Frjáls verslun - 01.02.1977, Blaðsíða 51
Vélsmi&jan IXlonni:
Setja saman bátavélar
undir merki
Brons-verksmiðjunnar
Vélarnar verða af stærðinni 750-2000
hestöfl og seljast um allt land
Vélsmiðjan Nonni hf. í Ólafsfirði var upphaflega stofnuð 1914 af
Jóni Þorsteinssyni. Nú er vélmiðjan rekin af þeim Einari Þórarins-
syni og Þorsteini S. Jónssyni, en Þorsteinn rekur jafnframt inn-
flutningsfyrirtæki í Reykjavík undir sama nafni. Meðal þess sem
flutt er inn eru hollcnsku bátavélarnar BRONS. Þegar blaðamað-
ur FV var á ferð í Ólafsfirði fyrir skömmu heyrði hann á skot'
spónum að verið væri að stækka Vélsmiðjuna Nonna því setja
ætti upp samsetningarverksmiðju á bátavélum. Leiðin lá því
þangað til að forvitnast nánar um þetta og var Einar fram-
kvæmdastjóri inntur nánar út í þctta.
sagði Baldvin, að betur mætti
standa að lánamálunum. — Það
er alveg sýnilegt, að ef bændur
vilja stækka við sig, þurfa þeir
að eiga stærsta hluta fjár-
magnsins sjálfir. Fyrir ungt
fólk, sem vill hefja búskap, er
það nánast óframkvæmanlegt
eins og að þessum málum er
staðið. Annað vandamál er
hvernig staðið er að afurða-
verðinu. Ég tel söluaðilana, sem
aðallega eru kaupfélögin, borga
of lítið út á vöruna við mót-
töku. Bændur verða síðan að
bíða óratíma eftir að fá endan-
legt uppgjör fyrir framleiðsl-
una. Það er heldur ekki hægt
í fljótu bragði að sjá hvaða til-
gangi það þjónar að láta greiða
söluskatt ofan á kjötafurðirnar
og síðan greiðir ríkið hann nið-
ur. Annars er það í tísku núna
að allir kvarti og kveini, þó
svo að fólk veiti sér hvað sem
hugurinn girnist, þrátt fyrir
kveinstafina. Staðreyndin er
sú, að fólk verður að leggja
töluvert á sig nú til dags til
að komast sómasamlega frá
hlutunum.
ALHLIÐA VERZLUN
— Um verzlunina er það að
segja, að við byrjuðum á henni
þrír félagar fyrir þremur árum.
Hún var hugsuð sem nokkurs
konar söluturn með kvöldsölu
en hefur nú þróast upp í að
vera alhliða verzlun með ýms-
ar matvörur og hreinlætisvör-
ur auk varnings fyrir ferðafólk.
Það sem háir okkur er að hús-
næðið er óhentugt fyrir meiri
umsvif. Við reynum að bjóða
upp á þau vörumerki, sem
kaupfélagið hefur ekki, og gef-
um þar með fólki möguíeika á
að verzla þar sem því líkar bet-
ur og er sú þróun okkur mjög
hagstæð enda heilbrigður verzl-
unarmáti. Árið 1976 var veltan
20 milljónir og jókst frá árinu
á undan um 60%. Það sem af
er þessu ári heldur þessi aukn-
ing áfram miðað við janúar
síðasta árs. Afkoman byggist
fyrst og fremst á hversu stúlk-
urnar, sem þar vinna eru
traustar og útsjónarsamar í
vörukaupum enda stendur hinn
daglegi rekstur eða fellur með
þeim.
— Nú er verið að stækka
húsnæði vélsmiðjunnar um
450 m- og meiningin er að þar
verði vélarhlutar Brons báta-
vélanna settir saman og fluttir
um allt land. Brons-verksmiðj-
urnar eru gamalt og rótgróið
fyrirtæki í Hollandi, sem var
stofnað 1907. Það er tiltölulega
stutt síðan Vélsmiðjan Nonni í
Reykjavík byrjaði að flytja
þær inn eða 4 ár og eru nú 6
vélar í notkun hér á landi og
líka mjög vel, sagði Einar.
— Þær vélar, sem aðallega
verða settar saman hér, eru af
stærðinni 750-2000 hestöfl. Einn
aðalkostur þessara véla er sá
að sömu vélarhlutirnir notast
hvort sem um er að ræða 750
eða 2 þúsund hestafla vélar,
því eina breytingin sem á sér
stað ef vél stækkar er lenging
á sveifarás og vélarhúsi. Þetta
mun einnig auðvelda okkur að
hafa mjög fullkomna varahluta-
þjónustu. Annar höfuðkostur
Brons-vélanna er að þær eru
tvígengisvélar með toppskolun
og hafa þær aðeins einn út-
blástursventil í dexeli í stað
fjögurra og munar það miklu
þegar þarf að slípa.
Einar
Þórarins-
son við
húsakynni
Vélsmiðj-
unnar
Nonna í
Ólafsfirði.
FV 2 1977
53