Frjáls verslun - 01.02.1977, Blaðsíða 33
endurmati er fylgt miðað við
verðlagsbreytingar þjóðarfram-
leiðslu sést að fengnar fyrning-
ar á verðlagi söludags d.regnar
frá kaupverði skipsins á sama
verðlagi gefa bókfært verð sem
er í góðu samræmi við sölu-
verð skipsins og raunverulegt
verðmæti samkvæmt vátrygg-
ingarverði. Raunverulegur sölu-
hagnaður er enginn eins og rétt
er en fengnar fyrningar eru
7,5% árlega, sem samsvarar
um 13 ára endingu en fiskverðs-
ákvarðanir styðjast við slíkt
mat.
Samkvæmt gildandi lögum
nást tæplega nægar fyrningar,
þegar tillit hefur verið tekið
til þess að hluti fþeirra verður
skattskyldur. Verðrýrnun krón-
unnar er hins vegar réttilega
ekki skattlögð, en þær 109 m.
krónur sem skattalögin skil-
greina sem skattfrjálsan ágóða
vekja hins vegar efasemdir og
e.t.v. öfund manna, sem gleyma
að bíla- og fasteignasölur þeirra
sjálfra mynda alveg sama
gervigróðann.
Fyrningarreglur skattafrum-
varpsins eru hins vegar at-
vinnurekstri og sanngjörnu
mati fyrninga og söluhagnaðar
mjög í óhag. f reynd er um
beina eignaupptöku að ræða,
þegar ofaná vanmetnar fyrn-
ingar bætast 69 m. krónur, sem
skattur af fölskum söluhagnaði.
LOKAORÐ
í nágrannalöndum okkar hef-
ur ekki linnt látum hin síðustu
ár í tilraunum til þess að leið-
rétta reikningsskil fyrirtækja
vegna skekkingaráhrifa verð-
bólgu, sem þó kemst einungis,
þegar verst lætur, í hálfkvisti
við okkar verðbólgustig. Hér
verðu.r því að varpa fram
þeirri spurningu, hvort það sé
réttlætanlegt að taka eins lítið
tillit til skekkingaráhrifa verð-
bólgunnar og skattafrumvarpið
ráðgerir hvað varðar atvinnu-
rekstur. Ef reynsla undanfar-
inna ára er mælikvarði á fram-
tíðina halda íslendingar senni-
lega áfram að skilgreina 10—
15% verðbólgu sem stöðugt
verðlag. Það verðbólgustig er
þó 10—15% of mikið af því
„góða“.
• SKJALASKÁPAR
fyrirliggjandi með 2, 3 og 4 skúffum í A 4 og
folíóstærðum.
• PENINGASKÁPAR
• SPJALDSKRÁRSKÁPAR
í DIN og enskum stærðum.
EGILL GUTTORMSSON
SUÐURLANDSBRAUT 4 — SÍMI 82788
FV 2 1077
35