Frjáls verslun - 01.08.1977, Blaðsíða 35
anda fyrirtækisins að þakka,
að það blómstri, eða hon-
um um að kenna, þegar ekki
gengur sem skyldi, þá sýnir
reynslan að hann er driffjöðrin
í fyrirtækinu, eða þegar verst
gengur, veikasti hlekkurinn.
Ein mikilvægasta ákvörðun
stjórnandans er að velja sér eft-
irmann.
Flest smáfyrirtæki eru byggð
upp og skipulögð að persónu-
legum viðhorfum og smekk
stjórnandans. Vantar þá gjarn-
an grundvöllinn að því að nýr
maður geti komist inn í hlutina
með litlum fyrirvara. Stjórn-
endur, sem komnir eru á sex-
tugsaldurinn, telja stjórnskipu-
lagið hjá sér það gott að allt
gangi af sjálfu sér, en þurfi fyr-
irtækið einn daginn á nýjum
stjórnanda að halda, er það ó-
undirbúið og fyrirtækið stend-
ur þá höllum fæti.
# Hvaða kröfur ber
að gera til eftir-
manns, sem
stjórnanda ?
— Ef til vill hefur núver-
andi stjórnandi sjálfur byggt
upp fyrirtækið, eða þá að hann
er af annarri eða þriðju kyn-
slóð í fjölskyldufyrirtækinu og
hefur alist upp í því. Þá er lík-
legt að hann hafi lítið velt því
fyrir sér hvað þurfi til að
stjórna slíku fyrirtæki, heldur
ályktað sem svo að hann stjórn-
aði eins og ætti að gera það.
En þegar að því kemur að
velja eftirmann má slík blinda
ekki ríkja. Eftirmaðurinn verð-
ur að hafa einmitt þá eiginleika,
sem þörf er á í þessu fyrirtæki.
Líta verður raunsætt jafnt á
veiku punktana í fyrirtækinu,
og á þá sterkari og meta horf-
ur og möguleika fyrirtækisins,
með það í huga. Á þeim grund-
velli ætti síðan að setja upp á
kerfisbundinn hátt þær kröfur
sem gerðar eru til eftirmanns-
ins.
Auðvitað er ómögulegt að
finna eftirmann, sem uppfyllir
allar þær kröfur sem gerðar
eru til hans. Hann getur haft
annað við sig sem bætir það
upp, og bendir til þess að hann
nái tökum á þeim sviðum, þar
sem reynsluna skortir. Persónu-
gjörvingur hans getur haft sér-
staka þýðingu, eftir því hvern-
ig starfsfólk fyrirtækisins er.
Það getur verið mjög mikilvægt
að eftirmaðurinn nái samstöðu
með þeim aðilum, sem þegar
hafa stjórnunarvöld í fyrirtæk-
inu og að hann hafi hæfileika
til þess að finna þeim góðan
samstarfsgrundvöll.
# Hvaða kjör býður
f yrirtækið ?
— Kröfurnar sem gerðar eru
til eftirmannsins, á þennan
hátt, eru töluvert viðamiklar
og þeir sem kynnu að uppfylla
þær að mestu, og kæmu tiJ
greina að öðru leyti eru mjög
fáir. Því verður að gera sér
grein fyrir því að eftirmanns-
efnin koma einnig til með að
gera miklar kröfur til fyrirtæk-
isins, og að þær verða einungis
að hluta fjárhagslegar. Eftir-
maðurinn kann að vilja völd
eða áhrif af ýmsu tagi. Loks
verður að líta á það hvort fyr-
irtækið ræður við að ráða þann
sem hæfastur er — eða hvort
það hefur á hinn bóginn ráð á
því að ráða hann ekki.
# Hvar á að leita?
— Nokkur hluti stjórnenda
fjölskyldufyrirtækja á hér ekki
við neitt vandamál að stríða.
Einn eða fleiri innan fjölskyld-
unnar hafa þá áhuga á að taka
við stjórn, og hafa jafnvel
menntað sig til þess og undir-
búið sig á annan hátt. Þetta er
heppileg staða, einkum með til-
liti til þess að þá getur eignar-
rétturinn og stjórnunin fylgst
að. En það er vert að meta
raunsætt hæfi sonarins, tengda-
sonarins eða dótturinnar tiJ
þess að halda um stjórnartaum-
ana. Best væri að fá álit hlut-
lauss, utanaðkomandi aðila, því
afleiðing þess að ráða óhæfan
mann innan f jölskyldunnar get-
ur verið afdrifaríkari, heldur en
ef um utanaðkomandi væri að
ræða.
En það er minnihlutinn, sem
er svo heppinn að þurfa ekki
að leita út fyrir fjölskylduna,
en hvernig eiga hinir að snúa
sér í málinu? Yfirleitt líta
menn fyrst í kringum sig í eig-
in umhverfi; meðal þeirra sem
starfa í fyrirtækinu, vina og
kunningja. Annars vei'ður að
leita lengra og hafa tal af þeim
athafnamönnum, sem fyrirtæk-
ið skiptir við, svo sem endur-
skoðendur, lögfræðinginn eða
ráðgefendur. Einnig mætti
reyna að auglýsa í fagtímarit-
um eða í dagblöðunum undir
nafni fyrirtækisins. En besta
lausnin væri væntanlega sú, að
leita til ráðgjafafyrirtækis, sem
sérhæft er á þessu sviði. Þyi'fti
þá að skila því skriflega hvaða
kröfur gerðar væru og eins
hvað í boði sé. Best væri nátt-
úrulega að ráðgjafafyrirtækið
gerði eigin úttekt á stöðu og
þörfum viðskiptavinarins. Eitt
fyrirtæki hefur auglýst nokk-
uð slíka þjónustu héi'lendis,
Hagvangur h.f.
# Skattamálin
— Við kynslóðaskipti er það
einkum fæi’sla eignaréttar fyr-
irtækisins og þar með stjórnun-
arvalda til yngi’i aðila, sem
máli skiptir. Þessi færsla gerist
í öllu falli við fráfall eigandans,
en það getur verið hagkvæmt
vegna hrumleika hans, eða
vegna skattaástæðna, að þau
fari fram í lifanda lífi hans.
Það er óskynsamlegt að
greiða meira til ríkisins, en þörf
er á. Skattarnir eru tekjustofn-
ar ríkisins og þess vegna ekki
alveg hægt að ráða hversu mik-
ið hver og einn vill borga. En
löggjöfin býður upp á valkosti,
sem settir hafa verið í kerfið
með vilja. Þessir valkostir eru
einkum í því faldir að geta ráð-
ið einhvei’ju um það hvenær
skattarnir eru greiddir. En
FV 8 1977
35