Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1977, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.02.1977, Blaðsíða 39
Unnið að niðursetningu tækja í mýja togaranum Dalvíkinga. Áherzla er lögð á vandaðasta frágang um borð og fullkomnustu tæki. að kaupa bíl, sem kostar millj- ón og annan helmingi dýrari. Svona er þetta líka með skip- in þó að þau séu af nákvæm- lega sömu stærð. Gæðin og bún- aðurinn eru svo mismunandi að það er erfitt að gera nokkurn samanburð. F.V.: — Nú liafið þið haft ágætt tækifæri til að fylgjast með því, hvernig hinar mis- munandi gerðir skuttogara hafa reynzt og fengið samanburð við ykkar eigin smíði. Hvernig lít- ur það dæmi út? Gunnar: — Það er kannski hæpið að ég fari að fjalla mik- ið um þau mál. Það myndu margir segja, að ég væri ekki hlutlaus. En þó vil ég benda á, að togarinn Guðmundur Jóns- son, sem við afhentum í júlí í fyrrasumar og er sennilega best búinn og flóknastur af skut- togurum af millistærðinni, hef- ur aldrei stanzað nema 30 klukkustundir í landi milli túra. Hann fór héðan beint á veiðar og hefur aldrei bilað. Við teljum okkur hafa verið sérstaklega heppna með þetta skip. Guðmundur Jónsson er útbúinn til að vera skuttogari og eins nótaskip. Hann er á loðnuveiðum núna og reynist ekki síður sem slíkur. Það hef- ur ekkert komið fyrir hann og ég tel það fyrst og fremst að þakka hönnuninni á skipinu, bæði útliti og öllum búnaði og fyrirkomulagi á honum. Við notum líka besta efni á öllum sviðum, hvort það er í röra- kerfi eða raflögnum. Hins veg- ar fullyrði ég, að slíku er ekki til að dreifa í innfluttu skip- unum. Þar er sparað á þessum sviðum. Menn geta kannski fengið eitthvað ódýrara skip fyrir bragðið. En það er dýrt að fá nýtt skip, sem liggur svo kannski í reiðuleysi í marga mánuði meðan verið er að koma því í sjóhæft stand. Það er líka ömurlegt að þurfa að endurnýja allar röralagnir í skipunum eftir eitt eða tvö ár eins og við höfum verið að gera í norsku togurunum. Við erum búnir að endurnýja miðstöðvar- kerfið í þremur af Vestfjarða- togurunum og rörakerfið á vinnsludekkinu í öðrum þrem- ur. Þetta er alls ekki eðlilegt viðhald en er til komið vegna þess að gæðin á efninu hafa ekki verið meiri. f japönsku togurunum hefur raflagnaefnið verið í mjög lágum gæðaflokki til að mynda. Hérna hjá Slippstöðinni höf- um við verið okkur meðvitandi um möguleikana á að smíða ódýrari skip á kostnað efnis- gæða en við viljum ekki slaka á. Efnisvöndunin og gæðasmíði eru okkar styrkleiki og við höf- um nóg að gera. F.V.: — Hvað getur verð- munurinn verið mikill á er- lendu skipi og skipi frá ykkur? Gunnar: — Við viljum halda því fram að verðmunurinn sé enginn. Innan tíðar munum við skila af okkur skipi, sem er alveg sams konar og norsku togararnir á Vestfjörðum, skrokkurinn að honum var keyptur tilbúinn frá Noregi en skipið að öðru leyti klárað hér. Ég vil fullyrða, að þetta skip verði ekki dýrara en ef það hefði verið keypt beint frá norskri skipasmíðastöð. Samt er margs konar búnaður og frá- gangur betri en í norsku skip- unum. F.V.: — Þetta er næsti tog- arinn, sem bið smíðið á eftir Guðmundi Jónssyni. Hvað tek- ur svo við? Gunnar: — Við erurn sem sagt að Ijúka við togarann, sem er hér við viðlegukantinn og gerum ráð fyrir að afhenda hann um mánaðamótin marz- apríl en hann er smíðaður fyr- ir Útgerðarfélag Dalvíkinga. Inni í stöðvarhúsinu er svo ver- ið að vinna að nýjum togara fyrir Þórð Oskarsson á Akra- nesi, sem verður tilbúinn í haust en næsta verkefni þar á eftir er togari, sem samningur hefur verið gerður um við Magnús Gamalíelsson á Ólafs- firði. Það skip er að öllu leyti hannað hér í stöðinni og verður byrjað á þeirri smíði í maí í vor. F.V.: — Hvað kostar svona skip? Gunnar: — Ég geri ráð fyrir að togarinn, sem við afhendum núna í marz-apríl kosti um 600 milljónir þó að erfitt sé að nefna tölur því að þær breyt- ast í samræmi við verðlagsþró- unina. F.V.: — Og hvað er umsam- inn afhendingartími langur? Gunnar: — Ef við tökum dæmið um Guðmund Jónsson FV 2 1977 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.