Frjáls verslun - 01.08.1977, Blaðsíða 20
Sv.: — Ég hef varið mestu
af þeim í nýja húsið. fyrir ut-
an bæinn. Ég fer ekki á verð-
bréfamarkaðinn. Ræktunarland
er góð fjárfesting. Ég keypti
land í Plains fyrir allmörgum
árum af því að enginn annar
vildi kaupa og hérna bjó ég.
Sp.: — Hafa byggingaraðilar
komið fram með hugmyndir
um nýtingu þessa Iands?
Sv.: — Það hefur ýmislegt
borið á góma. Allt frá einsher-
bergis íbúðum til kínverskra
hóruhúsa.
Sp.: — Af hverju fluttirðu
heimilið 25 kílómetra út fyrir
Plains?
Sv.: — Áður en Jimmy hóf
kosningabaráttuna fyrir þrem-
ur árum keypti ég landið um-
hverfis húsið hans. Ég ætlaði
að byggja þar vegna þess að
fjölskyldan var búin að
sprengja gamla húsið utan af
sér og það var 60 ára gamalt.
En eftir að Jimmy var kosinn
komu nokkrir Kanadamenn og
keyptu landið við hliðina með
það fyrir augum að setja þar
upp tívolí, sem átti að heita
„Jimmy’s Backyard". Það átti
ekki að vera meira en 50
metra frá lóðinni fyrir nýja
húsið.
Ég ætlaði mér hins vegar
ekki að búa svo nærri skemmti-
garði þó að ég haldi aftur á
móti að ekkert verði úr hon-
um. Þegar þetta hús utan bæj-
arins var falt, keypti ég það,
aðallega til að vera nær skól-
anum, sem krakkarnir ganga í.
Sp.: — Hefurðu haft byssur
í húsinu í öryggisskyni?
Sv.: — Það hafa allir byssu
í húsinu hér um slóðir. Ég er
venjulega með sjö eða átta
byssur tiltækar.
Sp.: — Líka þér illa allar
breytingarnar, sem orðið hafa
í Plains?
Sv.: — Ég skal viðurkenna,
að ég stuðla frekar að túrista-
plágu en hitt. Ég kann vel við
ferðafólkið og fer daglega niður
á benzínstöð til að tala við það.
En það er erfitt að vera til taks
allan sólarhringinn og þetta
reynir á starfsfólkið hjá mér
og alla aðra.
Sp.: — Átt þú ekki sjálfur
hagsmuna að gæta í ferða-
mannaiðnaðinum?
Sv.: — Ég hef heyrt sögur
um að ég eigi ferðaskrifstofu
en ég á ekki baun í henni. Ég
leigi út pláss á benzínstöðinni
fyrir mann, sem gerir út bíl í
skoðunarferðir og ég fæ pró-
sentu af þeim viðskiptum. Það
er svona 800, 1000 eða kannski
1500 dollarar á mánuði. Eg veit
þetta ekki nákvæmlega.
Sp.: — Heldurðu að Plains
komi að öllu leyti heil út úr
því að vera ferðamannaparadís,
ef bróðir þinn verður endur-
kjörinn og gegnir forsetaemb-
ættin,u í átta ár?
Sv.: — Ég held okkur takist
það. Það verður þó eitthvað að
halda ferðamönnunum hér.
Annars veit ég ekki hvað myndi
gerast. Plains er ferðamanna-
bær fremur en nokkuð annað
nú orðið. Margir hafa lagt mik-
ið að veði í ferðamannaþjón-
ustu.
Sp.: — Svo vikið sé að fjöl-
skyldumálum ykkar. Ríkti mik-
il samkeppni milH ykkar
bræðranna, þegar þið voruð
drengir?
Sv.: — Ég var bara fjögurra
ára, þegar Jimmy fór í háskóla.
Allir spyrja, hvernig það hafi
verið að alast upp með hon-
um. Við ólumst ekki upp sam-
an. Ég vissi að ég átti bróður,
sem hét Jimmy og hann kom
heim annað slagið. En ég þekkti
hann raunverulega ekki fyrr en
hann kom heim úr flotanum.
Sp.: — Mamma ykkar segir
að þú sért skarpari en forset-
inn.
Sv.: — Það er eitt af því fáa
sem ég er sammála þeirri konu
um.
Sp.: — Hafa samskiptin við
bróður 'þinn breytzt eftir að
hann var kosinn forseti?
Sv.: — Persónuleg tengsl
hafa ekkert breytzt. Ég varði
10 eða 12 klukkutímum með
honum, þegar hann kom hing-
að til Plains snemma í ágúst og
það er meiri tími en ég eyddi
með honum alla kosningabar-
áttuna. Ég hef líka verið tvisv-
ar í Washington og hitt hann
þar. Mér geðjast ekkert að því
að dveljast í stórborgum eða
einhverju eins og Hvíta húsinu.
Ef boðið er í partí eða þess hátt-
ar, þá kæri ég mig ekkert um
að fara.
Sp.: — Það hefur verið haft
eftir þér, að þú hefðir verið
mótfallinn ýmsum útnefning-
,um bróður þíns í mikilvæg
embætti.
Sv.: — Það er ekki satt. Ég
hef aldrei látið skoðun mína í
ljós. Eina yfirlýsing mín var
sú, að sumar útnefningarnar
væru mér ekki að skapi en aðr-
ar væru það, eins og útnefning
Bert Lance. Ég trúi alveg ein-
dregið á að sigurvegarinn eigi
að láta vini sína og stuðnings-
menn hafa mikilvægustu emb-
ættin. Hinu má fleygja fyrir
einhverja aðra.
Sp.: — Er það rétt, að þú
ætlir að vinna að kjöri George
Wallace, ef hann gefur kost á
sér til öldungadeildarinnar?
Sv.: — Ef Wallace ríkisstjóri
þarf á hjálp minni að halda
mun ég veita hana.
Sp.: — Hvernig brást forset-
inn við þeim tíðindum?
Sv.: — Ég sagði honum frá
þessu áður en ég bar málið upp
við blaðafulltrúa Wallace. Ég
sagði honum að þetta væri eina
kosningabaráttan, sem ég ætl-
aði að skipta mér af. Hann bara
horfði á mig. Alls engin við-
brögð.
Sp.: — Hefur þú einhver á-
form um að komast áfram í
pólitík, svo sem að taka þátt í
borgarstjórnarkosningum?
Sp.: — Ég hef tvisvar gefið
kost á mér sem borgarstjóri en
nú er ég fluttur úr bænum og
get þess vegna ekki farið aftur
í framboð. Ég sækist ekki eftir
frama í stjórnmálum.
20
FV 8 1977