Frjáls verslun - 01.02.1977, Blaðsíða 53
TVEIR MENN HJÁ VERK-
SMIÐJUNUM
— Þessi rekstur ætti að geta
orðið hagkvæmur og kemur til
með að spara þjóðarbúinu
gjaldeyri. Útseld vinna er þrisv-
ar sinnum ódýrari hér en í Hol-
landi svo vélarnar ættu að geta
orðið ódýrari sem þvi nemur.
Nú eru tveir menn héðan úti
hjá verksmiðjunum að vinna
við vélasamsetningar og eiga
þeir að vera búnir að full-
mennta sig þegar við byrjum
hér. Hollendingarnir sjá svo
um alla verkfræði- og tækni-
þjónustu. Við reiknuðum með
að geta byrjað í sumar, en þar
sem byggingin á það langt í
land ennþá verður það ekki
fyrr en seinni hluta ársins.
REKA BLIKKSMIÐJU SEM
VINNUR VIÐ MIÐSTÖÐVAR
FYRIR HÚS
— Vélsmiðjan verður áfram
með alla almenna járnsmíða-
vinnu og viðgerðir, sem eru að
mestu í sambandi við sjávar-
útveginn. Þar sem slíkar við-
gerðir koma í sveiflum og krefj-
ast mikils mannskaps meðan
þær standa yfir, hefur verið
vandamál að finna verkefni
fyrir mennina þess í milli. Við
höfum þess vegna rekið hér
blikksmiðju, þar sem unnið er
við miðstöðvar fyrir hús og nú
síðastliðið haust keyptum við
fyrirtækið Stáliðn h.f. á Akur-
eyri, sem hefur framleitt borð
og stóla fyrir skóla og félags-
heimili. Þessi stálhúsgögn eru
framleidd með sérstakri nælon-
húð, sem brennd er í stálið í
sérstökum ofni og er eina fram-
leiðslan þessarar tegundar hér
norðanlands. Við erum þegar
búnir að framleiða fyrir félags-
heimilið hérna á staðnum og
fyrir liggur pöntun frá gagn-
fræðaskólanum. Við erum mjög
bjartsýnir á framtíðina í þess-
um iðnaði, enda hafði Stáliðn
getið sér gott orð á þessum
markaði og framleitt fyrir
marga aðila víðs vegar um
landið. Þá má ekki gleyma því
að við sköpum ekki aðeins fyr-
ir okkur aukna atvinnumögu-
leika með því að kaupa fyrir-
tækið heldur njóta trésmiðir og
bólstrarar hér í bæ þess einnig,
sagði Einar að lokum.
Saumastofan Ylir:
Áætla að sauma 1000
mokkaskinns jakka
á árinu
Oll framleiðslan á innanlandsmarkað
— Við erum í of litlu hús-
næði, sem háir okkur mikið við
að auka framleiðslugetima. Hér
á Dalvík er ekki til neitt iðn-
aðarhúsnæði, svo eina úrræðið
fyrir þá sem þurfa að stækka
eða ætla að byrja með iðnfyrir-
tæki, er að byggja eigið hús-
næði, en á því eru alltaf erfið-
Ieikar.
Þannig mæltu eigendur
Saumastofunnar Ýlir sf., Júlíus
Snorrason og Jóhann Tryggva-
son er blaðamaður FV heim-
sótti þá fyrir skömmu.
Saumastofan Ýlir er ungt
fyrirtæki, stofnað 1. maí 1973.
Þar vinna að jafnaði 9 manns
við framleiðslu á fatnaði úr
mokkaskinnum og leðri.
— Á síðasta ári unnum við
úr um 4000 mokkaskinnum,
sem við fáum frá Skinnaverk-
smiðjunni Iðunni á Akureyri og
úr álíka magni af leðri, en
það er flutt inn frá Bretlandi.
Þetta er svipað framleiðslu-
magn og árið á undan, en verð-
bólgan hefur’ aukið veltuna í
krónutölu, sem var 12-13 millj-
ónir árið 1976.
EFTIRSPURN EFTIR LEÐUR-
FATNAÐI MINNKAR
— Við höfum hug á því að
auka framleiðsluna úr mokka-
skinnum á þessu ári þar sem
eftirspurn eftir leðurfatnaði
hefur minnkað. Við áætlum að
sauma 1000 jakka, en til þess
þarf 6-7 þúsund skinn. Við er-
um samt ekki öruggir með að
þessi áætlun standist, þar sem
við erum háðir því að Skinna-
verksmiðjan Iðunn sjái sér fært
að afgreiða þetta magn til okk-
ar.
— Öll okkar framleiðsla fer
á innanlandsmarkað, en hann
var mjög góður síðastliðið
haust. Þá brá hins vegar svo
við að á tímabilinu frá júlí
og fram í desember fengum við
ekki nægilegt magn af skinn-
um til að anna eftirspurninni,
sem kom illa niður á okkur.
VARAN LÍKAR PRÝÐI-
LEGA
— Við teljum samt að fram-
leiðslan gangi vel. Við erum
mjög heppnir með starfsfólk,
en uppistaðan er frá því við
byrjuðum. Varan líkar prýði-
lega og heyrir til undantekn-
inga að við fáum kvartanir.
Júlíus og
Jóhann,
eigendur
Saunia-
stofunnar
Ýlis á
Sauðár-
króki.
FV 2 1977
55