Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1977, Blaðsíða 51

Frjáls verslun - 01.02.1977, Blaðsíða 51
Vélsmi&jan IXlonni: Setja saman bátavélar undir merki Brons-verksmiðjunnar Vélarnar verða af stærðinni 750-2000 hestöfl og seljast um allt land Vélsmiðjan Nonni hf. í Ólafsfirði var upphaflega stofnuð 1914 af Jóni Þorsteinssyni. Nú er vélmiðjan rekin af þeim Einari Þórarins- syni og Þorsteini S. Jónssyni, en Þorsteinn rekur jafnframt inn- flutningsfyrirtæki í Reykjavík undir sama nafni. Meðal þess sem flutt er inn eru hollcnsku bátavélarnar BRONS. Þegar blaðamað- ur FV var á ferð í Ólafsfirði fyrir skömmu heyrði hann á skot' spónum að verið væri að stækka Vélsmiðjuna Nonna því setja ætti upp samsetningarverksmiðju á bátavélum. Leiðin lá því þangað til að forvitnast nánar um þetta og var Einar fram- kvæmdastjóri inntur nánar út í þctta. sagði Baldvin, að betur mætti standa að lánamálunum. — Það er alveg sýnilegt, að ef bændur vilja stækka við sig, þurfa þeir að eiga stærsta hluta fjár- magnsins sjálfir. Fyrir ungt fólk, sem vill hefja búskap, er það nánast óframkvæmanlegt eins og að þessum málum er staðið. Annað vandamál er hvernig staðið er að afurða- verðinu. Ég tel söluaðilana, sem aðallega eru kaupfélögin, borga of lítið út á vöruna við mót- töku. Bændur verða síðan að bíða óratíma eftir að fá endan- legt uppgjör fyrir framleiðsl- una. Það er heldur ekki hægt í fljótu bragði að sjá hvaða til- gangi það þjónar að láta greiða söluskatt ofan á kjötafurðirnar og síðan greiðir ríkið hann nið- ur. Annars er það í tísku núna að allir kvarti og kveini, þó svo að fólk veiti sér hvað sem hugurinn girnist, þrátt fyrir kveinstafina. Staðreyndin er sú, að fólk verður að leggja töluvert á sig nú til dags til að komast sómasamlega frá hlutunum. ALHLIÐA VERZLUN — Um verzlunina er það að segja, að við byrjuðum á henni þrír félagar fyrir þremur árum. Hún var hugsuð sem nokkurs konar söluturn með kvöldsölu en hefur nú þróast upp í að vera alhliða verzlun með ýms- ar matvörur og hreinlætisvör- ur auk varnings fyrir ferðafólk. Það sem háir okkur er að hús- næðið er óhentugt fyrir meiri umsvif. Við reynum að bjóða upp á þau vörumerki, sem kaupfélagið hefur ekki, og gef- um þar með fólki möguíeika á að verzla þar sem því líkar bet- ur og er sú þróun okkur mjög hagstæð enda heilbrigður verzl- unarmáti. Árið 1976 var veltan 20 milljónir og jókst frá árinu á undan um 60%. Það sem af er þessu ári heldur þessi aukn- ing áfram miðað við janúar síðasta árs. Afkoman byggist fyrst og fremst á hversu stúlk- urnar, sem þar vinna eru traustar og útsjónarsamar í vörukaupum enda stendur hinn daglegi rekstur eða fellur með þeim. — Nú er verið að stækka húsnæði vélsmiðjunnar um 450 m- og meiningin er að þar verði vélarhlutar Brons báta- vélanna settir saman og fluttir um allt land. Brons-verksmiðj- urnar eru gamalt og rótgróið fyrirtæki í Hollandi, sem var stofnað 1907. Það er tiltölulega stutt síðan Vélsmiðjan Nonni í Reykjavík byrjaði að flytja þær inn eða 4 ár og eru nú 6 vélar í notkun hér á landi og líka mjög vel, sagði Einar. — Þær vélar, sem aðallega verða settar saman hér, eru af stærðinni 750-2000 hestöfl. Einn aðalkostur þessara véla er sá að sömu vélarhlutirnir notast hvort sem um er að ræða 750 eða 2 þúsund hestafla vélar, því eina breytingin sem á sér stað ef vél stækkar er lenging á sveifarás og vélarhúsi. Þetta mun einnig auðvelda okkur að hafa mjög fullkomna varahluta- þjónustu. Annar höfuðkostur Brons-vélanna er að þær eru tvígengisvélar með toppskolun og hafa þær aðeins einn út- blástursventil í dexeli í stað fjögurra og munar það miklu þegar þarf að slípa. Einar Þórarins- son við húsakynni Vélsmiðj- unnar Nonna í Ólafsfirði. FV 2 1977 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.