Frjáls verslun - 01.02.1977, Blaðsíða 57
Minkabú Loðfelds:
Spáð 50 millj. króna
útflutningsverðmæti
á næsta ári
ATVINNUUPPBYGGING
— Samt er það knýjandi
spurning á hvern hátt megi
tryggja áframhaldandi upp-
byggingu á Sauðárkróki at-
vinnulega séð. Hér eru 3 tog-
arar, 2 frystihús, og öflug
kaupfélagsstarfsemi auk
margra minni iðnfyrirtækja og
þjónustufyrirtækja. Samt tel
ég ljóst að meira verði að koma
til ef bærinn á að halda áfram
að vaxa og dafna og nægileg
atvinna á að vera til að taka
við fólksfjölgun. Hingað á
Sauðárkrók vantar ekki stór-
iðju sem ýmsa dreymir þó um.
S-líkt hentar ekki stað á stærð
við Sauðárkrók, að mínu viti.
Það sem okkur vantar og ber
að stefna að er að koma hér á
fót meðalstóru framleiðslufyr-
irtæki sem gæti tekið 50—150
manns í vinnu og framleiddi
eingöngu úr íslensku hráefni
og orku. Slík fyrirtæki eru til
en vegna draumóra um stór-
iðju er þessu gefinn alltof lítill
gaumur.
VERKSMIÐJA TIL AÐ
VINNA ÚR BLÁGRÝTI?
Án efa mætti stofnsetja og
reka hér verksmiðju sem til
dæmis notaði einfaldlega blá-
grýti til sinnar framleiðslu sem
væri aðaluppistaðan í hráefnis-
notkun fyrirtækisins. Þetta
gerist rneð þeim hætti að verk-
smiðjan blátt áfram bræðir
grjót og vinnur síðan úr því.
Sumar slíkar verksmiðjur nota
einnig skeljasand til viðbótar
við blágrýtið og fer það eftir
því hvers konar verksmiðju er
um að ræða. Framleiðsluvör-
urnar gætu verið basaltull,
sement, hellur, flísar, rör, trefj-
ar í steinsteypu og fleira bæði
fyrir markað innanlands og ut-
an. Þessar verksmiðjur nota
talsverða .raforku þetta frá 5—
25 MW og veita fjölda manns
vinnu.
Það er mikið hagsmunamál
fyrir íbúana á Sauðárkróki þar
sem öll skilyrði eru fyrir hendi
til að stofnsetja og reka slíka
verksmiðju, að þessu máli
verði sinnt.
Þegar blaðamaður FV var
á ferð á Sauðárkróki fyrir
skömmu var viðeigandi að eiga
viðtal við forstöðumann minka-
bús Loðfelds hf., Reyni Bardal,
þar sem nýlega höfðu borist
fréttir af miklum verðhækkun-
um á minkaskinnum erlendis.
Reynir Bardal stundaði nám í
Noregi í tvö ár, fyrst við vinnu
á minkabúi en síðan í loðdýra-
skóla. Hann réðst til Loðfelds
1970 og sá um að kaupa dýrin
áður en hann kom heim, 1000
læður og 200 karldýr.
— Byrjunarerfiðleikar voru
þó nokkuð miklir, sérstaklega
hvað markaðinn snerti. Skinna-
verð var mjög breytilegt fyrstu
árin og var í lægð fyrir 3 ár-
um. Þá þurftu dýrin að laga
sig að breyttum aðstæðum. Sú
þekking, sem við komum með
frá Noregi samræmdist ekki ís-
lenskum aðstæðum, og tók þó
nokkurn tíma að finna út þá
fóðursamsetningu, sem hentaði
miðað við það hráefni, sem við
höfum á boðstólum.
STOFNINN LÍTILL
— Það sem hefur háð búinu
er hve stofninn er lítill og er
nú unnið að stækkun hans.
Reglugerðin um minkarækt er
mjög ströng, sérstaklega hvað
snertir byggingar, þannig að
kostnaður er ærið mikill og
uppbyggingin tekur meiri tíma
en æskilegt hefði verið. Nú er
búið að reisa skála, sem hýsir
2000 dýr og er verið að flytja
dýrin í hann. Þessi fjölgun á
stofninum er fengin af Suður-
landi frá minkabúi, sem var
lagt niður. Ástæðan fyrir því
að þeir hættu er fyrst og fremst
sú að möguleikarnir á hráefni
í fóðurblöndu eru miklu verri
en hér. í rauninni voru búin
sameinuð. í framhaldi af þessu
má það koma fram að hér á
Sauðárkróki er möguleiki á að
fæða 15 þúsund dýr með nýt-
ingu fiskúrgangs úr þeim afla
sem berst hér á land. Nú fyrst
er kominn rekstrargrundvöllur
fyrir búið eftir að það er kom-
ið í þessa stærð. Eftir því sem
búið verður stærra verður
reksturinn hagkvæmari. Ef got-
ið gengur eins vel í vor og við
reiknum með, verður stækkað
áfram út frá þessum stofni.
Reynir
Bardal í
minkabúi
Loðfelds
á Sau'ðár-
króki.
FV 2 1977
59