Frjáls verslun - 01.02.1977, Blaðsíða 31
um reikningsskilum, er lögð
til grundvallar kjarasamn-
ingum. Þar sem lítið tillit er
tekið til þessa vanmats hafa
kjarasamningar ekki miðast
við raunverulega afkomu og
því oft ofboðið afkomumögu-
möguleikum atvinnurekstr-
arins,
2. Fyrningar eru oftast notaðar
til endurfjárfestingar. Van-
mat dregur því úr fjárfest-
ingu í arðgefandi eignum
sem ekki halda verðgildi
sínu en færist yfir í fasteign-
ir. Einnig verður aukin á-
sókn í innlendar lánastofn-
anir og erlent lánsfé því
meir sem fyrningarnar
rýrna.
3. Rekstrarreikningar eru oft
lagðir til grundvallar verð-
ákvörðunum hvort sem fyr-
irtækin sjálf eða opinberir
aðilar taka ákvörðunina. Ef
kostnaður er vanmetinn
verða verðákvarðanir óraun-
sæj ar.
4. Tekjuskattur miðast að sjálf-
sögðu við hagnað og verður
því hærri en vera ætti ef
hagnaðurinn væri rétt met-
inn. Það er því óhætt að full-
yrða að síðustu áratugi hef-
ur íslenzkur atvinnurekstur
verið verulega ofskattaður.
LAUSN VANDANS
Eðlilegasta lausn vandans
væri sennilega sú, að endur-
meta árlega upphaflegt kaup-
verð eigna til gildandi verð-
lags og fyrna af því endurmati
miðað við áætlaðan notkunar-
tíma eigna. Við sölu má meta
bókfært verð til gildandi verð-
lags á söludegi, þannig að raun-
verulegur söluhagnaður eða
-tap yrði rétt metið og skatt-
skylt eða frádráttarbært á sama
hátt og aðrar tekjur eða töp.
Samhliða slíkri breytingu væri
eðlilegt að losa um höft á -lána-
markaði og í verðákvörðunum.
Til þessa 'hefur þessi leið þó
ekki verið farin, en Verzlunar-
ráð Islands hefur þó sett fram
mjög einfalda útfærsiu á slíkri
lausn.
Það væri rangt að gera
stjórnvöldum það upp, að þau
hafi ekki skilið eðli vandans og
viljað Oeysa hann. Til þessa hef-
ur þó á ýmsan hátt verið farið
bakdyramegin að einföldustu
og réttlátustu lausninni. Auk
fastrar hámarksfyrningar hefur
Alþingi heimilað flýtifyrningu
og óbeina verðstuðulsfyrningu.
Við sölu koma einnig til fjöldi
ákvæða sem gera núve.randi
fyrningarreglur að hinni mestu
,,Farðarheiðarþoku“ fyrir
venjulegan leikmann. Hefur
mörgum reynzt léttur leikur að
benda almenningi á tröll og
forynjur í því skyggni.
Tillögur skattafrumvarpsins
til breytinga á fyrningum og
meðferð söluhagnaðar leysa
ekki vandann og leiða senni-
lega til ófarnaðar vegna á-
kvæða um skattskyldu sö'lu-
hagnaðar án tillits til verðlags-
breytinga hvað varðar lausafé.
Flýtifyrningaútfærslan á fyrn-
ingarreglunum er þó til bóta og
ein sér í betra samræmi við
verðmætanotkun vegna eigna í
atvinnurekstri en jöfn árleg
fyrning eins og nú gildir.
DÆMI UM FISKISKIP
Til þess að bera saman þrjár
leiðir, núgildandi lög, tillögur
skattafrumvarpsins og endur-
matshugmynd Verzlunarráðs-
ins mætti ráðast á garðinn, þar
sem hann er hæstur og taka
dærni um fiskiskip, en gildandi
reglur um meðferð fyrninga og
sölulhagnaðar af slíkum eignum
hafa valdið hvað mestum deil-
um.
Hugsum okkur að um 330
tonna fiskiskip sé keypt á miðju
ári 1972 fyrir 60 m. krónur og
útgerð hafin. Afkoma útgerðar-
innar er betri en almennt ger-
ist og leyfir ítrustu fyrningar.
Skipið er síðan selt úr landi á
miðju ári 1976 gegn stað-
greiðslu fyrir 145 m. krónur
þegar sölukostnaður sem nem-
5 m. króna hefur verið dreginn
frá. Vátryggingarverð við sölu
nam 150 m. króna. Nýtt skip er
ekki keypt í stað hins eldra,
enda er útgerð hætt. f þessu
dæmi er ekki neitt ákveðið skip
haft til hliðsjónar, heldur tekið
mið af þeim markaðsaðstæðum
sem ríktu á þessum tíma.
Fjármögnun skipakaupanna
skiptir ekki máli í þessu dæmi,
enda æskilegast að leysa þær
eignatilfærslur sem verða í
gegnum launamarkaðinn með
nauðsynlegum breytingum á
lánamarkaðinum sjálfum. Þó
má geta þess mönnum til (hug-
arhægðar að sennileg fjármögn-
un skipakaupanna í þessu
dæmi gæti verið þannig:
10% erlent lán í þýzkum
mörkum
30% lán úr Fiskveiðasjóði
3/5 gengistryggt
5% innlend óverðtryggð
skuldabréf
55% eigin fjármögnun
100%
Verðbólguhagnaður af lántök-
um er því lítill sem enginn, sér-
staklega þegar íhugað er að
kaupverð er nokkuð hátt mið-
að við endursöluverð.
í meðfylgjandi töfflu má sjá
niðurstöður þessa dæmis. Ef
FYRNINGAR OG HAGNAÐUR
FISKISKIPS
(í m. kr.)
gildandi lög skatta- endurmats-
frumvarp hugmynd
Kaupverð 60,0 60,0 207,2*
Fyrningar 1972- ■1976 61,4 45,6 62,2*
Bókfært verð 9,6 14,4 145,0
Söluverð 1976 145,0 145,0 145,0
Söluhagnaður 135,4 130,6 0,0
Skattskylt 26,4 130,6
Skattfrjálst 109,0 0,0
Skattur (53%) 12,4 69,0
* á verðlapri söludags.
PV 2 1977
33