Frjáls verslun - 01.02.1977, Blaðsíða 45
F.V.: — Hvað greiddi SIipp-
stöðin í laun í fyrra?
Gunnar: — Það eru víst einar
415 milljónir af um 1400 millj-
ón króna veltu. Við höfum
reiknað út, að meðallaunin hér
séu 148 þúsund á mánuði yfir
heildina. Þetta byggist þó á
mikilili vinnu og 20% af vinnu-
tímanum hérna í fyrra var utan
reglulegs vinnutima, sem er 10
tímar á dag.
F.V.: — Hvernig var fjár-
hagsleg afkoma fyrirtækisins í
fyrra?
Gunnar: — Slippstöðin hefur
verið rekin með hagnaði síðast-
liðin fimm ár og árið 1975 nam
nettóhagnaður eftir afskriftir
og skatta 44 milljónum króna.
Við höfum tölvubókhald hérna,
sem gerir okkur kleift að fylgj-
ast nákvæmlega með stöðunni
á hverjum tíma, hvað peninga-
mál, verkefni og vinnuafl
áhrærir. Ég get ekki upplýst
alveg nákvæmlega hver útkom-
an var hjá okkur í fyrra, en
veltuaukningin miUi áranna
1975 og 1976 hefur verið um
70%, þar af 30-35% framleiðslu-
aukning.
F.V.: — Ríkið og Akureyrar-
bær eru stórir hluthafar í þessu
fyrirtæki. Eru horfur á að sú
staða breytist eitthvað eftir að
fyrirtækinu er farið að vegna
betur og opinberrar aðstoðar
ekki þörf?
Gunnar: — Hlutafé í Slipp-
stöðinni er 82,9 milljónir króna.
Þar af á ríkið 54,3%, Akur-
eyrarbær 36,2%, en einstakl-
ingar afganginn. Á síðasta aðal-
fundi sló Matthías Matthiesen,
fjármálaráðherra, fram þeirri
hugmynd að ríkið seldi starfs-
mönnum Slippstöðvarinnar hlut
í fyrirtækinu. Það er sjálfsagt
gott og blessað, en spurningin
er á hvaða verði á að selja
hlutabréfin. Höfuðstóllinn í
þessu fyrirtæki er 600-700 millj-
ónir og stöðugleikinn í rekstr-
inum er orðinn mikill. Spum-
ing er svo, hvort starfsmennirn-
ir sæju hag sínum bezt borgið
með því að kaupa bréf miðað
við þann arð, sem af þeim er að
hafa. í fyrra greiddum við 10%
í arð þannig að ríkið fékk 4,5
millj. í sinn hlut og Akureyrar-
bær 3 milljónir.
Þegar bærinn gerðist aðili að
fyrirtækinu var hlutafjárfram-
lag hans að verulegu leyti yfir-
taka á veðskuldum auk þess
sem hann gaf eftir aðstöðu- og
fasteignagjöld eitt árið, sem fór
upp í hlutabréf. Ef þetta er
metið út frá sjónarhóli bæjar-
ins má geta þess að þessar 3
milljónir, sem bærinn fékk í
arð í fyrra hefðu nægt til að
greiða afborganir og vexti af
þeim lánum, sem hann yfirtók.
Auk þess hefur bærinn hækkað
aðstöðugjaldsprósentuna á fyr-
irtækinu úr 0,5% í 1%, en mér
er kunnugt um að hún er 0,5%
á öðrum skipasmíðastöðvum í
landinu. Þetta eru 15-16 millj-
ónir í ár. Bærinn þarf því ekk-
ert að sjá eftir því að hafa
komið til liðs við fyrirtækið
auk þess sem hér starfa góðir
gjaldendur til bæjarins.
Annars tel ég það ekki skipta
höfuðmáli hverjir eiga fyrir-
tækið, hvort það er ríkið eða
starfsmennirnir. Ég hef aldrei
litið á þetta sem ríkisfyrirtæki
heldur fyrst og fremst sem
hlutafélag, sem starfar eftir
ákvörðunum aðalfundar og
kjörinnar stjórnar. Ríkið skipt-
ir sér ekkert af daglegum
rekstri hér.
F.V.: — Hvað telurðu um
framtíð'arverkefni fyrir SIipp-
stöðina þannig að eðlilegur
rekstrargrundvöllur sé tryggð-
ur fyrir hana?
Gunnar: — Ég er ekki að
biðja um neina einokunarað-
stöðu fyrir okkur. Hins vegar
viljum við sitja við sama borð
og erlendu aðilarnir, sem við
okkur keppa. f Noregi eru uppi
raddir um að veita skipasmíða-
iðnaðinum opinbera styrki. Við
getum ekki keppt við það og
stjórnvöld hér verða þá að gera
upp við sig, hvort þau vilja
njóta þess um sinn að fá niður-
greidd skip en missa jafnframt
af tækifærinu til að byggja upp
svona iðnað í eigin landi.
Við ætlum okkur að reka
hér sæmilega viðgerðarstöð og
veita góða þjónustu. Eftir því
sem stöðugleikinn er meiri í
nýsmíðunum getum við veitt
betri þjónustu á sviði viðgerða.
Verði fótunum kippt undan ný-
smíðunum er verið að eyði-
leggja möguleika okkar í sam-
bandi við viðgerðirnar.
F.V.: — Hvert hefur hlutfall-
ið verið milli nýsmíða og við-
gerða hjá ykkur?
Gunnar: — Árið 1975 voru
nýsmíðarnar 51%, viðgerðirnar
41% og 8% ýmis önnur starf-
semi. En í fyrra voru viðgerð-
irnar 56% en nýsmíðarnar
37%. Á þessu ári eiga nýsmíð-
arnar eftir að vinna á að nýju.
Framleiðsluaukningin hjá okk-
ur í fyrra var geysilega mikil,
var um 35%, og útkoman var
þannig að nýsmíðarnar drógust
ekki saman nema rétt um 3%
en öll aukningin fór í viðgerðir.
Ef skynsamlega væri að málum
staðið þannig að f jármagnsmis-
mununin yrði úr sögunni og
okkur bættist meiri starfskraft-
ur værum við vel settir. Við
þurfum fyrst og fremst á járn-
smiðum að halda, að mennta
upp nýja menn í stéttinni og
bæta kjör hennar svo að hún
verði samkeppnishæf við upp-
mælingastéttirnar.
F.V.: — Er liægt að mæla
þessa tryggingu ykkar til fram-
tíðarinnar í nýjum skuttogur-
um?
Gunnar: — Það er ákveðinn
markaður fyrir hendi hér á
landi í nýsmíðum og viðgerð-
um. Við höfum ekki nema brot
af þeim markaði í dag, kannski
um 30%.
Miðað við eðlilega endurnýj-
un á skipastólnum og viðgerðir,
sem hann krefst, er geysilegur
markaður fyrir hendi. Þess
vegna eru það engar skýja-
borgir að gera ráð fyrir að fyr-
irtækið þróist upp í að verða
500-600 manna stöð, sem er ekki
stórt á Norðurlandamælikvarða.
Það gæti tekið fimm til sex
ár. En þá værum við líka orðn-
ir enn samkeppnisfærari um
tíma, sem ásamt verði og gæð-
um eru ráðandi um samkeppnis-
hæfni.
FV -2 -1977
47