Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1977, Síða 52

Frjáls verslun - 01.05.1977, Síða 52
þessu sambandi megum við þó ekki gleyma, að ferðafrelsi er eitt af grundvallaratriðum mannréttinda, sem við viljum halda í heiðri. Oft kann að reynast erfitt að draga línuna og í þessu sambandi held ég að eðlilegast sé að reyna að meta hverju sinn hvort um að að íæða raunverulega ferðaskrií- Stofustarfsemi á viðskiptaleg- um grundvelli eða hvort um er að ræða áhugamannahópa. Ef um ferðaskrifstofustarfsemi er að ræða, á hún að sjálfsögðu að lúta íslenskum lögum og reglum og eru sérstök ákvæði um það í nýjum ferðamálalög- um. Við skulum hins vegar hafa í huga, að það er einn stærsti kostur ferðamála, að oft er um að ræða gagnkvæm skipti og gagnkvæma samvinnu milli fjölmargra landa og ég býst við að margir íslendingar myndu eiga erfitt með að sætta sig við annað en að þeim væri heimiit að ferðast um nágrannalöndin á eigin vegum án þarlendra far- arstjóra, jafnvel þó að um nokk- urn hóp væri að ræða. Hér er því vandratað meðalhófið, en það verðum við að finna. — Hvaða Ieiðir hefur Ferða- málaráð farið í landkynningar- starfi sínu og hvaða leiðir virð- ast áhrifaríkastar miðað við til- kostnað? — Segja má, að því fari fjarri að stefnumótun Ferða- málaráðs í sambandi við land- kynningarstarf sé lokið. Hins vegar hefur verið unnin mikil undirbúningsvinna, sem frekar skýrist á næstunni. í þessari at- vinnugrein, eins og öðrum út- flutningsgreinum, skiptir það að sjálfsögðu mestu máli að ná sem beinustu sambandi við við- skiptaaðila á helstu markaðs- svæðum — þar koma helst til greina ferðaskrifstofur, félaga- samtök, áhugamannahópar, flugfélög, fjölþjóðlegar stofn- anir og fleiri aðilar. Leitast er við að hafa sam- band við aðila sem líklegastir eru að hafa áhuga á því sem við höfum upp á að bjóða, svo eitthvað sé nefnt. Við þurfum áreiðanlega að auka þá starf- semi verulega, sem fólgin er i því að hafa beint samband við erlendar ferðaskrifstofur og á- hrifaríka fjölmiðla á helstu markaðssvæðunum. Bein aug- lýsingastarfsemi kostar stórfé og ekki verður hjá því komist að auka beinar auglýsingar, en oft og tíðum má ná jafngóðum og jafnvel betri árangri með samstarfi við blaðamenn, rit- stjóra, útvarpsmenn og sjón- varpsmenn — þar er mikill og áhrifaríkur akur verulega ó- plægður. f samstarfi við Norðurlöndin höfum við nú eigin skrifstofu i New York og eigum aðild að skrifstofu í Los Angeles. Kom- ið hefur til álita að opna eigin skrifstofu, eina eða tvær í vest- ur Evrópu, hugsanlega í sam- starfi við Flugleiðir h.f. eða Ut- anríkisþjónustuna. Þessi mál eru ennþá á könnunarstigi — það hlýtur alltaf að vera mats- atriði, m.a. að því er varðar kostnað, hvort heppilegt þykir að halda uppi þessari starfsemi með nokkuð tíðum ferðalögum héðan að heiman eða hvort ár- angursríkara yrði að koma smám saman upp eigin skrif- stofum erlendis eftir því sem geta leyfir, en síðari hátturinn er öllu algengari hjá þeim þjóð- um er lengst eru komnar í þessum efnum. Til greina kem- ur líka að auka sameiginlega starfsemi okkar með Norður- landaþjóðunum, t d. á þeim stöðum þar sem við höfum litla eða enga aðstöðu til að kynna ckkar mál og hef ég ástæðu til að ætla að Norðurlandaþjóðirn- ar séu reiðubúnar til náins sam- starfs í þeim efnum eftir því sem við munum fara fram á. — Nú mætti spyrja hvaða börf væri fyrir sérstakt land- kynningarstarf Ferðamálaráðs, bar sem Flugleiðir stunda mjög öfluga landkynningu erlendis. Er landkynning þessara aðila samræmd að einrverju leyti? — Samkvæmt eðli sínu er Ferðamálaráð fslands hlutlaus aðili og vill hafa náin samskipti við alla þá aðila, er starfa að íslenskum ferðamálum. Það leiðir hins vegar af sjálfu sér, að samstarf við jafn sterkan aðila í ferðamálum og Flugleið- ir h.f. eru, er bæði sjálfsagt og æskilegt. Flugleiðir h.f. eiga fulltrúa í Ferðamálaráði og við Flugleiðir h.f. hefur verið mjög gott samstarf í alla staði og verður væntanlega áfram. Að sjálfsögðu er reynt að sam- ræma þessa starfsemi eins og tök eru á og einnig er samvinna fyrir hendi á ýmsum sviðum, t.d. í sambandi móttöku er- lendra ferðamanna og annarra gesta. Flugleiðir h.f. og Fferða- málaráð eru sameiginlegir eignaraðilar að nýrri íslands- kvikmynd og keyptu einnig sameiginlega litmyndasafn úr hinu fjölskrúðuga safni Gunn- ars heitins Hannessonar og munu þessir aðilar hafa sam- vinnu um notkun þessara mynda víða um heim á næst- unni. — Hvaða ný verkefni á sviði landkynningarmála eru efst á baugi hjá ráðinu um þessar mundir? Við munum leggja sérstaka áherslu á ráðstefnumálin og fastmótaðri stefnu í landkynn- ingarmálum almennt á næst- unni. Ákvörðun um eina eða fleiri skrifstofur erlendis verð- ur ennfremur á dagskrá fljót- lega. Einnig munum við leita eftir auknu samstarfi við inn- lendar ferðaskrifstofur, Sam- band veitinga- og gistihúsaeig- enda og fleiri sambærilega að- ila. Við munum bjóða fram okkar þjónustu og setja frain okkar óskir og viðræður við þessa aðila eru fyrir nokkru hafnar, en halda áfram. Til- gangur Ferðamálaráðs með þessum viðræðum er fyrst og fremst sá, að reyna að koma á samræmdum átökum allra helstu aðila í íslenskum ferða- málum og varla þarf að taka það fram, að við munum beina þeim tilmælum til allra starf- andi ferðaskrifstofa á fslandi, að þær vinni að því í auknum mæli og mun frekar en fram að þessu hefur verið gert, að laða ferðamenn til landsins. Við teljum eðlilegt að það verði a.m.k. jafn stór þáttur í rekstri hverrar ferðaskrif- stofu eins og sá sem fólginn er 52 FV 5 1977
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.