Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1977, Side 97

Frjáls verslun - 01.05.1977, Side 97
B W — Hvað er þessi mannsöfnuður að gera. Það hlýtur að vera eitthvað á seyði í hattabúðinni. — Hó, hó, sagði Palli litli þegar hann gekk inn í svefnher- bergi foreldra sinna án þess að gera nokkur boð á undan sér. Hvað er nú þetta? — Þetta köllum við ástarleik, sagði pabbinn, sem vildi vera ábyrgur uppalandi og fræð- andi. — Hvort er að vinna? — Ég hef aldrei viit'að heppn- ari mann en Magga. I fyrradag fór hann og hækkaði slysa- trygginguna sína og svo varð hann fyrir bíl í gær. Lítill drengur sat á stéttinni og grét beisklega . — Af hverju ertu að gráta drengur minn, sagði gömui kona, full samúðar. — Mamma er farin að heim an. — Þá verðum við að finna pabba þinn. Hvað gerir hann? — Hann er leigubílstjóri. — Og á hvaða stöð? — Það veit ég ekki, mamma náði ekki númerinu. — • — Það var forstjórafrúin, sem kom í heimsókn á skrifstofuna án þess að hennar væri von. Astandið var þannig að nýja og glæsilega skrifstofudaman og cinkaritari forstjórans sat á hnjám hans. Frúin hvcssti aug- ,un á þau en síðan kom lognið fyrir storminn. Hún sagði reyndar ekki meira, því að eig- inmaðurinn tók forystuna og las riitaranum fyrir: — Þrátt fyrir erfiða tíma hjá fyrirtækinu er brýn nauðsyn að ég fái einn stól í viðbót á skrifstofuna mína. — • — — Þú ert fífl að lána honum 100 þús. kall. Veistu ekki að hann ætlaði sér bara að stinga af með konuna þína? — Jú. Heyrt á bændaþingi: — Jæja, hvernig heyjaðist svo? — Svona í meðallagi. — Hvemig þá? — Eins og venjulega: Aðeins verr en í fyrra og dálítið betur en á næsta ári. — Auðvitað nota nektarsinn- ar ekkert annað cn gegnsæja plastpoka, þegar þeir fara í pokahlaup. — Farðu ekki nær ísbirnin- um, Bjössi minn. Mamma þín vill ekki að þú forkelist. — • — — Ég hef sagt þér, að ég vil ekki að þú farir með kunningja upp í herbergið þitt eftir klukk- an níu á kvöldin, Ella mín. — Kunningja og aftur kunn- ingja. Eg er að sjá gæjann i fyrsta skipti í dag. — Er það hjá lögreglunni? Já, maðurinn minn er horfinn. Rg hef ekki séð hann í heila viku síðan hann fór eftir sígar- ettum. — Og hvernig lítur hann út? — Hann er feitur, hálfsköll- óttur með falskar tennur. Hann er í gráum, slitnum skóm, með úfið yfirvararskegg, gráleitur og innskeifur. — Þér eruð heppin, kona góð. Þessi maður hefur alls ekki orðið á vegi okkar. — • — Ég er orðinn pabbi enn einu sinni. — Það var gaman. Hvað áttu annars mörg börn? — 11. — Það er ekkert smáræði. — Jú, samanborið við bróðir ininn. Hann á 16. — Guð minn góður! Með sömu konunni. — Nei, við erum kvæntir sitt hvorri. FV 5 1977 97

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.