Frjáls verslun - 01.02.1977, Blaðsíða 43
í teiknistofu Slippstöðvarinnar, þar sem verið er að hanna nýjan
togara fyrir Ólafsfirðinga.
á mál þeirra, sem semja um
skipasmíðar erlendis, er það
látið heita svo að þeir fái ekki
nema 67% lán úr Fiskveiða-
sjóði og 10% úr Byggðasjóði.
Þannig er það á pappírnum en
í framkvæmdinni fengu þeir er-
lend lán upp á 80% og það
skiptir engu máli þó að Fisk-
veiðasjóður hafi ekki tekið á
sig nema 67% af því, því að
ríkisábyrgðasjóður tók á sig
13%. Um þetta er aldrei rætt.
Þarna hafa verið veitt 90% og
stundum 95% lán vegna smíða
erlendis. Eitthvað mun þetta
hafa breytzt en þó er allur
gangur á lánafyrirgreiðslu t. d.
í Noregi, þar sem skipasmíða-
stöðvamar eru verkefnalausar
og bjóða gull og græna
skóga. Það er óþolandi ástand
að vegna þessara fjármála-
kúnsta skuli liggja við að hent-
ugra sé fyrir mann, sem ætl-
ar að fá sér skip, að semja um
það erlendis en kaupa það
hérna heima. Svörin, sem mað-
ur fær hjá Fiskveiðasjóði eru
þau, að það séu ekki útgjöld
fyrir sjóðinn á árinu, þegar lán-
in eru veitt vegna smiða er-
lendis. Sjóðurinn er vitanlega
svona illa klemmdur núna,
af því að á honum dynja öll
þessi erlendu lán, sem hann
yfirtók í sambandi við alla upp-
byggingu á togaraflotanum.
F.V.: — Hvað telurðu að
verðmætasköpunin hérna í stöð-
inni sé mikil við smíði á tog-
ara, sem kostar 600 milljónir?
Gimnar: — Hún er um 50%.
Við erum öðru hverju að hafa
áhyggjur af framtíðinni og at-
vinnutækifærum fyrir komandi
kynslóðir. Möguleikarnir við
skipasmíðaiðnaðinn eru gifur-
legir, því að hann notar svo
mikið vinnuafl. Orkufreka stór-
iðjan notar fyrst og frámst raf-
magn en ekki vinnuafl. Málm-
blendiverksmiðjan í Hvalfirði
á að veita um 140 manns vinnu,
að mig minnir. Talað hefur ver-
ið um að álverksmiðja við
Eyjafjörð skapaði 500-600
manns vinnu.
Ég sagði einhvern tíma við
áhangendur þessara hugmynda
um stóriðju hér í Eyjafirði, að
ef vinnu vantaði fyrir 500-600
manns þá skyldum við hjá
Slippstöðinni taka við þeirn
mannafla, ef hann væri til stað-
ar. Þessi starfskraftur liggur
aftur á móti ekki á lausu og ef
álverksmiðjan yrði reist myndi
hún einfaldlega taka frá okkur
mannskap, því að við gætum
ekki keppt við hana í launum.
Hjá okkur eru laun að meðal-
tali um 45% af veltu fyrir-
tækisins en í kringum 10% hjá
álverksmiðjum. Launakostnað-
urinn þar skiptir þess vegna
ekki nærri eins miklu máli og
hjá okkur.
F.V.: — Leggur Slippstöðin
áherzlu á að skapa starfsfólki
sínu ákjósanlegt umhverfi til að
vinna í og hefur verið hægt að
halda vinnuslys,um hér í lág-
marki?
Gunnar: — Mín skoðun er,
að það sé einn af afgerandi
þáttunum í sambandi við rekst-
ur á slíku fyrirtæki að gefa
vel gaum hinni mannlegu hlið
á starfi þess. Mennirnir eru
ekki eins og vélar, sem hægt
er að setja af stað á morgnana
og taka úr sambandi á kvöldin.
Við höfum í þjónustu okkar
starfsmannastjóra, sem fyrst og
fremst sér um framkvæmd
launamála en hefur það líka á
sinni könnu að bæta aðbúnað
á vinnustaðnum. Við höfum
gert mikið af því eftir efnum
og ástæðum hverju sinni. Hér
er fullkomin matstofa og setu-
stofa í tengslum við hana.
Starfsmannafélagið er í aukn-
um mæli farið að gangast fyr-
ir félagsstarfi eins og spila-
kvöldum. Hér er líka starfandi
hreinsideild með fjórum starfs-
mönnum, sem gera ekki annað
en að halda smiðjunni hreinni
og fjarlægja þaðan alla óþarfa
hluti. Okkur hefur verið ljóst,
að hér þyrfti að gera ráðstaf-
anir til varnar gegn vinnuslys-
um. Ég veit ekki hverju það
er að þakka, en við höfum ver-
ið afar heppnir í þeím efnum
og hér hefur verið lítið um slys
og önnur skakkaföll á vinnu-
staðnum.
Þetta á vissulega allt siþn
þátt í að við getum fagnað því,
hve hreyfing á vinnuaflinu hjá
okkur er lítil. Það er ekki svo
lítils virði að hafa sama starfs-
fólkið. í fyrra voru 8,5 af hverj-
um 10 starfsniönnum í föstu
starfi. Á launaskrá hjá okkur
í fyrra voru 320 manns, en frá
því má draga um 35 manns,
skólafólk og fleira lausafólk,
sem kemur á sumrin í máln-
ingarvinnu og hreinsun á skip-
um.
FV 2 1977
45