Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1976, Side 63

Frjáls verslun - 01.11.1976, Side 63
hugafólk til að leggja vinnu af mörkum við gerð iþróttavall- arins, en margir áhugamenn um gerð vallarins eru á Þórs- höfn. RAFORKUMÁL ' Á þessu sumri hafa vinmu- flokkar frá Rafmagnsveitum ríkisins unnið að því að koma öllum rafleiðslum í jörð og einnig að endurnýjun á götu- lýsingu á staðnum. Kostnað við rafleiðslur ber ríkið, en við götulýsingu þarf hreppurinn að bera kostnað af ljósastaurum og ljóskerjum. Mun sá kostn- aður verða einar 7—8 millj- ónir. GATNAGERÐ Að sögn Bjarna hefur gatna- gerð gleypt megnið af fram- kvsemdafé sveitarfélagsins á undanfö.rnum árum. Nú er ver- ið að endurnýja holræsi í einni götu og á að ljúka jarðvegs- skiptum í annarri fyrir vetur- inn. Ef það tekst verða IV2—2 kílómetrar tilbúnir undir bund- ið slitlag, sem vonast er til að hægt verði að leggja á næsta ári. Umnið hefur verið að end- urnýjun lagna og jarðvegsskipt- um á sl. 3 árum og telur Bjarni að Þórshafnarbúar yrðu fegn- ir ef þeir fæ.ru að sjá fyrir end- ann á öllu raskinu sem fylgir. í sambandi við gatnagerðar- framkvæmdirnar hefur verið unnið lítillega að endurnýjun vatnsveitukerfisins. Vatm er nú tekið úr lind skammt frá þorp- inu, en eftir þurrviðrasamt sumar var lítið orðið af vatni. Því var virkjuð önnur lind, en í framtíðinni verður sennilega farið út í bo.run. SKÓLABYGGING Um þessar mundir er verið að vinna að hönnun viðbótar- byggingar fyrir skólahúsið á staðnum og á hönnun að Ijúka áður en gerð fjárlaga hefst í haust. Gamli skólinn er orðinn allt of lítill og b,rýn nauðsyn að stækka hann. Þegar stækkun verður lokið verður hægt að ljúka grunnskólastigi á Þórs- höfn, en hingað til hafa nem- endur farið að Laugum eða Eiðum. HEILSU GÆSLUSTÖÐ Samkvæmt lögum á að vera heilsugæslustöð með tveimur læknum á staðnum og á hún að þjóna Raufarhöfn líka og svæð- inu í kring. Ekkert hefur verið ákveðið um byggingu þessarar stöðvar, en Svalbarðshreppur og Sauðaneshreppur auk Þórs- hafnarhrepps hafa ákveðið að standa saman að byggingu dvalarheimilis fyrir aldraða í sambandi við heilsugæslustöð- ima. Þarna verða 6 litlar íbúðir, 4 fyrir einstaklinga og 2 fyrir hjón og er heimilið ætlað fólki sem er að öllu leyti sjálfbjarga. Vonast er til að framkvæmdir við heimilið geti hafist á næsta ári. SKIPULAGSMÁL Skipulag fyrir Þórshöfn er ekki fullunnið, en byggt hefur verið á tillögum að skipulagi hingað til. í sumar kom maður frá skipulagsstjóra til að vinna að skipulaginu og er ætlunin að fara að ljúka við skipulag staðarins. Áætlað er að skipu- leggja byggðakjarna fyrir um 1000 íbúa. Eins og er eru engar götur tilbúnar í sumar. LEIGUÍBÚÐIR Þórshafnarhreppur sótti upp- haflega um að fá að byggja 6 leiguíbúðir en bætti síðan fjór- um við umsóknina. Fimm þeirra eru byggð á vegum ein- staklinga, eitt er leiguíbúð sem hreppurinn byggir og eitt er dýralæknisbústaður. Núna er verið að byggja þriðja húsið í röðinni. Þetta eru allt eininga- hús. Ekki er ákveðið hvað verð- ur um framhald á byggingu þessara íbúða, en á staðnum var komið upp trésmiðju í sumar og ætti hún að koma að gagni við áframhaldandi byggingar. HAFNARMÁL Næsta sumar á að vinna að viðlegukanti í höfninni á Þórs- höfn, en að auki stendur til að koma upp löndunarkanti og kví fyrir smábáta og dýpka höfnina. Það eru gerðir út um 25 bátar undir 12 tonnum frá Þórshöfn og nýr skuttogari og nýr 100 tonna bátur auka þörf- ina á viðleguplássi. Á bilinu 12 —50 tonn eru 5 bátar á staðn- um svo sjá má að útgerðin er lífleg þó aflinn sé e.t.v. ekki í samræmi við það núna. Sveit- arfélagið er stærsti hluthafi í nýju frystihúsi á staðnum, en frystihúsið og sveitarfélagið standa síðan að útgerðarfélagi sem geri.r út nýjan togara. BYGGÐAÞRÓUNAR- ÁÆTLUN I byggðaþróunaráætlun fyrir Norður-Þingeyjarsýslu er Þórs- höfn ætlað talsvert hlutverk í sambandi við bæði þjónustu- iðnað og heilbrigðisþjónustu, svo einhver dæmi séu nefnd. Að sögn Bjarna er þessi áætlun þó máttlaust plagg þar til hún fær viðurkenningu fjárveit- ingavaldsins. Hins vegar sagði Bjarni að þessi áætlun hefði að vissu leyti þegar komið að gagni, því hún hefði stuðlað að samstarfi milli sveitarfélaga í sýslunni. Sýslan er fámenn en stór að flatarmáli og því er nauðsynlegt fyrir fólk að sýna samstöðu á svæðinu, sagði Bjarni. ÍÞRÓTTABLAÐIÐ er vettvangur 57 þúsund meðlima íþrótta- og ungmennafélaga víðs vegar um landið. ÍÞRÓTTABIAÐIÐ LAUGAVEGI 178. SÍMI 82300. FV 11 1976 61
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.