvörum Ég held líka að margir hér hafi vanið sig að mestu af mjólkur- notkun vegna þessa ástands, sagði Ingunn. LÍÐUR ÁGÆTLEGA Á RAUFARHÖFN Ekki vissi Ingunn hversu lengi hún myndi endast við verslunarstjórastarfið, en sagð- ist vel geta hugsað sér að búa á Raufarhöfn. — Ég er sjálf frá Kópaskeri en maðurinn minn er frá Þórshöfn, svo við mætumst svona á mið.ri leið með að búa hér, sagði Ingunn. — Okkur líður ágætlega hérna. Hér er margt ungt fólk og fé- lagslíf ágætt, sagði hún að lok- um. Þórshöf n: Byggða- kjarni fyrir 1000 íbúa skipulagður Þegar Frjáls verslun heim- sótti Þórshöfn á þessu hausti var sveitarstjórinn þar, Bjarni Aöalgeirsson heimsóttur og beðinn að segja frá því helsta sem væri að gerast í hans byggðarlagi. Bjarni var ráðinn sveitarstjóri á Þórshöfn í júlí sl. SUNDLAUGARGERÐ Nýlokið e.r gerð sundlaugar, en það verk hefur staðið í 2 ár. Þarna var um að ræða endur- Bjarni Aðalgeirsson, sveitarstjóri. byggingu eldri laugar, bygg- ingu búningsklefa og uppsetn- ingu á hreinsibúnaði. Hefur þessi framkvæmd kostað sveit- arfélagið 8—10 milljónir, sem dreifist á árin 1975 og 1976. Þá er lokið hönnun íþróttavallar og reiknað með að vinna hefj- ist við jarðvegsskipti í haust. Ætlunin er að reyna að fá á- FV 11 1976 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.