Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1977, Blaðsíða 61

Frjáls verslun - 01.02.1977, Blaðsíða 61
Stuðlaberg, Hofsósi Framleiðir mikinn hluta af hljóðkútum, sem notaðir eru hérlendis — Allir sem komist hafa í snertingu við iðnað vita að það tekur heila mannsævi að byggja upp smáiðnað á Islandi. Eg hef verið við þetta frá 20 ára aldri, bæði hjá meistara og við eigið fyrir- tæki, og get fullyrt það að ekkert verður til nema með vinnu og aftur vinnu. Stuðlaberg var stofnað 20. maí 1965 og er rekið sem málmiðja. f byrjun var hugmyndin að framleiða hljóðkúta fyrir landbúnaðarvélar og bifreiðar. Það er grundvöllur fyrir allan iðnað á íslandi en fyrir- greiðslan er léleg og því hefur tekið 12 ár að koma þessu fyrirtæki í það horf sem 'það er í í dag. ^laðamaður FV leit inn hjá Stuðlabergi á Hofsósi og ræddi við framkvæmdastjórann, Fjól- mund Karlsson. Það vita sjálf- sagt fáir af því að hér á ís- landi sé til fyrirtæki sem fram- leiðir stóran hluta af þeim hljóðkútum sem seldir eru hér því öllum finnst það sjálfsagt að slíkir hlutir séu fluttir inn. Og enn færri vita af því að til að gera þessa framleiðslu mögu- lega þá smíðaði Fjólmundur flestar þær vélar sem fyrirtæk- ið notar við hljóðkútagerðina vegna þess að fyrirtækið hafði ekki ráð á að kaupa vélar er- lendis frá og fyrirgreiðslu var enga að fá. 80 TEGUNDIR AF HLJÓÐ- KÚTUM — Ég var með einkafyrir- tæki sem smíðaði kjötbrautir og færibandabúnað fyrir slát- urhús víðs vegar um landið áð- ur en uppbygging þessa fyrir- tækis hófst. Byrjað var strax á undirbúningi að smíði hljóð- kúta þegar Stuðlaberg var stofnað en vegna fjárskorts voru' tækin fyrir sláturhúsin flutt inn og hafa verið kjöl- festan í fyrirtækinu. Það var svo ekki fyrr en fyrir þremur árum að hljóðkútaframleiðslan var orðin stór hluti í rekstrin- um. Við framleiðum um 80 teg- undir af hljóðkútum, en þar sem við höfum verið að taka í notkun ný tæki kemur teg- undafjöldinn til með að vaxa ört. — Fyrstu verulegu fyrir- greiðsluna, sem við höfum feng- ið, fengum við í sumar og voru það byggingar- og hagræðingar- lán. Við byggðum við verk- smiðjuna 180 m-’ lagerhúsnæði en við vorum í algerum vand- ræðum vegna þrengsla, sem lagerinn skapaði. Grunnflötur fyrirtækisins er þá orðinn 900 m2. Það finnst mörgum erfitt að skilja að lager þux’fi að vera svona stór enda er hann þungur baggi á rekstrin- um og ekki fæst króna í lán til að koma upp lager. Lager- inn verður að vera stór til að við séum inni á sölunni. Salan er mest yfir sumartímann og gerum við þá ekki mikið meira en að halda í horfinu enda eru verkefnin fyrir sláturhúsin unnin seinni hluta sumars svo veturinn notast í að byggja upp lagerinn. IÐNAÐUR — HUGSJÓNA- ATRIÐI Um söluna er það að segja að við höfum átt í erfiðleikum þar sem dreifingaraðilum er búin sú aðstaða á íslandi að hagnast mest á að selja dýr- ustu vöruna. Það er ekki hægt að liggja þeim á hálsi fyrir þetta vegna þess að kerfið býð- ur upp á þennan verzlunar- máta. Mínar hugmyndir eru þær að sett sé hámarksútsölu- verð á framleiðsluvörur og inn- fluttar vörur þannig að það verði hagur dreifingaraðilans að kaupa inn ódýrar vörur. Annars fer þessi framleiðsla um allt land og mikill hluti til Fjaðrarinnar og Ræsis í Reykjavík. Veltan er ekki stór- ar tölur. Þær eru merkilega litl- ar alla vega ennþá, eða röskar 20 milljónir á síðasta ári enda er þetta ekkert gróðafyrirtæki. Fjólmund- ur Karls- son og nokkrir hljóð- kútar, sem Stuðlaberg liefur framleitt. PV 2 1977 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.