Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1977, Blaðsíða 82

Frjáls verslun - 01.08.1977, Blaðsíða 82
------------------------------ AUGLÝSING TÖLVIJTÆKMI HF.: Bein sala eða leigukaup á tölvum „Það er mikill vöxtur í tölvuviðskiptunum og óttinn og varfærnin, sem menn sýndu þessari tækni fyrst, eru eiginlega horfin. Bæði er að tölvutæknin hefur sannað gildi sitt og svo eru menn eigin- lega orðnir þvingaðir til að leita á náðir hennar út af öllu því bókhaldi, skýrslufargani og utanum- haldi um alla skapaða hluti, sem fyrirtækjareksturinn krefst í dag.“ Það er Birgir Lorange, íor- stjóri Tölvutækni hf., sem lætur þessi orð falla í spjalli við Frjálsa verzlun. Tölvutækni hf. stofnaði Birg- ir ásamt Finnbirni Gíslasyni árið 1974 og þegar fyrirtækið keypti umboðið fyrir banda- rísku Burroughs-tölvurnar af H. Benediktssyni & Co bættist þriðji eigandinn, Stephen Rast- vick, í hópinn. — Hvers konar tölvur eruð þið þá með? — Við erum með smá- til miðlungstölvur, sem eru sér- staklega gerðar til viðskipta- legra verkefna, eins og við- skiptamannabókhalds og launa- bók'halds. Þessar tölvur kosta þetta á bilinu 5-—10 milljónir. Svo erum við með nýjar vélar, útbúnar diskum og skermum með kerfum, sem eru byggð fyrir svokallaða on-line vinnslu. Þessar tölvur kosta frá 8 millj- ónum og upp úr. — Þessar tölvur, sem þú minntist á áðan. Eru þær þann- ig úr garði gerðar, að unnt sé að bæta við þær í áföngum? — Já. Það er hægt. Tölvan getur alveg stækkað með fyrir- tækinu. Fyrir þessar tölvur eigum við öll þessi stöðluðu íslenzku kerfi, eins og viðskiptamanna- bókhald, launabókhald og birgðabókhald. Svo erum við með eina stærri tölvu, sem kostar um 30 milljónir, en hana er hægt að keyra á öll þessi venjulegu verkefni fyrir fyrir- tæki og einnig stýrir hún dreifi- kerfi. Ætlunin er að bæta við hania, þannig að hún taki lager- inn líka. Við getum einfaldað þetta með því að hugsa okkur 10 kassa af einhverju af lager. Bíl- stjóri tekur tvo kassa sam- kvæmt fyrirskipun tölvunnar og þá eru átta kassar eftir á lagernum. Með viðbótinni get- ur tölvan haft eftirlit með þessu öllu saman, þannig að allar upplýsingar eru á hreinu. — Þú minntist áðan á ótta og varfærni gagnvart tölvutækn- inni. Af hverju heldur þú að þetta hafi stafað? — Ég held að þarna hafi fyrst og fremst verið um að ræða tortryggni á nýjan hlut. Það eru nefnilega ekki nema um 15 ár síðan tölvutæknin fór að ryðja sér til rúms. Að vísu var heilmikil handavinna í kring um fyrstu tölvurnar. Þeim fylgdi gataspjaldafargan- ið, sem nú er sem betur fer úr söguinni. Tölvur dagsins í dag eru útbúnar diskum og segul- minni og geta geymt í sér allar upplýsingar mánuðum saman. Þessar upplýsingar eru alltaf tiltækar, þannig að nú þurfa menn ekki lengur að fara i geymsluna og sækja spjalda- bunkann og keyra í gegn um vélina, ef þeir þurfa á ein- hverjum upplýsingum að halda. Auk þess sem tæknin hefur batnað, hefur verð á tölvum staðið í stað meðan verðbólgan hefur étið utan af öllum hlut- um öðrum. Að vísu er ekki hægt að segja, að verðið hafi beint lækkað, en tölvurnar verða stöðugt fullkomnari, þannig að imenn fá stöðugt meira og meira notagildi fyrir 82 FV 8 1977
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.