Frjáls verslun - 01.02.1977, Blaðsíða 59
Utgerðarfélag Skagfirftinga:
„Friðunarreglur verka
til óhagræðis,,
- segir IUarteinn Friftriksson
framkvæmdastjóri
Þegar blaðamaður FV var á ferð um Sauðárkrók fyrir skömmu
hafði hann samband við Martein Friðriksson framkvæmdastjóra
Fiskiðjunnar og stjórnarformann Útgerðarfélags Skagfirðinga og
fékk hann til að segja frá útgerðar- og fiskvinnslumálum á staðn-
um. Marteinn hefur verið framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar frá
upphafi, eða frá 1956, þegar Kaupfélag Skagfirðinga. stofnaði
fyrirtækið, og er því öllum hnútum kunnur í þessum málum.
GÓÐAR HORFUR
— Horfur eru mjög góðar í
dag. Verð er með því besta
sem við höfum fengið fram að
þessu og bendir ekkert til þess
að það breytist. Við urðum fyr-
ir miklu afurðatjóni á síðasta
ári þar sem 34% af læðunum
skiluðu ekki hvolpum, þannig
að skinnin gáfu aðeins um 15
milljónir á uppboðinu nú fyrir
skemmstu. Við teljum okkur
hafa fundið orsökina fyrir
minnkandi frjósemi og verðum
komnir með 7 þúsund dýr á
næsta ári sem þýðir í útflutn-
ingsverðmæti hátt í 50 millj-
ónir.
Að lokum var Reynir spurð-
ur um framtíð minkaræktar á
íslandi.
— Eins og verðlag hefur ver-
ið erlendis, en þar er fóður-
kostnaður 50% hærri en hér,
hefur orðið samdráttur víðast
hvar. Ef eingöngu er horft á
þessa staðreynd er hægt að
fjölga minkum hér mjög mik-
ið. íslendingar hafa náð mikl-
um árangri frá byrjun hvað
gæði og stærð skinna snertir.
Þegar ég tala um gæði á ég
við þéttleika skinnsins og lit og
hlutfall milli undirhárs og
vindhárs. Rétt hlutfall er 70%
undirhár og 30% vindhár en
þessi hlutföll hafa batnað stór-
lega. Af þessum sökum eru okk-
ar skinn komin í flokk með
breskum skinnum, sem eru hátt
skrifuð á heimsmarkaðnum
jafnframt sem tískan er okkur
hagstæð.
VERÐSVEIFLUR MEIRI Á
FISKMARKAÐNUM
— Minkarækt hefur verið
gagnrýnd mjög mikið og talað
um að hér sé um tískufyrir-
bæri að ræða og því mikil
hætta á verðsveiflum. Ég hef
kannað síðustu 20 ár og borið
þau saman við aðrar útflutn-
ingsgreinar og kom í Ijós að
meiri sveiflur hafa átt sér stað
í útfluttum sjávarafurðum en á
minkaskinnum. Ég er mjög
bjartsýnn á framtíðina og
byggi það á því að með meiri
þekkingu og reynslu skapast
meira öryggi við uppeldið og
þessi reynsla verður aldrei frá
okkur tekin.
— Hér var upphaflega tekið
á móti fiski af smábátum og
voru sumar og ihaust besti tím-
inn en stopult aðra mánuði. Þá
var einnig rekin togaraútgerð
hér í samvinnu við Ólafsfirð-
inga og Húsvíkinga 1956—59.
Þá lögðu Akureyrartogararnir
einnig upp hérna, en hættu því
er útgerðin reisti sitt eigið
frysti'hús. Eftir það kom ákaf-
lega erfitt tímabil, hráefna-
skortur og fiskleysi, sem rætt-
ist ekki úr fyrr en 1967 er Út-
gerðarfélag Skagfirðiníga var
stofnað en rekstur þess hófst
1968. Félagið keypti Fróðaklett
frá Hafnarfirði og varð nóg
framboð af fiski enda bættust
inn í þessar togveiðar síldveiði-
skio sem þá voru orðin verk-
efnalaus.
— Við sáum fram á að hér
byrfti stærri skip bar sem þess-
ir bátar myndu missa sín veiði-
svæði vegna friðunaraðgerða.
Við sömdum við SlÍDDstöðina
1969 um smíði á skuttogara,
sem kosta átti 66 milljónir, en
þeir samningar voru eyðilagðir
af viðreisnarstjórninni þar sem
hún hafði ekki áhuga og engin
fyrirgreiðsla fékkst svo Slipp-
stöðin fór að smíða strand-
ferðaskipin, allt annað en
luk’kulegir.
ÞRJÚ FRYSTIHÚS — ÞRÍR
TOGARAR
— Við fengum svo notaðan
togara frá Frakklandi 1971,
Hegranes SK2, og reyndist
hann mjög vel við þær að-
stæður sem þá voru fyrir
hendi, en þar sem hann er að-
eins 260 tonn missti hann stór
svæði þegar veiðisvæðin Norð-
anlands voru friðuð svo nú
gengur erfiðlega að reka hann.
Drangey SKl kom 1972 en
hann var smíðaður fyrir okkur
í Japan. Þegar þriðji togarinn,
Skafti kom var gert samkomu-
lag við Hofsóshrepp sem kom
þá inn í útgerðarfélagið. Það
tala margir um það að það sé
rausnarlegt að við skulum hafa
þrjá togara en það er ekki gáð
að því að hér eru þrjú frysti-
hús og atvinna í tveim sveitar-
félögum sem um er að ræða.
— Sá skuggi hvílir á að afli
togaranna er ekki nægilega
mikill svo útgerðarfélaginu
hefur ekki gengið of vel fjár-
hagslega og því dálítill halli á
rekstrinum. Það þarf mikinn
afla til að halda svo dýrum
tækjum uppi og hafa lokanir á
svæðum norðanlands vegna
friðunaraðgerða verkað mjög
til óhagræðis fy.rir reksturinn.
AFKOMA FRYSTIHÚSA
GÓÐ
— Varðandi rekstur frysti-
húsanna er aðra sögu að segja,
þau hafa nokkurn veginn stað-
ist áætlanir. Þó er verri af-
koma á Fiskiðjuinni en þyrfti
að vera þar sem vinnsla er ekki
nægilega samfelld.
FV 2 1977
61