Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1976, Síða 85

Frjáls verslun - 01.11.1976, Síða 85
 förum að fást við nýtt verk- efni. Við veljum svo það besta úr þessum hugmyndum, sam- einum jafnvel einstaka þætti og felum síðan 1—2 mönnum að vinna úr þeim mjög oft í samráði við hina eða fleiri að- ila. Við teljum að kostir þessa vinnufyrirkomulags séu ótví- ræðir fram yfir þann háttinn að einn aðiii fóðri starfsfólkið á hugmyndum og láti það ein- ungis um það að útfæra sínar hugmyndir. Auglýsingastofan hf. gerðist aðili að norrænu sambandi aug- lýsingastofa Scan Viking fyrir skömmu og einnig alþjóðlegu sambandi auglýsingastofa, Af- filiated Advertising Agencies International. Aðild að þessum samtökum gerir fyrirtækinu kleift að njóta samstarfs, fyrir- greiðslu og upplýsinga um aug- lýsingastarfsemi og markaðs- mál í helstu viðskiptalöndum okkar. Nú, eftir 15 ár í auglýsinga- bransanum hefur Auglýsiinga- stofan hf. um 30—40 fasta viðskiptavini, þar sem stofan sér um öll verkefni og um 30 sem láta hana annast einstaka þætti þegar verkefni skapast. Á sl. ári var velta fyrirtækisins um 100 milljónir og var það 30—40% aukning f.rá árinu áð- ur. Mest varð aukingin á sviði sjónvarpsauglýsinga. Þessar tölur vekja mann til umhugs- unar um það hvort erfiðir tímar í þjóðfélaginu komi ekki niður á fyrirtækjum af þessu tagi? — Kreppur í þjóðfélaginu koma ekki fram sem samdrátt- ur hjá okkur. Oft þvert á móti, sagði Gísli. Erfiðir tímar gera forráðamönnum fyrirtækja það ljóst að þeir þurfa að nota aug- lýsingafé sitt á sem áhrifarík- astan hátt. Þá grípa þeir gjarn- an til auglýsingastofanna. Á erfiðum tímum fáum við að vísu stundum strangari fyrir- mæli um það hvemig við eig- um að framkvæma hlutina, en fólk hættir ekki að auglýsa þó tímar séu erfiðir. — En hvernig á góð auglýs- ing að vera? Gísli sagði að það væri erfitt að segja til um það fyrirfram. — Þegar auglýsing er gerð, eru ótal spurningar sem við þurfum að reyna að svara. Til hvaða hóps á auglýsingin að ná, hvaða fjölmiðil á að nota, 'hve oft á að nota auglýsinguna o.s. frv. o.s.frv. Hvort okkur hefur tekist vel vitum við ekki fyrr en eftir að auglýsingin hefur verið notuð. Stundum fáum við ótvíræðar sannanir fyrir því að okkur tekst vel til. Eg man sér- staklega eftir einni smjörlíkis- auglýsingu sem olli þreföldun á sölunni. í öðrum tilfellum tekst okkur ekki eins vel upp. En við höfum reynt að læra af reynslunni og teijum að mis- tökum okkar hafi farið fækk- andi. Auglýsingastofan h.f. hefur gert margar sjónvarpsauglýsingar. Þetta eru drög að teiknimynd Iðnaðarbankans. FV 11 1976 83
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.