Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1976, Page 81

Frjáls verslun - 01.11.1976, Page 81
Stjórnunarfélagid Heldur 30 námskeið í vetur Starfsemi Stjórnunarfélags íslands hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár. í vetur verða haldin 30 námskeið á vegum félagsins, en auk þess gengst félagið fyrir margs kon- ar fundum um þjóðhagsleg efni og stuðlar að útgáf'u stjórnun- arbóka. Formaður félagsins er Ragnar S. Halldórsson forstjóri, framkvæmdastjóri er Friðrik Sophusson lögfræðingur, og fræðslustjóri er Ásmundur Stefánsson hagfræðingur. Frjáls verzlun leitaði til Frið- riks Sophussonar og lagði fyrir hann nokkrar spurningar um starfsemina. — Hverjir standa að Stjórn- unarfélaginu og hvert er hlut- verk þess? — í Stjórnunarfélaginu eru fyrirtæki, félög, stofnanir og einstaklingar, sem með þátt- töku í félaginu vilja stuðla að betri stjórnun í hvers konar rekstri og aukinni hagræðingu. í félaginu eru flest stærstu fyr- irtæki og félög landsins, og má þar nefna Samband íslenzkra samvinnufélaga, Alþýðusam- bandið, BSRB og Vinnuveit- endasambandið auk annarra at- vinnulífssamtaka. Þátttaka laumþegafélaganna annars veg- ar og Vinnuveitendasambands- ins hins vegar hefur mikið gildi fyrir félagið og starfsemi þess. Grundvallarreglur stjórnunar eru ekki aðeins fyrir þá, sem stjórna heldur og fyrir þá, sem stjórnað er. Stjórnunarfélagið getur verið ákjósanlegur vett- vangur fyrir ýmis þjóðþrifa- mál, þa.r sem ofangreindir aðil- ar koma saman ásamt ríkisvald- inu, en fjöldi ríkisstofnana á aðild að félaginu. Stjórnunar- félagið gengst fyrir ráðstefnum og fundum og hefur stuðlað að útgáfu stjórnunarbóka, en veigamesti þáttur starfsins eru námskeiðin, og þar njóta félag- ar afsláttarkjara. — Hvernig eru námskeiðin sótt, og hverjar eru helztu nýj- ungar í námskeiðahaldi félags- ins? — Nú í vetur gengst félagið fyrir u.þ.b. 30 námskeiðum um 26 mismunandi efni. Flest nám- skeiðanna eru sæmilega sótt og sum mjög vel, en önnur illa, og því miður virðast mér það stundum vera námskeið, sem eiga virkilega erindi til ís- lenzkra stjórnenda. Auk hefð- bundinnn námskeiða, verðum við með þrjú ný námskeið eftir áramótin, þ.e. Skattskil ein- staklinga með atvinnurekstur, þar sem Atli Hauksson endur- skoðandi leiðbeinir, Stefnumót- un fy.rirtækja, sem Árni Vil- hjálmsson prófessor sér um og loks fáum við hingað til lands, John Winkler, sem er einn al- þekktasti markaðsfræðingur breta um þessar mundir, og mun hann leiðbeina námskeiði, sem við höfum kallað: sala, verðbólga, óvissa og áhætta. Þess má geta í þessu sambandi, að John Winkler er höfundux bókarinnar Company Survival During Inflation, en hún hefur verið gefin út víða í Evrópu af stjórnunarsamtökum og -stofn- unum. Ég tel það hafa sýnt sig, að flest námskeiðanna hafa staðið fyrir sínu, enda koma sömu aðilar gjaxnan á mý nám- skeið, sem félagið stendur fyrir. — En hvað um aðra þætti í starfsemi félagsins? — Á þessu ári höfum við haldið nokkra smáfundi auk stærri funda og ráðstefna. Má þar nefna meðal efna Verk- menntun, Fiskveiðar, Lánamál atvinnuvega og nú síðast héld- um við fjölmennan fund í nóv- ember um Fjárfestingarstefnu hins opinbera. Sé vikið að út- gáfumálunum má minnast á Atvinnulýðræði, sem kom út fyrir ári síðan og Nútímastjórn- un, sem kom út í vetur, en það er fyrsta bók sinnar tegundar sem er þýdd á íslenzku og markar því tímamót með ti'lliti til nýy.rða alls konar. Nútíma- stjórnun var valin vegna þess að hún er yfirgripsmikil, en að sama skapi auðveld aflestrar fyrir byrjendur. Og þá má að lokum segja frá því, að nú hef- ur hin vinsæla bók prófessors Árna Vilhjálmssonar Fjármála- stjórn fyrirtækja verið endur- útgefin. — Að lokum: Hver er helsti vandi íslenskra stjórnunarmála að þínu viti? — Það er erfitt að svara þess- ari spurningu með einföldum hætti, en til að svara einhverju vil ég benda á, að það er land- lægt hér á landi að kenna fjár- skorti um alla hluti. Vissulega er það .rétt, að fjármagnsskort- ur er mikill, en hann má ekki verða til þess að koma í veg fyrir hagræðingu og aðgerðir, sem ætlaðar eru til að bæta stjórnun og rekstur. Fram- kvæmd byggðastefnu hér á landi er gott dæmi um þetta. Dælt er peningum í byggðarlög og framkvæmdir áni þess að spyrjast fyrir um það, hvort á stöðunum sé nægileg þekking og reynsla, sem til þarf ef hag- nýta á fjármagnið rétt. Pleiri atriði mætti nefna til að svara spurningunni, en þetta er gott til umhugsunar fyrir ráðamenn í bili. FV 11 1976 79
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.