Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1977, Side 61

Frjáls verslun - 01.02.1977, Side 61
Stuðlaberg, Hofsósi Framleiðir mikinn hluta af hljóðkútum, sem notaðir eru hérlendis — Allir sem komist hafa í snertingu við iðnað vita að það tekur heila mannsævi að byggja upp smáiðnað á Islandi. Eg hef verið við þetta frá 20 ára aldri, bæði hjá meistara og við eigið fyrir- tæki, og get fullyrt það að ekkert verður til nema með vinnu og aftur vinnu. Stuðlaberg var stofnað 20. maí 1965 og er rekið sem málmiðja. f byrjun var hugmyndin að framleiða hljóðkúta fyrir landbúnaðarvélar og bifreiðar. Það er grundvöllur fyrir allan iðnað á íslandi en fyrir- greiðslan er léleg og því hefur tekið 12 ár að koma þessu fyrirtæki í það horf sem 'það er í í dag. ^laðamaður FV leit inn hjá Stuðlabergi á Hofsósi og ræddi við framkvæmdastjórann, Fjól- mund Karlsson. Það vita sjálf- sagt fáir af því að hér á ís- landi sé til fyrirtæki sem fram- leiðir stóran hluta af þeim hljóðkútum sem seldir eru hér því öllum finnst það sjálfsagt að slíkir hlutir séu fluttir inn. Og enn færri vita af því að til að gera þessa framleiðslu mögu- lega þá smíðaði Fjólmundur flestar þær vélar sem fyrirtæk- ið notar við hljóðkútagerðina vegna þess að fyrirtækið hafði ekki ráð á að kaupa vélar er- lendis frá og fyrirgreiðslu var enga að fá. 80 TEGUNDIR AF HLJÓÐ- KÚTUM — Ég var með einkafyrir- tæki sem smíðaði kjötbrautir og færibandabúnað fyrir slát- urhús víðs vegar um landið áð- ur en uppbygging þessa fyrir- tækis hófst. Byrjað var strax á undirbúningi að smíði hljóð- kúta þegar Stuðlaberg var stofnað en vegna fjárskorts voru' tækin fyrir sláturhúsin flutt inn og hafa verið kjöl- festan í fyrirtækinu. Það var svo ekki fyrr en fyrir þremur árum að hljóðkútaframleiðslan var orðin stór hluti í rekstrin- um. Við framleiðum um 80 teg- undir af hljóðkútum, en þar sem við höfum verið að taka í notkun ný tæki kemur teg- undafjöldinn til með að vaxa ört. — Fyrstu verulegu fyrir- greiðsluna, sem við höfum feng- ið, fengum við í sumar og voru það byggingar- og hagræðingar- lán. Við byggðum við verk- smiðjuna 180 m-’ lagerhúsnæði en við vorum í algerum vand- ræðum vegna þrengsla, sem lagerinn skapaði. Grunnflötur fyrirtækisins er þá orðinn 900 m2. Það finnst mörgum erfitt að skilja að lager þux’fi að vera svona stór enda er hann þungur baggi á rekstrin- um og ekki fæst króna í lán til að koma upp lager. Lager- inn verður að vera stór til að við séum inni á sölunni. Salan er mest yfir sumartímann og gerum við þá ekki mikið meira en að halda í horfinu enda eru verkefnin fyrir sláturhúsin unnin seinni hluta sumars svo veturinn notast í að byggja upp lagerinn. IÐNAÐUR — HUGSJÓNA- ATRIÐI Um söluna er það að segja að við höfum átt í erfiðleikum þar sem dreifingaraðilum er búin sú aðstaða á íslandi að hagnast mest á að selja dýr- ustu vöruna. Það er ekki hægt að liggja þeim á hálsi fyrir þetta vegna þess að kerfið býð- ur upp á þennan verzlunar- máta. Mínar hugmyndir eru þær að sett sé hámarksútsölu- verð á framleiðsluvörur og inn- fluttar vörur þannig að það verði hagur dreifingaraðilans að kaupa inn ódýrar vörur. Annars fer þessi framleiðsla um allt land og mikill hluti til Fjaðrarinnar og Ræsis í Reykjavík. Veltan er ekki stór- ar tölur. Þær eru merkilega litl- ar alla vega ennþá, eða röskar 20 milljónir á síðasta ári enda er þetta ekkert gróðafyrirtæki. Fjólmund- ur Karls- son og nokkrir hljóð- kútar, sem Stuðlaberg liefur framleitt. PV 2 1977 63

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.