Frjáls verslun - 01.02.1977, Blaðsíða 29
Fyrningar og skattalög
eftir Arna Arnason, rekstrarhagfræðing
Umræður um fyrningar fjár-
muna í atvinnurekstri hafa
or'ðið nokkuð háværar hin síð-
ustu ár. í þeim umræðum hef-
ur orðið ljóst, að fyrningar eru
bæði umdeildur og jafnframt
misskilinn rekstrarkostnaður.
Sumir véfengja réttmæta til-
vist þeirra, aðrir misskilja eðli
þeirra og tilgang, en versti ó-
vinurinn er sennilega óðaverð-
bólgan, sem gerir að engu, þeg-
ar fram í sækir, fyrningar, sem
miðast við upphaflegt kaupverð
eigna.
HVAÐ ERU FYRNINGAR?
iFyrningar fyrirtækja eiga að
vera gjaldfærsla fyrir úreld-
ingu og slit þeirra fjárfesting-
arfjármuna sem notaðir eru í
atvinnurekstri á hliðstæðan
hátt og fy.rirtæki þyrftu að
greiða öðrum leigu fyrir afnot
slíkra fjármuna, ef þau ættu þá
ekki sjálf. Flestum er að sjúlf-
sögðu ljóst, að eignir ganga úr
sér við notkun, en tæknilega
úreldingin er sízt léttvægari
vegna hinnar öru tækniþróun-
ar.
Þessir tveir þættir, slit og úr-
elding, ákvarða æskilegan notk-
unartíma eigna í atvinnu-
rekstri. Mat fyrninga ræðst þá
af því, að draga frá kaup- eða
kostnaðarverði eignarinnar nið-
u.rlagsverð hennar, en dreifa
mismuninum yfir æskilegan
notkunartíma eignarinnar, með
hliðsjón af sennilegri hegðan
þess verðmætataps eða þeirrar
verðmætanotkunar sem á sér
stað. Sennilega er algengast að
mesta verðmætatapið verði
fvrstu árin sem kallar á flýti-
fyrningu einhvers konar, en
jöfn árleg fyrning er þó ein-
földust og algengust.
ÖNNUR VIÐHORF
Ekki leggja þó allir þennan
skilning í skilning í eðli og til-
gang fyrninga. Þrenns konar
misskilningur er algengastur:
O Að fyrningar séu til þess að
endurheimta kaupverð eigna
með því að draga það í á-
föngum frá hagnaði hvers
árs. í góðærum eigi því að
fyrna mikið, í hallærum lít-
ið. Þetta er misskilningur.
Fyrningar eru árlegur kostn-
aður burtséð frá afkomu og
geta myndað raunverulegt
tap í atvinnurekstri á sama
hátt og laun og hver annar
rekstrarkostnaður sem er
umfram tekjur.
9 Að fyrningar séu til þess að
endurnýja eignir í atvinnu-
rekstri. Svo er ekki. f áfram-
haldandi rekstri eru gjald-
færðar fyrningar að vísu oft-
ast nýttar til endurnýjunar
eigna en fyrningum er ekki
ætlað að tryggja það að svo
megi verða.
® Að fyrningar séu til þess að
standa undir vöxtum og af-
borgunum, sem tekin voru
við kaup á viðkomandi eign.
Þetta eru tvö aðskilin mál,
enda á að meta fyrningar
eins hvort sem eign er fjár-
mögnuð með lánum, eigin
fé eða fengin sem gjöf. Þess-
ir þættir hafa engin áhrif á
slit og úreldingu, enda getur
lánstími ýmist verið lengri
eða skemmri en endingar-
tími eigna og lántökukostn-
aður og afborganir samsvara
ekki endilega æskilegri til-
högun á gjaldfærslu fyrn-
inga.
ÞJÓÐHAGSLEG ÁHRIF
Ef verðlag er stöðugt, er mat
á nauðsynlegum fyrningum til-
tölulega auðleyst tæknilegt við-
fangsefni. Óðaverðbólgan rugl-
ar hins vegar myndina, þar sem
gjaldfærðar fyrninga.r verða á
verðlagi kaupárs eignarinnar
en ekki á verðlagi þess árs sem
þær eru gjaldfærðar á. Þegar
verðlag fer hækkandi ve.rða
fyrningar því vanmetnar, þar
sem bæði bókhaldsreglur og
skattalög eru sniðin að mestu
fyrir stöðugt verðlag. Afleiðing
þessa verður vanmetnar fyrn-
ingar og ofmetinn hagnaður.
Því meiri sem verðbólgan er
því stærri verður skekkjan.
Fjármálaráðherra Bandaríkj-
anna lét kanna það fyrir árið
1974, hver áhrif það hefði á 66
milljarða dollara ‘hagnað banda-
rískra fyrirtækja eftir sikatt ef
fyrningar og vörunotkun væri
rétt metin. Niðurstaðan varð
sú að ,rétt mat á hagnaði eftir
skatt væri 21 milljarður doll-
ara eða tæpur Vá af hefðbundnu
mati. Á árinu 1974 var óðaverð-
bólga í Bandaríkjunum að
beirra mati, neyzluvöruverð
hækkaði um 11% að meðaltali.
Ef þetta er reynsla Bandaríkja-
manna af 11% verðbólgu eins
árs má nærri geta hvaða útreið
íslenzk fyrirtæki hafa fengið í
árlegri 16% verðbólgu að með-
altali síðan 1950 samkvæmt
vísitölu byggingarkostnaðar.
Þetta vanmat fyrninga hefur
margvisleg þjóðhagsleg áhrif,
einkum ferns konar:
1. Afkoma atvinnuveganna,
metin samkvæmt hefðbundn-
FV 2 1977
31